Veður

Veður


Fréttamynd

Gefur lítið fyrir stað­hæfingar um nýfallið hitamet

„Einn öfgafyllsti atburður sem hefur sést í loftslagssögu heimsins,“ stendur í færslu notanda á X sem fylgist með óvenjulegu hitastigi um allan heim en hitamet var slegið í gær. Íslenskur veðurfræðingur gefur lítið fyrir staðhæfinguna.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Klæðning fauk af Stjórnsýslu­húsinu og skemmdi bíla

Foktjón varð á Ísafirði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, aðfangadag. Lögreglumenn á Ísafirði urðu varir við að nokkrir lausir munir höfðu fokið og að í tveimur tilvikum að minnsta kosti hafi orðið skemmdir á mannlausum bílum sem stóðu á bílastæði við Hafnarstræti á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Hitinn fór í 19,8 stig og desem­ber­metið slegið

Það blés hraustlega á landinu í gær og í nótt, sérstaklega um landið norðvestanvert. Sunnanáttinni fylgdu mikil hlýindi og í gærkvöldi var desemberhitametið slegið í hnjúkaþey á Seyðisfirði en þar komst hitinn í 19,8 stig.

Veður
Fréttamynd

Lík­legt að hitamet verði slegið um jólin

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur líklegt að hitamet verði slegið á aðfangadag og jóladag. Það sé klárt að það verði rauð jól. Í stað þess að ökumenn þurfi að hafa varann á vegna snjókomu og hálku þurfa þeir frekar að huga að vindhviðum og rigningu.

Veður
Fréttamynd

Skemmdir í kirkju­görðum vegna aksturs utan vegar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að leggja í sérmerkt bílastæði í kirkjugörðum höfuðborgarsvæðisins og að aka aðeins á malbikuðum vegum ætli það að heimsækja látna ástvini sína um hátíðarnar. Kirkjugarðarnir verða opnir allar hátíðarnar og má búast við mikilli umferð. 

Innlent
Fréttamynd

Stormur gæti skollið á landið á að­fanga­dag

Veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort jólin í ár verði rauð eða hvít. Hann tekur þó fram að hæð verður yfir landinu með rólindis veðri eftir jóladag en búast megi við því að hvöss suðvestanátt lendi á landinu á aðfangadag.

Innlent
Fréttamynd

Hiti að sjö stigum og mildast syðst

Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu. Gert er ráð fyrir skúrum eða éljum en að það verði að mestu þurrt norðan jökla.

Veður
Fréttamynd

Fer að lægja norðvestan­til um há­degi

Um og eftir hádegi í dag má gera ráð fyrir því að það fari smám saman að lægja á Norðvesturlandi og Vestfjörðum og samhliða því styttir þar upp. Gular viðvaranir hafa verið þar í gildi vegna hríðar.

Veður
Fréttamynd

Lægðin á undan­haldi

Djúpa lægðin suður af landi sem stjórnaði veðrinu hér á landi í gær og fyrradag, sem olli hvössum vindi nokkuð víða og einnig þrumuveðri á sunnanverðu landinu, hefur misst mátt sinn. Miðja lægðarinnar fór yfir landið í nótt og grynntist hún nokkuð hratt.

Veður
Fréttamynd

Víða all­hvass vindur og rigning

Óveðurslægðin frá í gær er nú í morgunsárið stödd um þrjú hundruð kílómetra suður af Reykjanesi, hreyfist í norðnorðaustur og grynnist smám saman.

Veður
Fréttamynd

Siggi stormur spáir rauðum jólum

Einn umdeildasti veðurfræðingur landsins spáir rauðum jólum á flestum landshlutum í ár. Spádóminn setti hann fram í Reykjavík síðdegis í dag en tók fram að spáin gæti breyst og því væru hvít jól ekki útilokuð þó þau þyki ólíkleg.

Veður