Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stór lögregluaðgerð í Laugardal

Umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram í Laugardal í Reykjavík seinni partinn í dag. Lögreglumenn sem nutu liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra brutu glerútidyrahurð tvíbýlis og fóru inn. Lögreglumennirnir báru grímur en minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi þegar blaðamann bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald frönsku konunnar fram­lengt

Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hún sætir gæsluvarðhaldi til 31. júlí á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Vill þyngja refsingar við líkams­árásum

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sent refsiréttarnefnd bréf þar sem hún fer þess á leit við nefndina að athuga hvort tilefni sé til að endurskoða ákvæði almennra hegningarlaga sem varða líkamsárásir.

Innlent
Fréttamynd

Hafa lokið rann­sókn á Sam­herjamálinu

Rannsókn embættis héraðssaksóknara á Samherjamálinu svokallaða er lokið og hefur gögnum verið komið til saksóknara hjá embættinu sem mun taka ákvörðun um hvort að ákært verði í málinu. Níu manns – ýmist fyrrverandi eða núverandi starfsmenn Samherja – eru með réttarstöðu sakbornings í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Játaði fjár­drátt og endur­greiðir sam­kvæmt sam­komu­lagi

Tjarnarbíó hefur komist að samkomulagi við Sindra Þór Sigríðarson um endurgreiðslu á fjármunum sem hann dró sér þegar hann sinnti starfi framkvæmdastjóra. Kæra sem lögð var fram vegna málsins í janúar hefur verið dregin til baka eftir að fyrstu greiðslur byrjuðu að berast.

Innlent
Fréttamynd

Beðið eftir krufningar­skýrslu

Ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist frekara gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir konu grunuð um manndráp er sú að lykilrannsóknargagns er enn beðið, krufniningsskýrslu.

Innlent
Fréttamynd

And­lát í Garða­bæ: Úr­skurðuð í gæslu­varð­hald um­fram há­marks­lengd

Gæsluvarðhald yfir konu, sem grunuð er um að hafa ráðið föður sínum bana á heimili þeirra í Garðabæ, hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 29. júlí. Þá mun hún hafa sætt varðhaldi í fimmtán vikur en hámarkstími gæsluvarðhalds er tólf vikur, nema mál hafi verið höfðað gegn sakborningi eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess.

Innlent
Fréttamynd

Ældi í rútunni og réðst svo á bíl­stjórann

Karlmaður sem réðst á rútubílstjóra á sjötugsaldri í Reykjavík á laugardagskvöld var nýbúinn að kasta upp í rútunni. Fimm unga menn þurfti til að halda aftur af árásarmanninum sem er Íslendingur um tvítugt.

Innlent
Fréttamynd

Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður fyrir að vera á 101 kíló­metra hraða í 101

Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur í miðbænum í dag þar sem hann ók á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Tveir aðrir voru sviptir ökuréttindum fyrir að aka of hratt í miðborginni. Báðir óku þeir á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 40 kílómetrar á klukkustund.

Innlent