Mál Jeffrey Epstein

Fréttamynd

Málið sem Trump getur ekki losað sig við

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans í Hvíta húsinu eru sagðir hafa vonast til þess að geta losnað við vandræðin sem fylgt hafa máli Jeffreys Epstein í vikunni. Það átti að gerast með opinberun Epstein-skjalanna svokölluðu sem dómsmálaráðuneytið átti að birta í heilu lagi á föstudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Sex­tán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur

Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur.

Erlent
Fréttamynd

Ljós­myndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump

Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna.

Erlent
Fréttamynd

Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið.

Erlent
Fréttamynd

Epstein-skjölin birt

Epstein-skjölin hafa verið birt á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Birting skjalanna hafa valdið miklum usla vestanhafs en þau tengjast rannsóknum á barnaníðingnum Jeffrey Epstein.

Erlent
Fréttamynd

Auðgaðist ævin­týra­lega á svikum og prettum

Áður en Jeffrey Epstein var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna og ungra kvenna um árabil, hafði hann safnað umfangsmiklum auðæfum. Hvernig hann gerði það hefur aldrei verið ljóst en svo virðist sem hann hafi að mestu gert það með svikum og prettum.

Erlent
Fréttamynd

Rann­sókn á meintri gagna­öflun um Giuffre felld niður

Fullyrðingar um að Andrew Mountbatten-Windsor fyrrverandi Bretaprins hafi beðið lögreglumann, sem sinnti fyrir hann lífvörslu, um upplýsingar um konu sem sakaði hann um kynferðisofbeldi verða ekki rannsakaðar frekar af lögreglunni í Lundúnum. 

Erlent
Fréttamynd

Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum

Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt nítján nýjar myndir úr dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Á myndunum eru nokkrir auðugir, þekktir og áhrifamiklir menn eins og Donald Trump, Bill Clinton, Bill Gates, Richard Branson, Woody Allen og Steve Bannon.

Erlent
Fréttamynd

Heimila nú birtingu gagna úr rann­sókn á Epstein

Bandarískur alríkisdómari hefur heimilað dómsmálaráðuneytinu að opinbera gögn frá störfum ákærudómstóls sem skoðaði vísbendingar og sönnunargögn gegn barnaníðingnum Jeffrey Epstein árið 2019. Í gær komst annar dómari að sambærilegri niðurstöðu um gögn úr rannsókn gegn Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Epsteins.

Erlent
Fréttamynd

Heimilar birtingu gagna úr rann­sókn á Maxwell

Bandarískur alríkisdómari heimilaði í dag dómsmálaráðuneytinu að opinbera gögn úr rannsókn ákærudómstóls sem beindust að Ghislaine Maxwell. Ákvörðunin gæti leitt til birtingar mikils magns áður óséðra gagna í Epstein-málinu.

Erlent
Fréttamynd

Kallar Greene heimskan svikara

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins

Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu í kvöld myndir og myndbönd frá einkeyju barnaníðingsins heitna, Jeffreys Epstein. Hluti myndefnisins hefur aldrei sést áður.

Erlent
Fréttamynd

Trump stað­festir Epstein-lögin

Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í nótt undir frumvarp sem kveður á um að stjórnvöld geri öll skjöl varðandi kynferðisglæpamanninn Jeffrey Epstein opinber og aðgengileg almenningi.

Erlent
Fréttamynd

Öldunga­deild sam­þykkir líka birtingu Epstein-skjalanna

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld frumvarp um að birta Epstein-skjölin eftir að allir þingmenn nema einn í fulltrúadeild samþykktu birtingu skjalanna. Enginn mótmæli í öldungadeild og fer frumvarpið nú til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til undirritunar. 

Erlent
Fréttamynd

Full­trúa­deild sam­þykkir að birta Epstein-skjölin

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta að dómsmálaráðuneytið birti Epstein-skjölin. Frumvarpið var samþykkt með 427 atkvæðum gegn einu atkvæði þingmannsins Clay Higgins, Pepúblikana frá Louisiana.

Erlent
Fréttamynd

Hvíta húsið hlutaðist til um rann­sókn á Tate-bræðrum

Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á.

Erlent
Fréttamynd

Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Ep­stein

Fyrrverandi rektor Harvard-háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ætla að draga sig í hlé á opinberum vettvangi eftir uppljóstranir um að hann hafi átt í vinasambandi við Jeffrey Epstein löngu eftir að sá síðarnefndi hlaut dóm sem kynferðisbrotamaður. Hann skammist sín ákaflega.

Erlent
Fréttamynd

Þekktir vísinda­menn lögðu lag sitt við Ep­stein

Ýmsir þekktir vísindamenn voru á meðal þeirra sem áttu í trúnaðarsamskiptum við Jeffrey Epstein, bandaríska kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn. Einn áhrifamesti málvísindamaður heims hélt samskiptum sínum við Epstein áfram jafnvel eftir að hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot.

Erlent
Fréttamynd

Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein.

Erlent
Fréttamynd

Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana

Marjorie Taylor Greene, sem var lengi einn helsti bandamaður og stuðningsmaður Donald Trump og MAGA-hreyfingarinnar, sagði í gær að einkarekið öryggisfyrirtæki hefði haft samband við sig „með viðvörunum um öryggi hennar“ eftir að Trump tilkynnti á föstudag að hann drægi til baka stuðning sinn við þingkonuna frá Georgíu.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka tengsl Ep­stein við Clin­ton

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti.

Erlent
Fréttamynd

„Ég er sá sem getur fellt hann“

Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Sagði Trump hafa varið klukku­stundum með fórnar­lambi sínu

Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins.

Erlent
Fréttamynd

Sögð ætla að leita á náðir Trumps

Ghislaine Maxwell ætlar að biðja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að milda dóm hennar og sleppa henni úr fangelsi. Að óbreyttu á hún að sitja inni til loka ársins 2037 en Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hafa sent Trump bréf og sagt honum að þetta standi til.

Erlent
Fréttamynd

Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni

Varnarmálaráðuneyti Breta vinnur að því að svipta Andrew Mountbatten Windsor síðustu hernaðartign sinni. Andrew, sem var áður þekktur sem Andrés prins, var sviptur prins-titli sínum fyrr í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Demó­kratar vilja yfir­heyra Andrew

Fjórir Demókratar í rannsóknarnefnd á vegum bandaríska þingsins sem fer með rannsókn Epstein málsins, vilja fá að yfirheyra Andrew Mountbatten Windsor um tengsl hans við Epstein. Nefndinni er stýrt af Repúblikönum sem hafa ekki gefið upp hvort þeir taki undir kröfuna.

Erlent