Erlent

Mandela á spítala yfir jólin

JHH skrifar
Nelson Mandela, fyrsti þeldökki forseti Suður-Afríku, verður á spítala um jólin. Þetta kemur fram í tilkynningu sem forsetaembættið sendi fjölmiðlum í dag. Mandela, sem er orðinn 94 ára, var lagður inn á spítala fyrir tveimur vikum og hefur gengist undir meðferð vegna lungnasýki og gallsteinaaðgerð. Suður-Afríkubúar eru farnir að hafa verulegar áhyggjur af heilsu hans, eftir því sem fréttastofa BBC greinir frá.

Mandela er, sem kunnugt er, þekktastur fyrir það að hafa setið í fangelsi í 27 ár vegna aðskilnaðarstefnunnar. Hann er einn dáðasti maður þjóðar sinnar og raunar heimsins alls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×