Ástin og lífið

Fréttamynd

„Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“

Leikkonan Catherine Zeta-Jones og eiginmaður hennar, Michael Douglas leikari, fögnuðu tuttugu og fimm ára brúðkaupsafmæli sínu í gær. Jones birti fallegar myndir á Instagram-síðu sinni í tilefni dagsins.

Lífið
Fréttamynd

Sjö ár frá ör­laga­ríkum kossi á fullu tungli

Ása Ninna Pétursdóttir, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkona, og kærasti hennar, Árni Bragi Hjaltason, verkefnastjóri og plötusnúður, fögnuðu sjö ára sambandsafmæli sínu í gær. Fyrsti kossinn átti sér stað á skemmtistaðnum Prikinu undir fullu tungli.

Lífið
Fréttamynd

Ekki meira en bara vinir

Austin Butler, einn heitasti leikarinn í Hollywood, segist ekki eiga í ástarsambandi við fyrirsætuna og hlaðvarpsstýruna Emily Ratajkowski, þrátt fyrir ítrekaðar sögusagnir. Hann segir þau bara vini en Butler sjálfur sé þó að leita að ástinni.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er þér að kenna“

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lítið talað opinberlega um það hvernig síðustu dagar hennar í ríkisstjórn voru, hvernig samstarfsfólk hennar kom fram við hana, eða hvernig henni leið þegar hún var síðan ekki kosin forseti Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Síðasta púslið væntan­legt í maí

Sænska fyrirsætan og áhrifavaldurinn, Kenza Zouiton Subosi, og eiginmaður hennar Aleksandar Subosic, eiga von á sínu fjórða barni. Kenza segir draum þeirra hjóna um stóra fjölskyldu við það að rætast. Frá þessu greina þau á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

„Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“

Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Hróbjartur Örn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Ragn­heiður Guð­finna og Hjörtur að hittast

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, ráðgjafi í vinnusálfræði og fyrrum ungfrú Ísland, og Hjörtur Bergstað, formaður hestamannafélagsins Fáks og stjórnarformaður Málningar, hafa verið að hittast undanfarna mánuði. 

Lífið
Fréttamynd

Var ráðs­kona Kára Stefáns­sonar þegar ástin kviknaði

Eva Bryngeirsdóttir einkaþjálfari gekk í hjónaband með Kára Stefánssyni undir lok síðasta árs. Kára hitti hún fyrst fyrir áratug síðan í tengslum við rannsókn á sjúkdómi sem móðir hennar greindist með, en tíu árum síðar hafði hún aftur samband við Kára þegar hún var að byggja upp fyrirtæki sitt. Lýsti Kári þá yfir þörf sinni fyrir ráðskonu á heimilið og svo fór að Eva tók það að sér og eitt leiddi af öðru.

Lífið
Fréttamynd

Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauð­lenda

Á tímabili leit út fyrir að þyrlan sem bjargaði Eiríki Inga Jóhannssyni í fárviðri í Noregshafi árið 2012 næði ekki til lands og yrði að nauðlenda í hamfarasjó vegna eldsneytisskorts. Ófyrirséðar aðstæður höfðu komið upp – gríðarlegt sjórok og saltaustur urðu til þess að mjög hægðist á vélinni þannig að hún eyddi mun meira eldsneyti en reiknað hafði verið með. Þetta kemur fram í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - Ég er á lífi.

Lífið
Fréttamynd

„Fólk hló og grét til skiptis“

Við höfum sjaldan hlegið jafn mikið og erum við samt hláturmild að eðlisfari, segja hin nýgiftu Jóhann Jökull Sveinsson, skólastjóri skíða- og brettaskólans í Bláfjöllum, og Salný Björg Emilsdóttir, sjúkraliði og förðunarfræðingur. Þau giftu sig með pomp og prakt á dögunum þar sem gleðin var óumdeilanlega í fyrirrúmi.

