Ástin og lífið

Fréttamynd

Kveður fast­eignir fyrir kroppa

Árni Björn Kristjánsson, áhrifavaldur, hlaðvarpsstjórnandi og einkaþjálfari, hefur ákveðið að láta af störfum sem fasteignasali til að einbeita sér að þjálfun, bæði mark- og einkaþjálfun.

Lífið
Fréttamynd

Hafði leitað árangurs­laust að blóðföður sínum í ára­tugi

Eftir að Hulda Birna Hólmgeirsdóttir Blöndal hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi ákvað hún loks að útvíkka leitina og tilkynnti á Facebook í lok árs 2012 að hún ætlaði nú að reyna finna föður sinn í eitt skipti fyrir öll, orðin fárveik af nýrnasjúkdómi og þar með fór boltinn að rúlla.

Lífið
Fréttamynd

Chanel og Snorri eiga von á syni

Fjölmiðlakonan Chanel Björk Sturludóttir og Snorri Már Arnórsson eiga von á sínu fyrsta barni í apríl á næsta ári. Von er á strák.

Lífið
Fréttamynd

Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari

Verkaskipting sambúðarfólks er ansi hefðbundin litið til kynhlutverka samkvæmt nýrri skýrslu. Hins vegar er talsverður munur á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé skipt jafnt á milli þeirra og maka, á þann hátt að karlar telji sig taka meiri þátt í verkefnum kvennanna. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég er pínu meyr í dag“

Söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir og eiginmaður hennar, Sveinbjörn Enoksson, fögnuðu í gær 25 ára sambandsafmæli með því að hefja tónleikaferðalag í kringum landið. Guðrún skrifaði fallega færslu í tilefni tímamótanna.

Lífið
Fréttamynd

„Mig langar að elska þig alla daga, ævi­langt“

„Minn dásamlegi og fallegi eiginmaður á afmæli í dag – mig langar að elska þig alla daga, ævilangt. Lífið með þér er eitt stórt ævintýri þar sem hver og einn kafli er fullur af spennandi verkefnum, gleði, hlátri, óvæntum augnablikum og ómældri ást.“

Lífið
Fréttamynd

Siggi Ingvars og Alma Finn­boga fjölga sér

Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson er enn og aftur að verða afi og er mikið barnalán í kringum fjölskylduna. Sonur hans og sömuleiðis leikarinn Sigurður Ingvarsson og sambýliskona hans, viðskiptafræðingurinn Alma Finnbogadóttir, eiga von á barni.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lensk raunveruleikastjarna í Sví­þjóð: „Þetta var fokking erfitt, sér­stak­lega fyrir líkamann“

Ágúst Örn Helgason keppir í nýjustu seríu sænska Survivor. Tökurnar í Filippseyjum reyndu á líkamlega og horaðist Ágúst um tólf kíló. Pínan setti í samhengi hvað Ágúst elskar heitt unnustu sína, vinnu og heimili. Hann keppti fyrir tveimur árum í ástarþáttunum Married at First Sight og er því tvöföld raunveruleikastjarna í Svíþjóð.

Lífið
Fréttamynd

Ástin blómstrar hjá Arn­dísi Önnu og Lindu

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lögfræðingur, formaður Siðmenntar og fyrrum þingmaður Pírata hefur fundið ástina í örmum Lindu Þóreyjar Anderson, plötusnúðs og hljóðtæknis. 

Lífið
Fréttamynd

Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt

Ung kona ákvað eftir að hafa horft á þáttinn Blóðbönd á Sýn að gera tilraun til að finna bróður sinn sem hún hefur aldrei hitt. Hún segist óska þess að hafa nýtt tækifæri til þess á sínum tíma og að viðbrögðin við myndbandi sem hún birti á TikTok hafi verið mikil.

Innlent
Fréttamynd

Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu

Sjálfstæðiskonan og fyrrum ráðherran Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir átti 35 ára afmæli í gær og naut dagsins á fjarlægum slóðum. Skvísan er stödd í Kólumbíu þar sem hún fagnaði brúðkaupi vina sinna Davíðs Þorlákssonar og Daniels Barrios Castilla. 

Lífið
Fréttamynd

Er hægt að njóta kyn­lífs þrátt fyrir mikla áfallasögu?

