Erlent

Spilaði sama leik og blaðamennirnir

Maðurinn, Christopher Fountain er á meðal skammbyssueigenda í borginni.
Maðurinn, Christopher Fountain er á meðal skammbyssueigenda í borginni.
Bandarískur bloggari hefur birt heimilisföng og símanúmer helstu starfsmanna dagblaðsins Journal News eftir að gagnvirkt landakort var birt á vef blaðsins þar sem nöfn og heimilisföng allra skammbyssueigenda í New York voru birt.

Maðurinn, Christopher Fountain, sem er á meðal skammbyssueigenda í borginni, sagði í samtali við CNN í gær að honum fyndist fréttamenn blaðsins vera að áreita skambyssueigendur og því hafi hann ákveðið að gjalda í sömu mynt.

Markmið blaðsins var sýna það sjónrænt hversu margir eiga skammbyssur í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×