Kóngafólk

Fréttamynd

„Þú ert svo fal­leg“

Donald Trump Bandaríkjaforseti varð bergnuminn af fegurð Kate Middleton, prinsessu af Wales, þegar hann hitti fyrir bresku konungsfjölskylduna í morgun. Varalesari rýndi í varir forsetans.

Lífið
Fréttamynd

Bein út­sending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Melanía snæða í dag með Karli Bretakonung og öðrum úr konungsfjölskyldunni. Rauði dregillinn hefur verið dreginn út fyrir forsetann og er búist við miklum pomp og prakt vegna heimsóknarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Her­toga­ynjan af Kent er látin

Buckingham höll hefur kunngjört andlát Katharine Lucy Mary Worsley, hertogaynjunnar af Kent. Hún lést í Kensington-höll í gær, umvafinn ástvinum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Kóngurinn með kveðju til Ís­lendinga

Halla Benediktsdóttir, umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn, heimsótti Friðrik X Danakonung í dag og færði honum þakkir fyrir orðuna sem kóngur sæmdi hana í tilefni af heimsókn hans og íslensku forsetahjónanna í Jónshús fyrra. Í dag eru jafnframt tíu ár síðan Halla tók við starfinu í Jónshúsi en á fundi hennar með konungi í dag bað hann fyrir kveðju til Íslendinga.

Lífið
Fréttamynd

Á­kærður fyrir fjórar nauðganir

Maríus Borg Høiby, stjúpsonur Hákonar krónprins Noregs, hefur verið ákærður í 32 ákæruliðum, þar af fyrir fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn fyrrverandi kærustu sinni Nora Haukland.

Erlent
Fréttamynd

Mann­mergð vildi sjá fyrsta konung­lega breska gestinn

Filippus prins ætlaði sér að eiga náðuga daga, renna fyrir lax og sjá eitthvað af náttúru þessarar forvitnilegu en fámennu eyjar lengst norður af Bretlandseyjum. Þar bjuggu bara 187 þúsund manns, í stærsta bænum Reykjavík bara 77 þúsund, en mannmergðin sem mætti honum, hvert sem hann fór, var hins vegar líkari því sem búast hefði mátt við í milljónaborg.

Innlent
Fréttamynd

Anna­samt ár á Bessa­stöðum: Kónga­fólk, keisari, um­töluð undir­skrift og brúnir skór

Forsetatíð Höllu Tómasdóttur hefur nú varað í eitt ár. Hún hefur þurft að takast á við sprungna ríkisstjórn, boðað til Alþingiskosninga, og veitt stjórnarmyndunarumboð sem leiddi til myndun nýrrar stjórnar. Einnig hefur hún farið í heimsóknir víða, bæði innanlands, til nágrannalanda og langt út í heim. Þá hefur ýmislegt annað varðandi forsetatíð hennar vakið athygli.

Innlent
Fréttamynd

Harrý rétti fram eins konar sátta­hönd

Harrý Bretaprins er sagður bjóðast til þess að deila dagatali sínu með bresku konungsfjölskyldunni. Með því er hann talinn rétta fram eins konar sáttahönd eftir að hafa átt í stormasömu sambandi við fjölskyldu sína.

Lífið
Fréttamynd

Flytur til Sydney

Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa hyggst leggja land undir fót og hefja nám við Háskólann í Sydney í Ástralíu í haust.

Lífið
Fréttamynd

Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungs­höllinni

Hjónin Andrea Röfn Jónasdóttir, viðskiptafræðingur og skóhönnuður, og knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason voru meðal heiðursgesta á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var haldinn í tilefni af þriggja daga ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og eiginmanns hennar, Björns Skúlasonar, til Svíþjóðar.

Lífið
Fréttamynd

Konungs­hjónin tóku á móti Höllu og Birni

Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi.

Innlent
Fréttamynd

Halla og Björn halda til Sví­þjóðar

Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­gefur fjöl­skyldunni og leitar sátta

Harry Bretaprins segir að honum þætti verulega vænt um að ná sáttum við bresku konungsfjölskylduna eftir allt sem gengið hefur á. Í tilfinningaþrungnu viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann niðurbrotinn eftir að hafa tapað máli fyrir Hæstarétti í Lundúnum vegna reglna um öryggisgæslu fyrir fjölskyldu hans í Bretlandi. 

Erlent
Fréttamynd

Virginia Giuffre er látin

Virginia Giuffre, sem sakaði bæði Andrés prins og Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, er látin, 41 árs að aldri. Dánarorsökin var sjálfsvíg. 

Erlent
Fréttamynd

Drottningin lögð inn vegna veikinda

Sonja Noregsdrottning var lögð inn á spítala í Osló seint í gær vegna öndunarerfiðleika. Drottningin var útskrifuð af spítalanum í morgun og verður í veikindaleyfi út vikuna. 

Erlent
Fréttamynd

Á­kvað fyrir löngu að fara með ræðuna á ís­lensku

„Við höfum fengið alveg dásamlega fallegar móttökur hérna í Noregi. Ég held að Norðmenn líti á okkur sem sína nánustu frændþjóð og taka á móti okkur sem slíkri,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um ríkisheimsókn forsetahjónanna til Noregs.

Innlent
Fréttamynd

Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, þurfti að gera hlé á ræðu sinni við hátíðarkvöldverð sem er hluti af opinberri heimsókn forsetans til Noregs. Það mun hafa verið vegna veikinda eins veislugests.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­mót í opin­berri heim­sókn Höllu til Noregs

Það voru tímamót í morgun þegar þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, við konungshöllina í miðborg Oslóar. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn.

Innlent
Fréttamynd

For­seta­hjónin á leið til Noregs

Forsetahjónin auk tveggja ráðherra fara á morgun til Noregs í þriggja daga ríkisheimsók. Þar munu þau meðal annars heimsækja norska Stórþingið, háskóla og viðskiptaviðburð.

Innlent