Spurning frá þrítugri konu: „Ég las grein þína um ógleðistilfinningu eftir kynlíf og spyr því, er hægt að læra að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Ég varð fyrir miklu ofbeldi sem barn og hefur það haft þær afleiðingar að ég er stöðugt að þóknast öðrum. Nú á ég mann sem ég elska, hann er góður í rúminu og við eigum gott kynlíf en ég velti því fyrir mér hvernig ég geti orðið heil að þessu leyti?”

Lífið
Fréttamynd

„Lífið hefur ekkert alltaf verið auð­velt“

„Ég er alltaf hrædd um að missa fólkið mitt og þarf svona að hafa yfirsýn yfir allt, því ég hafði litla stjórn sem unglingur á lífinu mínu sem tók óvænta beygju alltof oft,“ segir Brynja Muditha Dan Gunnarsdóttir, athafnakona og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Lífið
Fréttamynd

„Ma & pa í apríl“

Hlaupaparið Birna María Másdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins Nóa Síríus, og Egill Örn Gunnarsson, vörumerkjastjóri bílaumboðsins Öskju, eiga von á sínu fyrsta barni í apríl næstkomandi. Parið deilir gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Bryn­dís Líf og Stefán eiga von á dreng

Fyrirsætan og áhrifavaldurinn Bryndís Líf Eiríksdóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Stefáni Jónssyni. Parið greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að þau eigi von á dreng í apríl næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Harbour og „Madeline“ sögð hafa endur­nýjað kynnin

Leikarinn David Harbour, sem skildi fyrr á árinu við popparann Lily Allen, er talinn hafa endurnýjað kynni sín við búningahönnuðinn Natalie Tippett sem hann hélt við meðan þau Allen voru enn gift. Allen samdi heila plötu um framhjáhaldið og lagið „Madeline“ um viðhaldið en Tippett hefur gengist við því að vera títtnefnd Madeline.

Lífið
Fréttamynd

Theo­dór Elmar og Pattra í sundur

Theodór Elmar Bjarnason, fyrrverandi fótboltamaður og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá KR, og Pattra Sriyanonge, tískubloggari og markaðsstjóri gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, eru hætt saman. Þau voru saman í sextán ár og eiga tvö börn saman.

Lífið
Fréttamynd

Simmi Vill í með­ferð

„Áfengi er hætt að vera gleðigjafi og ég hef notað það sem flóttaleið í stað þess að nálgast það af gleði og hvað þá hófsemi. Flóttaleiðirnar með áfengi hafa verið margvíslegar og engar af þeim leiðum hafa verið farsælar. Það hefur hvorki verið farsælt né heilsusamlegt, og því er þetta skref bæði rétt og tímabært.“

Lífið
Fréttamynd

Tók á móti dóttur sinni á bíla­planinu: „Allt er gott sem endar vel‘“

Handboltasérfræðingurinn og endurskoðandinn Theodór Ingi Pálmason, betur þekktur sem Teddi Ponza, og unnusta hans, Anna Guðný Sigurðardóttir, viðskiptastjóri hjá Sýn, eignuðust stúlku þann 20. nóvember síðastliðinn. Stúlkan ákvað að flýta sér í heiminn og fæddist á bílastæðinu fyrir utan heimili þeirra í Kópavogi. Frá þessu greinir Theodór í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Hjúkrunar­fræðingurinn sem gerðist kúabóndi

„Það eru rosalega margir kostir sem fylgja því að búa úti á landi. Einn af þeim er allt stressið sem maður losnar við. Lífið í sveitinni er hægara en mér finnst það samt vera innihaldsríkara á svo margan hátt,“ segir Hugrún Sigurðardóttir, 28 ára bóndi í Eystri- Pétursey í Mýrdalshreppi, en hún hefur slegið í gegn á Tiktok að undanförnu þar sem hún veitir fylgjendum sínum innsýn í daglegt líf í sveitinni.

Lífið
Fréttamynd

Katrín Hall­dóra snýr aftur til Tenerife

Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir heldur til Tenerife í þrjár vikur eftir áramót eftir að hafa lýst því yfir að hún færi þangað aldrei aftur. Í þetta sinn er það þó í faglegum erindum.

Lífið