Lífið
Fréttamynd

Tíu stellingar sem örva G-blettinn

Talið er að aðeins átján prósent kvenna fái fullnægingu við samfarir án örvunar á sníp. Með sjálfskoðun og markvissri örvun á G-blettinum má auka líkurnar á fullnægingu í gegnum leggöng, þar á meðal er hægt að prófa mismunandi kynlífsstellingar. 

Lífið
Fréttamynd

Á­föll og samskiptamynstur erfast milli kyn­slóða

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvers vegna þú bregst við á ákveðinn hátt í samskiptum? Af hverju verða sumir reiðir og fara í vörn, á meðan aðrir hörfa við ágreining? Með því að skilja eigin sögu og samskiptamynstur getum við séð hvaðan viðbrögðin koma og hvort þau séu hjálpleg í dag.

Lífið
Fréttamynd

„Get ekki hætt að hlusta og gráta“

Þrátt fyrir fjarlægðina lét tónlistarkonan Elín Ey ekki standa í vegi fyrir því að gleðja unnustu sína, listakonuna Írisi Tönju Flygenring, sem fagnaði 36 ára afmæli í gær. Í tilefni dagsins deildi Elín hjartnæmu myndskeiði á Instagram þar sem hún flytur lagið Tiny Dancer eftir Elton John.

Lífið
Fréttamynd

Slær á sögu­sagnirnar með lúmskum skila­boðum

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner slær á sögusagnir um að hún og leikarinn Timothée Chalamet hafi hætt saman. Orðrómarnir spruttu upp eftir að Chalamet mætti ekki í sjötugsafmæli móður Jenner, Kris Jenner, um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Ein besta knattspyrnukona landsins frá­tekin

Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur fundið ástina í örmum Ísaks Arnar Valdimarssonar. Þau hafa verið að hittast undanfarna mánuði og virðist ástin blómstra á milli þeirra. 

Lífið
Fréttamynd

Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“

Rúnar Hroði Geirmundsson einkaþjálfari og heimsmeistari í kraftlyftingum segist hafa skipt algjörlega um takt í lífinu. Hann segir að langlífi og heilbrigði hafi tekið við af öfgum sem tengdust kraftlyftingaferlinum.

Lífið
Fréttamynd

Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupa­skóna

„Það sem mér finnst frábært við hlaupin er að það geta allir sett sér sín persónulegu markmið og unnið sína persónulega sigra. Mér finnst það eitt það fallegasta við almenningshlaup þegar maður sér fólk vera að koma í mark sem algjöra, fullkomna sigurvegara eftir að hafa klárað tíu kílómetra hlaup á áttatíu mínútum eða eitthvað og maður sér stoltið og sigurinn lýsa úr augunum. Það er svo ógeðslega fallegt og frábært við þetta sport.“

Lífið
Fréttamynd

Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingi­björgu

Ari Edwald, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins eru nýtt par. Þau hafa sést saman undanfarna mánuði og virðist ástin blómstra á milli þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Kyn­þokka­fyllstu karl­menn landsins

Það er kominn tími til að hylla þá karlmenn sem bera hæstu einkunn í kynþokka. Kynþokki felst ekki einungis í útliti, heldur einnig í leiftrandi persónutöfrum, sjálfstrausti og einstakri nærveru sem vekur athygli.

Lífið
Fréttamynd

„Hann var bara draumur“

„Þetta var fyrsti vetrardagurinn og fyrsti snjórinn féll akkúrat um kvöldið sem var eitthvað svo töfrandi,“ segir Helga Karólína Karlsdóttir, mannauðsstjóri á Landspítalanum sem var giftast ástinni sinni Eini Tyrfingssyni í annað sinn.

Lífið
Fréttamynd

Ólöf mætti með Magnús upp á arminn

Ólöf Skaftadóttir, annar stjórnanda Komið gott, mætti með Magnús Ragnarsson, leikara og fyrrverandi sjónvarpsstjóra Símans, upp á arminn í brúðkaup í lok síðasta mánaðar.

Lífið