Erlent

Sautján ára fangelsi fyrir að braska með risaeðlubein

Maðurinn Erik Prokopi býr á Flórída í Bandaríkjunum.
Maðurinn Erik Prokopi býr á Flórída í Bandaríkjunum.
Bandarískur karlmaður var í gær dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að smygla risaeðlubeinum til landsins og selja þau á svörtum markaði á tveggja ára tímabili, eða frá 2010 til 2012.

Um var að ræða þrjú bein sem eru talin vera 70 milljón ára gömul. Saksóknari í málinu sagði manninn hafa komist yfir beinin á ólöglegan hátt frá Mongólíui og blekkt bandaríska tollverði.

Auk fangelsisvistarinnar þarf hann að greiða um hundrað milljónir króna í sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×