Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Þrír menn voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í dag og vistaðir í fangageymslu vegna hótana og vopnalagabrota, að sögn lögreglu. Innlent 6.12.2025 17:59
Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Karlmaður um þrítugt var handtekinn fyrr í vikunni í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti í Kópavogi um síðustu helgi. Innlent 6.12.2025 15:08
Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna. Innlent 5.12.2025 19:00
Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Enn er unnið á rannsókn á vettvangi efir árekstur tveggja bíla á Fjarðarheiði öðrum tímanum í dag. Einn er talinn alvarlega slasaður en átta voru í bílunum tveimur. Innlent 3. desember 2025 16:39
Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Vegurinn um Fjarðarheiði er lokaður sem stendur vegna umferðarslyss. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður á meðan viðbragðsaðilar sinna störfum á vettvangi. Slysið varð við árekstur tveggja bifreiða, nokkrir farþegar auk ökumanna voru í bílunum en ekki liggur fyrir hve margir eru slasaðir né hvort um alvarleg slys sé að ræða. Innlent 3. desember 2025 15:06
Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Tvö umfangsmikil fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi vegna málanna. Innlent 3. desember 2025 13:48
Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Tveir rúmlega tvítugir karlmenn hafa verið dæmdir að mestu í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í hótunum og rænt ungmenni í Hafnarfirði í fyrrasumar. Fleiri mál þeim tengd eru til meðferðar í kerfinu sem tengjast líkamsárásum, skemmdarverkum og fleira. Unglingsdrengir sem voru rændir lýstu því að hafa verið mjög hræddir og óttast um líf sitt þegar grímuklæddir „arabalegir“ menn veittust að þeim. Innlent 3. desember 2025 11:40
Handteknir við að sýsla með þýfi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst beiðni um aðstoð í gærkvöldi eða nótt þar sem greint var frá því að einstaklingar væru að sýsla með þýfi í íbúð í fjölbýlishúsi. Tveir voru handteknir á vettvangi og vistaðir í fangageymslum, grunaðir um þjófnað. Innlent 3. desember 2025 06:23
Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Lögmaður sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 2. desember 2025 17:57
Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Ökumaður og farþegi bíls sem slösuðust í bílveltu á Suðurstrandarvegi í morgun liggja á gjörgæsludeild Landspítalans en eru með meðvitund. Innlent 2. desember 2025 15:58
Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Erlendur karlmaður með engin tengsl við landið hefur verið dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn tæplega 1,9 kíló af kókaíni í september síðastliðnum. Talið var ljóst að maðurinn væri ekki skipuleggjandi innflutningsins. Innlent 2. desember 2025 15:43
Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns um fertugt, sem fannst látinn í heimahúsi í Kópavogi á sunnudagsmorgun, miðar ágætlega. Enn liggur ekki fyrir með hvaða hætti andlát mannsins bar að, en vinnu tæknideildar lögreglu í málinu er ekki lokið. Sömuleiðis er beðið niðurstöðu krufningar. Innlent 2. desember 2025 13:40
Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Alvarlegt umferðarslys var á Suðurstandarvegi, rétt austan afleggjarans við Vigdísarvelli, í morgun. Tveir eru alverlega slasaðir og standa aðgerðir yfir á vettvangi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við sjúkrabíl til að koma hinum slösuðu eins fljótt og hægt er á Landspítalann. Innlent 2. desember 2025 09:10
Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt tvö einstaklinga, sem brutu sér leið inn í íbúð í miðborginni og komu sér þar fyrir. Þá eru tveir aðrir grunaðir um líkamsárás í miðbænum en það mál er í rannsókn. Innlent 2. desember 2025 06:22
Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Íslenskur karlmaður um tvítugt var handtekinn á aðfaranótt laugardags í Horsens í Danmörku eftir að hann gekk berserksgang í miðbænum. Maðurinn reyndi meðal annars að bíta lögregluþjón. Innlent 1. desember 2025 11:13
Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Hrannar Markússon var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar. Annars vegar fyrir þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr á árinu og hins vegar Hamraborgarmálið svokallaða. Þá er Hrannar jafnframt sviptur ökuréttindum og til greiðslu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Þá hlaut kona sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna aðildar að hraðbankaþjófnaðinum. Innlent 1. desember 2025 10:44
Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Maðurinn sem fannst látinn í heimahúsi á Kársnesi í Kópavogi í gærmorgun var um fertugt. Ekki er ljóst með hvaða hætti andlátið bar að, en rannsókn málsins er í fullum gangi. Innlent 1. desember 2025 10:05
Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Tveir erlendir karlmenn, Gary McMeechan og Christopher Denis Riordan, voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Innlent 1. desember 2025 06:31
Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra einstaklinga í gærkvöldi eða nótt sem grunaðir eru um að hafa verið ólöglega hér á landi. Voru þeir vistaðir í fangageymslum. Innlent 1. desember 2025 06:19
Rannsaka mannslát í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mannslát í Kópavogi. Andlátið átti sér stað í þriggja íbúða fjölbýlishúsi á Kársnesi. Innlent 30. nóvember 2025 21:20
Réðst á annan með skóflu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila sem réðst á annan með skóflu. Fórnarlambið var með blæðandi sár á höfði er lögreglu bar að garði. Ástand hans liggur ekki fyrir. Innlent 30. nóvember 2025 17:01
Harður árekstur á Suðurlandi Harður árekstur varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar. Lokað var fyrir umferð á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig en nú hefur verið opnað aftur. Innlent 30. nóvember 2025 15:58
Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Hrannar Markússon, maður á fimmtugsaldri sem játað hefur aðild að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar, er grunaður um mikinn fjölda afbrota milli þessara tveggja þjófnaða. Innlent 30. nóvember 2025 14:48