Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Fjórir erlendir ríkisborgarar hafa verið handteknir vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings í tveimur aðskildum málum í tengslum við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Það tók tollgæslu marga klukkutíma að finna efnin sem voru kyrfilega falin í bílum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að samfélagið verði að staldra við og spyrja sig af hverju eftirspurnin eftir fíkniefnum sé svona mikil. Innlent 3.12.2025 19:10
Banaslys á Fjarðarheiði Farþegi í annarri tveggja bifreiða sem rákust saman á Fjarðarheiði í dag er látinn. Innlent 3.12.2025 18:42
Lýsa eftir átján ára Gauta Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir Gauta Einarssyni, sem er átján ára gamall. Síðast er vitað af honum í Skipalóni í Hafnarfirði um klukkan hálf fjögur í dag. Innlent 3.12.2025 17:46
Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Erlendur karlmaður með engin tengsl við landið hefur verið dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn tæplega 1,9 kíló af kókaíni í september síðastliðnum. Talið var ljóst að maðurinn væri ekki skipuleggjandi innflutningsins. Innlent 2. desember 2025 15:43
Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns um fertugt, sem fannst látinn í heimahúsi í Kópavogi á sunnudagsmorgun, miðar ágætlega. Enn liggur ekki fyrir með hvaða hætti andlát mannsins bar að, en vinnu tæknideildar lögreglu í málinu er ekki lokið. Sömuleiðis er beðið niðurstöðu krufningar. Innlent 2. desember 2025 13:40
Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Alvarlegt umferðarslys var á Suðurstandarvegi, rétt austan afleggjarans við Vigdísarvelli, í morgun. Tveir eru alverlega slasaðir og standa aðgerðir yfir á vettvangi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við sjúkrabíl til að koma hinum slösuðu eins fljótt og hægt er á Landspítalann. Innlent 2. desember 2025 09:10
Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt tvö einstaklinga, sem brutu sér leið inn í íbúð í miðborginni og komu sér þar fyrir. Þá eru tveir aðrir grunaðir um líkamsárás í miðbænum en það mál er í rannsókn. Innlent 2. desember 2025 06:22
Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Íslenskur karlmaður um tvítugt var handtekinn á aðfaranótt laugardags í Horsens í Danmörku eftir að hann gekk berserksgang í miðbænum. Maðurinn reyndi meðal annars að bíta lögregluþjón. Innlent 1. desember 2025 11:13
Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Hrannar Markússon var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar. Annars vegar fyrir þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr á árinu og hins vegar Hamraborgarmálið svokallaða. Þá er Hrannar jafnframt sviptur ökuréttindum og til greiðslu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Þá hlaut kona sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna aðildar að hraðbankaþjófnaðinum. Innlent 1. desember 2025 10:44
Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Maðurinn sem fannst látinn í heimahúsi á Kársnesi í Kópavogi í gærmorgun var um fertugt. Ekki er ljóst með hvaða hætti andlátið bar að, en rannsókn málsins er í fullum gangi. Innlent 1. desember 2025 10:05
Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Tveir erlendir karlmenn, Gary McMeechan og Christopher Denis Riordan, voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Innlent 1. desember 2025 06:31
Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra einstaklinga í gærkvöldi eða nótt sem grunaðir eru um að hafa verið ólöglega hér á landi. Voru þeir vistaðir í fangageymslum. Innlent 1. desember 2025 06:19
Rannsaka mannslát í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mannslát í Kópavogi. Andlátið átti sér stað í þriggja íbúða fjölbýlishúsi á Kársnesi. Innlent 30. nóvember 2025 21:20
Réðst á annan með skóflu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila sem réðst á annan með skóflu. Fórnarlambið var með blæðandi sár á höfði er lögreglu bar að garði. Ástand hans liggur ekki fyrir. Innlent 30. nóvember 2025 17:01
Harður árekstur á Suðurlandi Harður árekstur varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar. Lokað var fyrir umferð á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig en nú hefur verið opnað aftur. Innlent 30. nóvember 2025 15:58
Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Hrannar Markússon, maður á fimmtugsaldri sem játað hefur aðild að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar, er grunaður um mikinn fjölda afbrota milli þessara tveggja þjófnaða. Innlent 30. nóvember 2025 14:48
Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Óskað var eftir aðstoð lögreglu í tvígang í gærkvöld og nótt vegna vandræðagangs á hótelum í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 30. nóvember 2025 07:30
Brotist inn hjá Viðeyjarferju Brotist var inn í afgreiðsluna við Viðeyjarferju í dag. Í dagbók lögreglunnar kemur ekki fram hvort eitthvað hafi verið numið á brott eða hvort skemmdir séu á húsnæðinu. Innlent 29. nóvember 2025 19:47
Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Tveir menn eru grunaðir um að hafa farið inn í bíl ókunnugs manns, taka hann hálstaki og hóta með hníf til þess að fá hann til að opna skott bílsins, en þaðan eru tvímenningarnir grunaðir um að hafa stolið miklu magni áfengis. Innlent 29. nóvember 2025 14:23
Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Einu ári eftir að sjö ára sonur Katrínar Kristjönu Hjartardóttur varð fyrir árás á skólalóð Smáraskóla hefur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að falla frá saksókn á málinu. Katrín segir niðurstöðuna hafa verið eins og að fá „blauta tusku í andlitið“ og lýsir djúpstæðu öryggisleysi, bæði sem móðir og samfélagsþegn. Innlent 29. nóvember 2025 08:01
Lögreglan leysti mann úr prísund af salerni mathallar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi vegna þess að maður sat fastur inni á salernisaðstöðu mathallar. Læsingin að salerninu hafði eyðilagst og var því föst í lás. Innlent 29. nóvember 2025 07:30
Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst ábending í gærkvöldi eða nótt um bifreið sem ekið var um með konu á vélarhlífinni. Lögregla fór á vettvang og handtók konuna í tengslum við annað mál. Innlent 28. nóvember 2025 06:32
Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Lögregla hefur endurheimt varning að andvirði 3,2 milljóna króna sem tekinn var ófrjálsri hendi úr ljósmyndaverslun í sumar. Eiganda er létt og kann naflausum hvíslara og lögreglu miklar þakkir. Innlent 27. nóvember 2025 22:06
Farbannið framlengt Farbann konu, sem grunuð er um að myrða eiginmann sinn og dóttur á Edition-hótelinu í sumar, hefur verið framlengt til 27. febrúar næstkomandi. Innlent 27. nóvember 2025 17:56