Lögreglumál

Fréttamynd

Bíða krufningar til að varpa ljósi á at­burða­rásina

Sambýlisfólk á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Lögreglustjórinn segir krufningu geta leitt í ljós hvort eitthvað saknæmt átti sér stað, og hvenær fólkið lést.

Innlent
Fréttamynd

Héraðs­dómur ruddur vegna fjölskyldutengsla og fyrri starfa dómara

Landsréttur hefur rutt allan Héraðsdóm Reykjavíkur í máli Örnu McClure, yfirlögfræðings Samherja. Hún krefst þess að rannsókn Héraðssaksóknara á Samherjamálinu svokallaða verði felld niður hvað hana varðar. Hún hefur verið með réttarstöðu sakbornings í tæp fjögur ár.

Innlent
Fréttamynd

Á­fengi og fíkni­efni mældust í stýri­manninum

Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja.

Innlent
Fréttamynd

Voru látin í ein­hvern tíma áður en lög­regla fór inn

Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur.

Innlent
Fréttamynd

Á­standið í Hafnar­firði geti haft lang­varandi á­hrif á börn

Á mánaðartímabili hafa komið upp fjögur tilvik þar sem veist er að eða setið um börn í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir þetta ástand geta haft mjög alvarleg áhrif á börnin. Þau geti alið með sér ótta, kvíða eða þunglyndi. Tilvikin eru enn til rannsóknar hjá lögreglu sem er með aukið eftirlit í hverfinu með foreldrum.

Innlent
Fréttamynd

Tvö látin en ekkert bendi til saknæms at­burðar

Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla rann­sakar and­lát í Bolungar­vík

Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Ung­menni kveiktu í skóla­bókum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um ungmenni að kveikja eld í Hlíðahverfi í Reykjavík í dag. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að krakkarnir hefðu verið að kveikja í skólabókunum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Einn til við­bótar í gæslu­varð­hald en öðrum sleppt

Einn maður til viðbótar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Öðrum einstaklingi hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi en hefur áfram stöðu sakbornings í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Aðal­með­ferð í Bátavogsmálinu fer fram í sumar

Aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september í september, fer fram 26. til 28. júní. Dagbjört neitar sök í málinu en á meðal rannsóknargagna eru tveggja tíma mynd- og hljóðupptökur sem lögregla segir sýna hana pynta þann látna.

Innlent
Fréttamynd

Tón­leikum Nicki Minaj af­lýst vegna fíkniefnahandtöku

Tilætluðum tónleikum rappstjörnunnar Nicki Minaj í Manchester í gær var aflýst vegna óvæntrar handtöku stjörnunnar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Hún var handtekin vegna gruns um að vera með fíkniefni undir höndum og var á endanum sektuð og sleppt lausri.

Tónlist
Fréttamynd

Lög­reglan náði lausum grís

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um að grís eða lítið svín sem virðist hafa sloppið og hafnað í bakgarði í Kjarnagötu á Akureyri. Ekki liggur fyrir hver eigandi gríssins er eða þá hvernig grísnum tókst að sleppa.

Innlent
Fréttamynd

Veita við­tal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra

Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi.

Innlent
Fréttamynd

Niður­skurður skerðir þjónustu og ógnar öryggi

Formaður Landssambands lögreglumanna segir frekar þörf á auknum fjárveitingum en niðurskurði. Niðurskurður muni koma niður á öryggi borgara þar sem forsvarsmenn lögreglunnar hafi þegar gripið til sparnaðar víða um land.

Innlent
Fréttamynd

Undir á­hrifum og með eftir­líkingu af skot­vopni

Tveir menn undir áhrifum fíkniefna og með eftirlíkingu af skotvopni með sér voru handteknir nærri Klambratúni í dag. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan sex í dag tilkynning um vopnaðan mann í miðbænum og var viðbúnaður lögreglunnar umfangsmikill.

Innlent
Fréttamynd

Sleppt úr haldi lög­reglu

Einum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Atburðarásin er að skýrast að sögn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Telja að Qu­ang gæti spillt rann­sókninni gangi hann laus

Quang Lé og tveir sem grunaðir eru um mansal munu þurfa að sæta gæsluvarðhaldi lengur en lög kveða almennt á um. Lögreglufulltrúi segir að umfang málsins kalli á lengra varðhald svo rannsóknarhagsmunum verði ekki spillt áður en ákæra er gefin út.

Innlent
Fréttamynd

Veittist að fólki með hníf í mið­borginni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um mann sem var að veitast að fólki með hníf í miðborg Reykjarvíkur. Við rannsókn á málinu reyndist enginn alvarlega slasaður.

Innlent