Björgunarsveitir

Fréttamynd

„Þetta fór eins vel og kostur var“

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunaraðgerðir, sem farið var í þegar farþegabátur tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi, hafi farið eins vel og kostur var.

Innlent
Fréttamynd

Manni bjargað eftir að fiski­bátur hans strandaði við grjót­garð

Mannbjörg varð þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina á Rifi snemma í morgun. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að um fjögur í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist neyðarkall á rás 16 frá fiskibát sem var á leið á miðin frá Rifi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi

Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum

Framkvæmdir eru nú að hefjast við byggingu björgunarmiðstöðvar á Flúðum þar sem slökkviliðið á staðnum og björgunarfélagið verða undir sama þaki. Húsið verður um 1200 fermetrar á stærð og á að verða tilbúið í desember næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú hundruð þúsund klukku­stundir af sjálf­boða­vinnu

Björgunarsveitir landsins lögðu til um þrjú hundruð þúsund klukkustundir á síðasta ári í sjálfboðavinnu í sveitum landsins, sem samsvarar um 625 ársstörfum. Þetta kom meðal annars fram í setningarræðu formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi, sem fer fram á Selfossi um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Missti vélar­afl suður af Snæ­fells­nesi

Áhafnir björgunarskipanna Bjargar á Rifi og Jóns Gunnlaugssonar voru kallaðar út klukkan 9:30 í morgun vegna fiskibáts sem misst hafði vélarafl suður af Snæfellsnesi, skammt vestur af Landbrotavík. Báturinn var dreginn til hafnar á Akranesi.

Innlent
Fréttamynd

Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa.

Veður
Fréttamynd

Við­búnaður í Vestur­bæ vegna leitar

Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í kvöld, sem og þyrla Landhelgisgæslunnar til að leita að einstaklingi meðfram suðurströnd Vesturbæjar. Grunur leikur á að einstaklingurinn hafi farið í sjóinn.

Innlent
Fréttamynd

For­dæmir at­vikið í Grinda­vík

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið afar leitt að heyra af því að maður hefði otað byssu að björgunarsveitarmanni. 

Innlent
Fréttamynd

Beindi byssunni yfir höfuð björgunar­sveitar­manns

Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hvetja fólk til að koma vel fram við björgunarsveitarfólk og aðra viðbragðsaðila. Allir séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Það er eftir að íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með byssu þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu

Björgunarsveitarfólki sem kom að rýmingu í Grindavík vegna yfirvofandi eldgoss í morgun var ógnað. Samkvæmt heimildum Vísis fengu björgunarsveitarmenn sem lentu í slíkum ógnunum sálrænan stuðning frá fulltrúum Rauða krossins.

Innlent
Fréttamynd

Átta Dalvíkingar grófu sig í snjó­hús í hamfaraveðri

„Við áttuðum okkur á að við urðum að reyna að grafa okkur inn í snjóhús. En snjórinn var grjótharður. Við vorum með skóflu og ísaxir og byrjuðum að höggva og moka. Ef við hefðum ekki gert það hefðu einhverjir af okkur drepist þarna fljótlega. Þetta tók átta klukkutíma,“ segir Haukur Gunnarsson, björgunarsveitarmaður í áhrifaríku viðtali í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar.

Lífið
Fréttamynd

Í sjálf­heldu í fimm daga: „Ég er vit­lausi ameríski ferða­maðurinn“

Bandarískur ferðamaður, sem var bjargað af björgunarsveitum eftir að hafa verið fastur í Loðmundarfirði í fimm daga, segist uppfullur þakklætis í garð allra sem komu að björguninni. Hann sé fullkomið dæmi um vitlausa ameríska túristann sem sífellt sé varað við. Hann vonar að saga sín verði öðrum víti til varnaðar.

Innlent
Fréttamynd

„Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“

Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, segir bandarískan ferðamann sem fannst í gær  afar heppinn að vera á lífi. Páll fór yfir það í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvað þurfi til að lifa óbyggðirnar af. 

Innlent
Fréttamynd

Björgunar­sveitir við leit í Borgar­nesi

Björgunarsveitir á Vesturlandi leita nú vestan við Borgarnes. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði við leit en aðgerðinni sé stýrt af lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Óseldir flug­eldar geymdir í vel vöktuðu húsi

Hátt í þrjú hundruð vörubrettum af óseldum flugeldum björgunarsveitanna hefur verið safnað saman í nærri í tvö þúsund fermetra rammgirtu húsi þar sem þeir bíða næstu áramóta. Jón Þór Víglundsson talsmaður Landsbjargar segir allt kapp lagt á að öryggi á svæðinu sé tryggt.

Innlent
Fréttamynd

Bílarnir dregnir upp úr sjónum

Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá

Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 

Innlent