Erlent

Morðinginn skildi eftir sig langt bréf

Maðurinn, sem drap tvo slökkviliðsmenn og særði tvo aðra þegar brugðist var við brunaútkalli í bænum Webster í New York ríki í fyrradag, skildi eftir sig langt bréf þar sem hann segist hafa verið að gera það sem hann gerir best, að drepa fólk.

Maðurinn sem hét William Spengler, var sextíu og tveggja ára og svipti sig lífi eftir morðin en hann hafði kveikt í húsi sínu og beðið slökkviliðsins vopnaður skammbyssum og riffli.

Lögregla hefur fundið líkamsleifar inni í brunarústum hússins sem talið er að séu af systur hans sem bjó með honum.


Tengdar fréttir

Tveir slökkviliðsmenn myrtir

Tveir slökkviliðsmenn voru myrtir og tveir aðrir særðust þegar þeir brugðust við brunaútkalli í bænum Webster í New York ríki í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×