Kvöldfréttir

Fréttamynd

Stórskemmtilegur innhringjandi og ó­hefð­bundin út­för

Fjölmörg samtök skora á dómsmálaráðherra að verja vændislöggjöfina og gagnrýna að konum sé refsað fyrir að auglýsa vændi. Í kvöldfréttum sjáum við nýjar tölur lögreglu um fjölda vændismála auk þess sem við ræðum við talskonu Stígamóta sem segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur.

Innlent
Fréttamynd

„Eins og líf skipti engu máli“

Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum á Sýn.

Innlent
Fréttamynd

Nem­endur ganga í skrokk á kennurum og kjara­deila enn í hnút

Skólastjóri í grunnskóla segir nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Dæmi séu um að þeir hafi þurft að leita læknisaðstoðar. Flugumferðastjórar leggja að óbreyttu niður störf í fimm klukkustundir í kvöld. Ríkissáttasemjari segir deiluna í hnút.

Innlent
Fréttamynd

Rýnt í á­hrif stóra vaxtamálsins

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var bankinn sýknaður af fjárkröfum stefnenda í málinu, þar sem vextir á láni þeirra sem sóttu málið hækkuðu minna en stýrivextir Seðlabankans. Fjallað verður um dóminn og rýnt í möguleg áhrif hans í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

Fékk sýn og vakti heims­at­hygli

Vopnahlé á Gaza tók gildi í hádeginu og tugþúsundir Palestínumanna héldu heim. Margra beið þó ekkert annað en húsarústir. Stærsta mannúðaraðgerð frá seinni heimstyrjöld er fram undan og í kvöldfréttum sjáum við myndir frá Gaza og ræðum við framkvæmdastjóra Rauða krossins.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­leg stund

Langþráð vopnahlé á Gaza er í augsýn en ísraelska ríkisstjórnin fundar nú um samkomulag sem samninganefndir þeirra og Hamas náðu í gærkvöldi. Í kvöldfréttum sjáum við sögulegar myndir frá fagnaðarlátum á Gaza og í Ísrael og ræðum við utanríkisráðherra Palestínu sem er staddur hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag

Tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal er í haldi Ísraelsmanna eftir að hafa verið handtekin í nótt um borð í skipi sem var á leið til Gaza með hjálpargögn. Við sjáum myndir frá handtökunni og mótmælum dagsins í kvöldfréttum og ræðum við móður hennar í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Þungt sím­tal bónda í Skaga­firði

Tvö ár eru í dag liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael sem markaði jafnframt upphaf hörmunganna á Gaza. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, mætir í myndver og rýnir í friðarviðræðurnar sem nú standa yfir.

Innlent
Fréttamynd

Risaskuld, nýr flokkur og á­heyrnar­prufur hunda

Flugfélagið Play átti að greiða rúman milljarð í losunarheimildir daginn eftir að félagið varð gjaldþrota í síðustu viku. Upphæðin nemur um helmingi alls þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútgáfu flugfélagsins í ágúst. Við förum yfir málið í kvöldfréttum og kíkjum á fund þeirra sem tóku þátt í fjármögnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Segja Rússa heyja stríð við Vestur­lönd og síðustu ævidagarnir á Grund

Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar og óvelkomin drónaumferð heldur áfram í Evrópu. Þjóðaröryggisráð Íslands fundaði í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kemur í myndver og ræðir fjölþáttaógnir og drónavarnir, sem voru í brennidepli á fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Fall Play frá öllum hliðum

Flugfélagið Play er gjaldþrota og hætti starfsemi í morgun. Fjögur hundruð manns misstu vinnuna og þúsundir ferðamanna hafa verið strandaglópar í dag. Forstjóri félagsins telur óvægna umræðu og deilur við starfsfólk meðal þess sem varð félaginu af falli.

Innlent
Fréttamynd

Um­fangs­miklar á­rásir og símengað neyslu­vatn

Fjórir voru drepnir og fjölmargir særðust í umfangsmiklum loftárásum Rússa á Úkraínu. Viðkvæmur öryggisbúnaður í stærsta kjarnorkuveri landsins veldur áhyggjum, en það hefur verið ótengt rafmagni í fimm daga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Graf­alvar­leg staða í Dan­mörku, trampólínlægð og hundaflaut

Fleiri flugvöllum í Danmörku var lokað í gærkvöldi og í nótt vegna drónaumferðar. Dönsk stjórnvöld segja ástandið grafalvarlegt og lýsa atvikunum sem skipulagðri fjölþáttaárás. Í kvöldfréttum verðum við í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem ráðamenn funda nú um málið.

Innlent
Fréttamynd

Brennu­vargur gengur laus, stórfjölgun krabba­meina og í beinni frá Köben

Enn er ekki vitað hver stóð á bak við drónaflug við flugvelli í Kaupmannahöfn og Osló í gærkvöldi. Forsætisráðherra Danmerkur útilokar ekki Rússa og lýsir atvikinu sem árás á innviði landsins. Utanríkisráðherra Íslands útilokar ekki að kalla þjóðaröryggisráð saman vegna málsins. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn í kvöldfréttum.

Innlent