Erlent

Vígja lengstu hraðlestarteina heims

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Kínverjar taka í dag í notkun lengstu hraðlestarteina í heimi. Þeir liggja frá Peking, sem er í norðurhluta landsins, til Guangzhou, sem er í suðurhluta landsins, en lengd þeirra er tæpir 2300 kílómetrar.

Með tilkomu þeirra verður hægt að fara þessa leið á aðeins átta klukkustundum í stað tuttugu og tveggja. Lestarnar munu stoppa á þrjátíu og fimm stöðum. Kínversk stjórnvöld hafa ekki viljað gefa upp kostnaðinn við verkefnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×