Erlent

Bílsprengja veldur manntjóni

Vitni safnast saman í kringum fórnarlamb sem særðist í tilræðinu.
Vitni safnast saman í kringum fórnarlamb sem særðist í tilræðinu. Mynd/AFP
Þrír létu lífið og sex særðust þegar bílsprengja sprakk við bandaríska herstöð í borginni Khost í suðausturhluta Afganistan í morgun. Talibanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en þetta er þriðja skiptið á þessu ári sem sprengja springur við herstöðina.

Tuttugu og einn lét lífið í árás í júnímánuði síðastliðnum og tuttugu í sjálfsmorðsárás í október. Enginn hermaður lét lífið í árásinni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×