Veður

Veður


Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lægðin á undan­haldi

Djúpa lægðin suður af landi sem stjórnaði veðrinu hér á landi í gær og fyrradag, sem olli hvössum vindi nokkuð víða og einnig þrumuveðri á sunnanverðu landinu, hefur misst mátt sinn. Miðja lægðarinnar fór yfir landið í nótt og grynntist hún nokkuð hratt.

Veður
Fréttamynd

Víða all­hvass vindur og rigning

Óveðurslægðin frá í gær er nú í morgunsárið stödd um þrjú hundruð kílómetra suður af Reykjanesi, hreyfist í norðnorðaustur og grynnist smám saman.

Veður
Fréttamynd

Siggi stormur spáir rauðum jólum

Einn umdeildasti veðurfræðingur landsins spáir rauðum jólum á flestum landshlutum í ár. Spádóminn setti hann fram í Reykjavík síðdegis í dag en tók fram að spáin gæti breyst og því væru hvít jól ekki útilokuð þó þau þyki ólíkleg.

Veður
Fréttamynd

Austan stormur og gular við­varanir á morgun

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir nærri allt landið á morgun. Enn eru í gildi á miðhálendi og Suðausturlandi en í fyrramálið taka gildi nýjar viðvaranir alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðaustur- og Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Bæta við gulri við­vörun á Vest­fjörðum og mið­há­lendi

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðausturland, miðhálendi, Suðurland og Vestfirði. Fyrir voru í gildi viðvaranir fyrir Suður- og Suðausturland en Veðurstofan hefur þannig bætt við viðvörunum á Vestfjörðum og Miðhálendi. Viðvörun á Vestfjörðum tekur gildi klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 22 annað kvöld.

Veður
Fréttamynd

Hvasst sunnan­til og víða rigning eða slydda

Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu veldur áframhaldandi austan- og norðaustanáttum með rigningu eða slyddu öðru hvoru, þó að verði lengst af þurrviðri á Suður- og Vesturland.

Veður
Fréttamynd

Hvass­viðri syðst á landinu

Hæðin yfir Grænlandi heldur velli eins og undanfarna daga og lægðir langt suður í hafi halda fremur mildri austan- og norðaustanátt að landinu.

Veður
Fréttamynd

Smá rigning eða slydda víða

Dálítilli rigningu eða slyddu er spáð víða á landinu í dag en þurrt verður að mestu á Vesturlandi. Hiti er 0 til 9 stig og mildast við suðurströndina.

Veður
Fréttamynd

Gefa út lit­lausa við­vörun

Veðurstofan varar við snörpum vindhviðum á morgun undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar kemur fram að varasamt sé að aka um svæðið á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. 

Innlent
Fréttamynd

Hiti gæti náð upp undir 10 gráður

Bjart verður að mestu suðvestanlands í dag, laugardag, en búast má við rigningu, slyddu eða súld með köflum um austanvert landið og einnig við norðurströndina. Gert er ráð fyrir norðaustanverðri vindátt, 8 til 15 metrum á sekúndu, hægari norðaustanlands, en 10-18 syðst.

Veður
Fréttamynd

Önnur mesta rýrnun Hof­sjökuls frá upp­hafi mælinga

Í nóvember mældist önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga. Rúmmál jökulsins hefur á 38 árum rýrnað úr um 200 rúmkílómetrum í um 165 rúmkílómetra, sem jafngildir um 17 prósenta minnkun. Flatarmálið hefur dregist saman um 15 prósent á sama tímabili og er nú komið niður fyrir 790 km2.

Innlent