Veður

Fréttamynd

Á­fram sól og hlýtt í veðri

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt eða hafgolu í dag. Víða verður léttskýjað og hlýtt í veðri, en sums staðar þoka við ströndina norðan- og vestanlands og mun svalara.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Getur víða farið yfir tuttugu stig

Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag og verður áfram hlýtt í veðri. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða björtu veðri, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands.

Veður
Fréttamynd

Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag

Í dag má búast við því að það verði suðaustan fimm til 13 metrar á sekúndu og skýjað með köflum. Það verður hvassast við suðvesturströndina, en víða léttskýjað síðdegis. Hiti verður á bilinu tíu til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Veður
Fréttamynd

Allt að tuttugu stiga hiti á Norðaustur­landi

Spáð er allt að tuttugu stiga hita norðaustanlands í hlýjum og þurrum sunnanáttum sem ganga yfir landið í dag. Ferðalangar á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum eru varaðir við allhvössum eða hvössum vindstrengjum.

Veður
Fréttamynd

Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun

Hæð suðsuðvestur í hafi og lægð við norðausturströnd Grænlands mun beina suðvestlægri átt til landsins í dag. Yfirleitt verður vindum átta til átján metrar á sekúndu þar sem hvassast verður í vindstrengjum á norðanverðu landinu.

Veður
Fréttamynd

Vindur, skúrir og kólnandi veður

Víðáttumikil hæð yfir Skotlandi og lægð við suðausturströnd Grænlandi valda suðvestanátt á landinu í dag og má búast við strekkingsvindi og skúrum. Yfirleitt verður þó þurrt norðaustanlands.

Veður
Fréttamynd

Sól­ríkt og fremur hlýtt í dag

Víða má gera ráð fyrir sólríku veðri og hægum vindi á landinu í dag. Yfirleitt fremur hlýtt að deginum og hiti á bilinu níu til fjórtán stig. Svalara austast á landinu og suðaustantil verður skýjað og lítilsháttar væta á stöku stað.

Veður
Fréttamynd

Skýjað og rigning af og til

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, þar sem verður skýjað og dálítil súld eða rigning af og til. Þó verður bjart að mestu suðaustantil.

Veður
Fréttamynd

Hiti gæti náð fimm­tán stigum

Lægð suðaustur af Hornafirði stjórnar veðri landsins í dag með vestlægum áttum. Skýjað og dálítil væta og hiti á bilinu fimm til tíu stig. Bjartviðri á Suðausturlandi og Austfjörðum og gæti hiti þar náð 15 stigum.

Veður
Fréttamynd

Styttir víða upp og kólnar

Lægð suðvestur af Reykjanesi nálgast nú landið en skil hennar fóru allhratt yfir landið í nótt með tilheyrandi vindi og vætu.

Veður
Fréttamynd

Von á all­hvössum vindi og rigningu

Veðurstofan spáir skýjuðu veðri í dag en að verði úrkomulaust að kalla. Austantil má reikna með bjartviðri. Hiti verður á bilinu sex til þrettán stig í dag og hlýjast fyrir norðan.

Veður
Fréttamynd

Út­lit fyrir þokka­legt veður

Útlit er fyrir þokkalegt veður á landinu í dag, fremur hægan vind og skúraleiðingar á Suður- og Vesturlandi. Þurrt að mestu og víða bjartviðri norðan- og austanlands, en líkur á þokuslæðingi úti við sjóinn.

Veður
Fréttamynd

Hæg­fara lægð yfir landinu

Víðáttumikil og hægfara lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu næstu daga. Í dag spáir veðurfræðingur sunnan- og suðaustanátt, yfirleitt 5-10 m/s. Skýjað og væta öðru hverju sunnan- og vestanlands, en bjart á norðaustanverðu landinu.

Veður
Fréttamynd

Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt og björtu veðri um mest allt land. Við suðurströndina má hins vegar búast við heldur hvassari austanátt, átta til þréttán metrum á sekúndu, og jafnvel skýjuðu veðri með dálítilli vætu af og til.

Veður
Fréttamynd

Víða bjart yfir landinu í dag

Í dag má búast við hægum vindum og verður víða bjart yfir landinu. Allmikil hæð er yfir landinu en bætir svo í vind syðst á landinu. Suðasutlæg átt gæti borið með sér súldarbakka við suður- og vesturströndina í dag.

Veður