Pepsi Max-deild karla

„Var orðinn hræddur um að markið myndi ekki koma“
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var létt þegar Atli Sigurjónsson skoraði jöfnunarmark KR-inga á 90. mínútu í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í kvöld en stuttu áður hafði Theodór Elmar brennt af vítaspyrnu.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal
Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu.

Umfjöllun: Breiðablik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut
Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-KR 1-1 | Atli náði að næla í stig fyrir KR gegn Stjörnunni
Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld.

Andri Rúnar: Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum
Andri Rúnar Bjarnason, framherji ÍBV, var svekktur að hafa ekki fengið stigin þrjú út úr leiknum sem ÍBV spilaði í kvöld við Fram á nýjum heimavelli þeirra í Úlfarsárdal. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli, en Andri gerði sjálfur tvö mörk fyrir ÍBV.

Nýtt Framlag Hreims fyrir fyrsta leikinn í efstu deild í Grafarholti
Í kvöld verður í fyrsta sinn spilaður leikur í efstu deild í boltaíþrótt í Grafarholti þegar þar mætast Fram og ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta.

„Kom ekkert annað til greina, þetta skiptir svo miklu máli“
Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, er gríðarlega ánægður með nýja aðstöðu KA á Akureyri. Þó enn sé nokkuð í land að félagið verði með aðstöðu sem jafnist á við þær bestu hér á landi er um að ræða skref í rétta átt. Arnar lagði sjálfur hönd á plóg.

KV kveður Sigurvin sem verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára hjá FH
Sigurvin Ólafsson mun hætta sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla í fótbolta og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarþjálfara FH sem leikur í sömu deild og KR.

Eiður Smári nýr þjálfari FH
Eiður Smári Guðjohnsen hefur samið við FH um að taka við þjálfun liðsins. Þetta er í annað sinn sem Eiður kemur að þjálfun liðsins en samningur hans gildir út tímabilið 2024.

Eru Eiður Smári og Sigurvin Ólafsson að taka við FH?
Heimildir Vísis herma að Eiður Smári Guðjohnsen muni taka við þjálfarastöðunni hjá FH eftir að Ólafur Jóhannesson lét af störfum í síðustu viku. Honum til aðstoðar verður Sigurvin Ólafsson.

Hannes Þór semur við Íslandsmeistarana
Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur tekið fram hanskana að nýju og er genginn til liðs við Íslandsmeistara Víkings.

Stúkan um brottrekstur Óla Jóh: „Verið kornið sem fyllti mælinn“
Ólafi Jóhannessyni var sagt upp störfum sem þjálfara FH í Bestu deild karla í fótbolta eftir 2-2 jafntefli við Leikni Reykjavík í Bestu deild karla í gærkvöld. Farið var yfir brottreksturinn í Stúkunni.

Umfjöllun og viðtöl: Valur-Breiðablik 3-2 | Valsmenn fyrstir til að vinna Blika
Valsmenn urðu í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af Breiðablik er liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Hlíðarenda í 9. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Patrick Pedersen tryggði Valsmönnum stigin þrjú með marki í uppbótartíma.

Óskar Hrafn: Ekkert grín að koma Valsmönnum í kaðlana
Þjálfari Breiðabliks, Óskar Hrafn Þorvaldsson, var að sjálfsögðu ekki ánægður með úrslitin en hann var ánægður með frammistöðuna og var á því að hann væri ekki í þessu til að finna sökudólga. Hans menn töpuðu í fyrsta sinn í sumar fyrir Val 3-2 en úrslitin réðust í uppbótatíma. Blikar lentu 2-0 undir en unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu metin í 2-2.

Ólafur Jóhannesson rekinn frá FH
Ólafi Jóhannessyni hefur verið sagt upp störfum sem aðalþjálfari FH eftir að liðinu mistókst að vinna enn einn leikinn í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: FH-Leiknir R. 2-2 | Leiknismenn stálu stigi
FH og Leiknir gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í Kaplakrika í 9. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Maciej Makuszewski reyndist hetja Leiknismanna þegar hann jafnaði metin fyrir gestina í uppbótartíma.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó
Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin.

Umfjöllun og viðtöl: KA-Fram 2-2 | KA-menn björguðu stigi í fyrsta leik á nýjum heimavelli
KA tók á móti Fram á nýjum heimavelli í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur 2-2 í leik þar sem gestirnir voru 0-2 yfir þar til rúmar tíu mínútur voru til leiksloka.

Sindri Kristinn: „Það er bara bannað og Villi veit það“
Sindri Kristinn Ólafsson átti fínan leik í marki Keflavíkur þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Hann var ekki sáttur með að annað mark Stjörnunnar í leiknum hafi fengið að standa.

„Vorum með yfirburði í seinni hálfleik“
„Það eru blendnar tilfinningar, vonbrigði að fara bara með eitt stig en samt mjög sáttur við frammistöðuna í seinni hálfleik,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 2-2 jafntefli á móti Fram á nýjum KA velli í kvöld.