Erlent

Berlusconi skilinn - fyrrverandi fær sex milljarða á ári

Berlusconi ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni.
Berlusconi ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni.
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er formlega skilin við eiginkonu sína til 20 ára, Veronicu Lario. Þau kynntust árið 1980 eftir að hann sá Lario á sviði í leikhúsi í Mílanó.

Eiginkonan fyrrverandi þarf ekki að örvænta þrátt fyrir breytingar á högum, en Berlusconi hefur fallist á að borga henni 36 milljónir evra á ári, eða rúmlega sex milljarða króna.

Berlusconi, sem er líklega þekktastur utan Ítalíu fyrir kynlífshneyksli sín og sjónvarpsveldi, hefur þó fundið ástina á ný. Hann er nefnilega nýtrúlofaður hinni 28 ára gömlu Francescu Pascale.

Berlusconi var svo dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Mílanó fyrir skattalagabrot. Hann hefur áfrýjað þeim dómi og sérfræðingar þar í landi telja ólíklegt að forsætisráðherrann fyrrverandi muni nokkurn tímann afplána refsinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×