Erlent

Gengur til liðs við uppreisnarmenn

BBI skrifar
Hershöfðinginn Abdelaziz Jassim al-Shalal, yfirmaður herlögreglunnar í Sýrlandi.
Hershöfðinginn Abdelaziz Jassim al-Shalal, yfirmaður herlögreglunnar í Sýrlandi.
Yfirmaður herlögreglunnar í Sýrlandi er flúinn úr landi og gengin til liðs við uppreisnina gegn Bashar al-Assad, forseta landsins.

Hershöfðinginn Abdelaziz Jassim al-Shalal kom fram í sjónvarpi og las yfirlýsingu um að hann hygðist ganga til liðs við uppreisnarmenn. Hann sagði meðal annar að herinn hefði „eyðilagt borgir og þorp og stráfellt óvopnaða íbúa landsins sem kröfðust frelsis á götum úti."

Afsögn al-Shalal verður umtalsvert áfall fyrir stjórnarliði Assads sem berjast nú gegn uppreisnarmönnum víðsvegar um landið. Afsögn hans kemur í kjölfar ófárra afsagna annarra hershöfðingja síðan uppreisnin hófst í mars árið 2011.

Myndskeið af yfirlýsingu al-Shalal má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×