Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Argentínska landsliðið hefur verið á mikilli sigurgöngu síðustu ár en fær kannski of mikið lof að mati manns sem þekkir það að vera hetja argentínsku þjóðarinnar. Fótbolti 22.11.2025 22:33
Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fögnuður skoskra stuðningsmanna eftir að skoska landsliðið tryggði sér sæti á HM í knattspyrnu í fyrsta skipti í 28 ár mældist á jarðskjálftamælum í Skotlandi. Fótbolti 22.11.2025 11:15
Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Haítí er á leiðinni á heimsmeistaramót í fótbolta í fyrsta sinn á næsta ári og knattspyrnusambandið þar í landi er nú þegar farið að gera tilraunir til að bæta í vopnabúrið. Enski boltinn 21.11.2025 18:19
Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Viku eftir að hafa skrifað pistil um að hann skuldaði Heimi Hallgrímssyni afsökunarbeiðni hefur kjaftagleiði Írinn Eamon Dunphy nú sagt að Heimir eigi ekkert hrós skilið fyrir að Írland hafi komist í HM-umspilið í fótbolta. Fótbolti 20. nóvember 2025 12:00
Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Haítí er komið í fyrsta sinn á heimsmeistaramót karla í meira en hálfa öld. Það gerði liðið þrátt fyrir mjög sérstaka þjálfun. Fótbolti 20. nóvember 2025 11:32
Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Tveir þjálfarar mæta til Guðmundar Benediktssonar og Hjálmars Arnar Jóhannssonar í Big Ben í kvöld. Fótbolti 20. nóvember 2025 10:33
Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Karíbahafseyjan Curacao sló HM-met Íslands í vikunni og er nú orðin minnsta þjóð sögunnar til að komast á heimsmeistaramót karla í fótbolta. Íslendingar höfðu átt metið síðan þeir komust á HM í Rússlandi 2018. En var Curacao að tryggja sér sæti á HM eða ætti Ísland að krefjast þess að árangur þeirra verði stjörnumerktur? Fótbolti 20. nóvember 2025 08:01
Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Heimir Hallgrímsson hefur á skömmum tíma í starfi sem landsliðsþjálfari Írlands upplifað bæði strembna og sigursæla tíma. Þegar illa gekk flugu fúkyrði um hann í fjölmiðlum og kaldhæðin skot er beindust að menntun hans grasseruðu, væntanlega í þeim tilgangi að gera lítið úr honum sem landsliðsþjálfara. Fótbolti 20. nóvember 2025 07:30
Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fáir Svíar hugsa hlýtt til Jons Dahl Tomasson eftir afleitt gengi fótboltalandsliðsins undir hans stjórn. Samfélagsmiðlastjarna ákvað hins vegar að heiðra þennan „hataðasta mann Svíþjóðar“ eins og hún orðaði það. Fótbolti 20. nóvember 2025 07:10
Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Eins og ætla mátti var Craig Bellamy, þjálfari velska karlalandsliðsins í fótbolta, afar sáttur með sína menn eftir stórsigurinn á Norður-Makedóníu, 7-1, í undankeppni HM í gær. Fótbolti 19. nóvember 2025 18:32
Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Hinn 42 ára gamli Craig Gordon man tímana tvenna með skoska landsliðinu og varð í gærkvöldi elsti leikmaðurinn til að spila í undankeppni HM. Fótbolti 19. nóvember 2025 17:24
„Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Heimir Hallgrímsson segir undanfarna daga hafa verið eina gleðisprengju, töfrum líkastir og samgleðst hann með írsku þjóðinni eftir að Írland tryggði sér sæti í umspili fyrir HM í fótbotlta. Á svona dögum gleymast erfiðu dagarnir sem höfðu á undan gert vart um sig þegar ekki gekk eins vel. Fótbolti 19. nóvember 2025 15:05
Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Danir misstu HM-sætið frá sér á síðustu stundu í Skotlandi í gærkvöldi og þurfa því að fara í umspil um laus sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Fótbolti 19. nóvember 2025 13:02
Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Norðmenn eru komnir inn á heimsmeistaramótið í fótbolta í fyrsta sinn á þessari öld og í fyrsta sinn í meira en aldarfjórðung. Það eru hins vegar margir sannfærðir um að Norðmenn skapi þar usla og geti því farið langt á HM næsta sumar. Fótbolti 19. nóvember 2025 11:03
Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Á meðan Heimir Hallgrímsson er að upplifa frábæra tíma með írska landsliðinu er ekki hægt að segja það sama um hans gömlu lærisveina í jamaíska landsliðinu og hvað þá með eftirmann hans. Fótbolti 19. nóvember 2025 10:31
Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Tékkar eru á leiðinni í umspil um sæti á heimsmeistaramótinu en það er ekki mikil gleði og frekar súr stemmning í kringum liðið þrátt fyrir að HM-draumurinn lifi enn. Fótbolti 19. nóvember 2025 10:02
Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Heimir Hallgrímsson, þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta, var mættur í Bítið á Bylgjunni í morgun og veitti þar sitt fyrsta viðtal á Íslandi eftir magnaðan árangur írska landsliðsins undir hans stjórn. Fótbolti 19. nóvember 2025 09:28
Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er einn þeirra sem fóru að leita skýringa eftir tap íslenska karlalandsliðsins á móti Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti í umspili um laus sæti á HM. Fótbolti 19. nóvember 2025 09:00
Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Curacao varð í nótt fámennasta þjóð sögunnar til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu eftir að hafa náð 0-0 jafntefli gegn Jamaíka á lokadegi undankeppni Norður- og Mið-Ameríku, CONCACAF. Fótbolti 19. nóvember 2025 06:19
Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Andy Robertson, fyrirliði skoska fótboltalandsliðsins, var skiljanlega í skýjunum eftir að Skotland tryggði sér sæti á HM í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár. Diogo Jota heitinn, sem var samherji Robertsons hjá Liverpool, var honum ofarlega í huga í allan dag. Fótbolti 18. nóvember 2025 22:37
Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Evrópumeistarar Spánar, Sviss, Austurríki, Belgía og Skotland tryggðu sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta á næsta ári. Fótbolti 18. nóvember 2025 22:02
Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Skotland tryggði sér sæti á HM í fyrsta sinn síðan 1998 með 4-2 sigri á Danmörku í úrslitaleik um toppsætið í C-riðli undankeppninnar á Hampden Park í kvöld. Skotar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins í uppbótartíma. Fótbolti 18. nóvember 2025 21:49
Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Stórleikur kvöldsins fer fram á Hampden Park í Glasgow þar sem Skotar og Danir spila hreinan úrslitaleik um sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Fótbolti 18. nóvember 2025 16:30
Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Brot úr ræðu landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar, eftir tapið erfiða gegn Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta á dögunum þar sem að HM draumurinn varð að engu, má sjá í leikdags myndbandi sem birt hefur verið á samfélagsmiðlareikningi KSÍ. Fótbolti 18. nóvember 2025 15:01
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti