Veður

Veður


Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þota til Egils­staða í kvöld til að flytja veðurteppta

Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega.

Innlent
Fréttamynd

Ó­kyrrð í lægri flug­hæðum raskar innan­lands­fluginu

Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Kuldinn bítur í kinnar lands­manna

Útlit er fyrir norðanátt á bilinu átta til fimmtán metra á sekúndu í dag en þrettán til tuttugu metrar á sekúndu á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi en léttskýjað sunnan heiða.

Veður
Fréttamynd

„Það er búið að vera steinpakkað“

Bráðasérfræðingur mælir með notkun mannbrodda í óveðrinu á morgun, fimmtudag, en mikið álag hefur verið á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa í dag. Hún biðlar til fólks að gefa sér tíma áður en það heldur af stað í vinuna á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Foráttu­veður í kortunum

Á fimmtudag mega íbúar á Suðaustur- og Austurlandi búast við miklu hvassiðri og snjókomu. Þá er stormi spáð við suðurströnd landsins, en útlitið er skárra fyrir Norðausturland og „ekkert ægilega slæmt“ fyrir vestanvert landið.

Innlent
Fréttamynd

Hlýnar í veðri og gæti orðið flug­hált

Skil frá lægð á Grænlandshafi ganga nú frá vestri til austurs yfir landið og fylgir þeim suðaustlæg átt, víða kaldi eða strekkingur og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma inn til landsins.

Veður
Fréttamynd

Vara við flug­hálku í fyrra­málið

Flughált getur orðið á vegum víða á morgun þegar það hlýnar með rigningu á láglendi í flestum landshlutum. Gert er ráð fyrir að það rigni í fremur hægum vindi og flughálka geti myndast þegar rigningardropar snöggfrysta á köldum vegum. Á þetta við um Reykjanesbraut og vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu snemma í fyrramálið.

Veður
Fréttamynd

Allt að átta stiga frost og él á stöku stað

Búast má við allt að átta stiga frosti í dag og él á stöku stað við norður- og vesturströndina. Annars hæg breytileg átt og bjart með köflum en bætir í suðaustanáttina vestanlands seint í kvöld. Á morgun má búast við rigningu, slyddu eða snjókomu með köflum og fer hlýnandi eftir því sem líður á morgundaginn en hiti þó um eða yfir frostmarki. Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum samkvæmt Vegagerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Fram­hlaup hafið í Dyngjujökli

Samkvæmt GPS-hraðamælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er framhlaup hafið í Dyngjujökli. Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og um 20 til 30 ár líða að jafnaði á milli framhlaupa. Hann hljóp síðast fram á árunum 1998 til 2000. Veðurstofan varar við ferðum á jöklinum.

Innlent
Fréttamynd

Hvít jörð á höfuð­borgar­svæðinu og víðar

Myndarlegur skýjabakki hefur í nótt færst yfir úr vestri og má búast við úrkomu á köflum úr þessum skýjabakka á vesturhelmingi landsins, yfirleitt snjókoma með frosti. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu þannig við hvíta jörð í morgun og má reikna með hálku eða hálkublettum á flestum leiðum.

Veður
Fréttamynd

Logndagur eins og þessi – hug­leiðing um vindorkuna

Ekkert hef ég á móti vindmyllum eða nýtingu vindorku. Vil heldur ekki gefa mér það fyrirfram að þær séu lýti, né heldur sérstök ógn við umhverfi landsins. Um það er þó mikið deilt og ég hef alveg skilning áhyggjum fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Tölu­vert bjart­viðri í dag en sums staðar þoku­loft

Hæðir suður af landinu og yfir Grænlandi beina hægum vestlægum áttum yfir landið næstu daga. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur fram að það verði töluvert bjartviðri en sums staðar verður þokuloft við suður- og vesturströndina.

Veður
Fréttamynd

Skýjað og dá­lítil él

Hæðir suður af landinu og yfir Grænlandi, ásamt lægð norðaustur af Jan Mayen, beina vestlægum áttum yfir okkur í dag með norðvestan strekkingi bæði syðst og austantil fram eftir degi.

Veður