Stjörnulífið

Stjörnulífið

Fréttir af því helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Fréttamynd

Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar

Liðin vika var umvafin sól og sælu. Íslendingar nutu veðurblíðunnar um helgina og birtu myndir af sér ýmist á hlaupum, í miðborginni eða í sólbaði með svalandi drykk á sundfötunum. Eurovision setti sinn svip á vikuna þar sem Væb-bræður kepptu fyrir Íslands hönd og stóðu sig með prýði.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn

Liðin vika var lífleg og viðburðarík hjá stjörnum landsins þar sem skemmtanalífið var með líflegasta móti. Mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og voru Íslendingar duglegir að senda kveðjur á mæður sínar. Þá stóð Bakgarðshlaupið yfir um helgina en því lauk í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Drottningar á Bessa­stöðum

Maímánuður er genginn í garð með tilheyrandi gleði og hækkandi sól. Stjörnur landsins skinu skært í vikunni, hvort sem það var í boði á Bessastöðum, á auglýsingaskiltum erlendis eða á hlaupum í utanvegahlaupinu Puffin Run í Vestmannaeyjum. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Árs­há­tíðir, stór­af­mæli og Peaky Blinders

Liðin vika var umvafin veisluhöldum, sólríkum ferðalögum og öðrum herlegheitum hjá stjörnum landsins. Tónlistarmaðurinn Aron Can hljóp maraþon í Los Angeles á meðan Valdimar Guðmundsson naut sólarinnar á Tenerife. Aðrir klæddu sig í sitt fínasta og slettu úr klaufunum á árshátíðum stórfyrirtækja og við hátíðlega athöfn Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa

Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá íslensku stjörnunum. Skemmtanalífið var upp á sitt allra besta um helgina með fjöldanum öllum af árshátíðum og öðrum líflegum viðburðum. Þá voru myndir frá ferðalögum erlendis áberandi og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum inn áður en vorið bankar á dyrnar, hvort sem það er á suðrænum slóðum eða á skíðum.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Kær­leiks­ríkir menn á Bessa­stöðum

Marsmánuður er genginn í garð og veturinn mætti aftur með snjókomu, lægðum og öðru fjöri. Mánuðurinn virðist þó fara vel í stjörnur landsins sem hafa það huggulegt í hversdagsleikanum, baka bollur, fagna kærleikanum, í fríi erlendis og skella sér á skíði. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Skvísupartý, konu­dagurinn og Söngva­keppnin

Stjörnur landsins nutu þessarar síðustu helgi febrúarmánaðar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið. Konudagurinn, Söngvakeppnin og skvísupartý bar þar hæst. Íslendingar eru þó alltaf á faraldsfæti og var fólk ýmist að sleikja sólina erlendis eða á skíðum í ítölsku Ölpunum.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Fá­klædd í rauðri við­vörun

Listir og menning lífguðu upp á skammdegið yfir liðna helgi með vetrarhátíð og tilheyrandi fjöri. Stjörnur landsins nutu sín í botn hvort sem það var á djamminu, á fjarlægum slóðum eða í kósí þegar veðurviðvaranir, stormur og eldingar tóku yfir. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bónda­dagurinn

Stjörnur landsins nutu þessarar síðustu helgi janúarmánaðar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið. Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á bændur í lífi þeirra í tilefni dagsins. Þá slettu fjölmargir úr klaufunum á þorrablóti á meðan aðrir böðuðu sig í sólinni á erlendri grundu.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Ára­mót, kossaflens og þakk­látar stjörnur

Nýtt ár er gengið í garð 2025 og virðist það falla vel í kramið hjá stjörnum landsins ef marka má færslur þeirra á samfélagsmiðlum síðastliðna daga. Tímamótatilkynningar, heilsusamleg markmið og þakklætispistlar þar sem farið er yfir liðið ár eru áberandi ásamt fallegum myndum.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan

Hátíðarandinn svífur yfir landsmönnum og aðeins einn dagur til jóla. Stjörnur landsins eru sannarlega komnar í jólaskapið og voru duglegar að deila skemmtilegum augnablikum á samfélagsmiðlum yfir liðna viku.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma

Stjörnur landsins nutu lífsins í vikunni sem er að líða. Jólin nálgast og hitastigið er á leiðinni niður sem ýtti undir hátíðarstemninguna.Það var líka nóg um að vera. Aðventan í algleymingi og einir stærstu tónleikar landsins með strákunum í Iceguys. Þá naut fólk lífsins á ýmsa vegu í faðmi fjölskyldunnar og sumir klæddu sig í rautt.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Sjóð­heitar stjörnur í fimbul­kulda

Aðventan nálgast óðfluga og virðast stjörnur landsins margar hverjar komnar í jólagírinn. Það var mikið líf í höfuðborginni um helgina þar sem stórtónleikar, kosningapartý, glæpasagnahátíð, afmæli og almennt fjör stóð upp úr. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Ein­hver þarna uppi heldur með mér“

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Feðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á feður í lífi þeirra í tilefni dagsins. Tónleikahald var áberandi um helgina og má þar nefna tónleika Páls Óskar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Airwaves tónleika Emilíönu Torrini í Eldborgarsal Hörpu.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar

Hrekkjavökuteiti voru fyrirferðamikil hjá stjörnum landins í liðinni viku enda var hrekkjavakan haldin hátíðlega víðsvegar um heiminn síðastliðinn fimmtudag. Tónlistarkonan Salka Sól og félagar hennar héldu eitt flottasta hrekkjavökupartýið á laugardagskvöld þar sem stórstjörnur landsins komu saman. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka

Mikið var um veisluhöld um helgina þar sem árshátíðir fyrirtækja og hrekkjavökuteiti voru áberandi á samfélagsmiðlum. Stjörnur landsins tóku forskot á sæluna og klæddu sig upp sem Hollywood-stjörnur. Helgi Ómars skellti sér í jógakennaranám á meðan Elísabet Gunnars eyddi vetrarfríinu með börnunum í Vestmannaeyjum.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Ástin, af­mæli og stórir draumar

Síðastliðin vika var viðburðarík að vanda hjá samfélagsmiðlastjörnum landsins. Árshátíðir fyrirtækja, afmæli, tónleikar og kvennakvöld íþróttafélaga voru áberandi um helgina. Þá voru myndir frá ferðalögum erlendis áberandi og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum fyrir veturinn.

Lífið