Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Fimm keyptu gám sem er ekki til

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að kaupa gám sem er ekki til. Að minnsta kosti fimm hafa borgað fyrir gáminn eftir að hafa séð auglýsingu um hann á Facebook.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Í annar­legu á­standi með tvo hnífa

Lögregluþjónar tóku í dag tvo hnífa af manni í Reykjavík, sem mun hafa verið í annarlegu ástandi. Hald var lagt á hnífana og manninn sleppt í kjölfarið, miðað við það sem fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki fylgir sögunni hvað maðurinn var að gera þegar afskipti voru höfð af honum.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað milljónum stolið af lands­mönnum

Óprúttnir aðilar hafa haft um hundrað milljónir króna af fólki og fyrirtækjum hér á landi undanfarnar tíu vikur. Lögregla hvetur fólk sérstaklega til að hafa varann á ákveðnum forritum, að deila skjá sínum með einhverjum auk þess sem glæpamenn reyni að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að verið sé að safna fyrir fólki í neyð á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Ók fullur á nokkra kyrr­stæða bíla

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjölmargar tilkynningar í gærkvöldi vegna ökumanns sem hafði ekið á nokkra kyrrstæða bíla og ekið síðan á brott. Bíllinn fannst eftir stutta leit og ökumaður reyndist ölvaður. Hann var handtekinn og vistaður á stöð í þágu rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig vita hvernig maðurinn lést

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að Héraðssaksóknari taki við málinu á allra næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Ófremdarsástand og í­búum haldið í heljar­greipum

Leigusali á Hverfisgötu segist tala fyrir daufum eyrum lögreglu og Reykjavíkurborgar vegna íbúa í húsnæði á vegum borgarinnar sem haldi nágrönnum í heljargreipum. Leigusalinn hafi sjálfur titrað af hræðslu í samskiptum sínum við manninn.

Innlent
Fréttamynd

Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“

Bleikum bíl af tegundinni Porsche var stolið úr Mosfellsdal í nótt. Eiganda þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu skuli hafa verið stolið. Hann fékk upplýsingar um að þjófurinn hafi rúntað á bílnum um borgina í dag en bíllinn komst í leitirnar fyrr í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

Bíll fullur af bensínbrúsum lekur

Slökkviliðið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna tilkynningar um mengunarslys. Bíll, fullur af bensínbrúsum, sem stendur við Stigahlíð lekur. Íbúi í hverfinu hefur áður óskað eftir aðstoð slökkviliðs og lögreglu vegna bílsins þar sem hann taldi aðstæðurnar geta valdið alvarlegu slysi.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán hvíldartímabrot á 28 dögum

Umfagnsmikil eftirlitsaðgerð var á Suðurlandsvegi í morgun þar sem fjöldinn allur af vörubílum var stöðvaður. Meðal brota voru akturs- og hvíldartímabrot og vanbúnin ökutæki.

Innlent
Fréttamynd

Segir löngu kominn tíma á al­menni­legt eftir­lit

Yfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir löngu kominn tíma á eftirlitsaðgerðir eins og efnt var til á Suðurlandsvegi í morgun þar sem hver vörubíllinn á fætur öðrum var stöðvaður. Til skoðunar er allt frá reglum um akstur og hvíld yfir í samkeppnisstöðu í atvinnuflutningum, hvort sem er með vörur eða ferðamenn. Vörubílstjórar fagna eftirliti en setja þó spurningamerki við framkvæmdina.

Innlent
Fréttamynd

Rassía lög­reglu á Suður­lands­vegi

Lögregluembætti landsins og skattayfirvöld gripu til eftirlitsaðgerða á Suðurlandsvegi rétt fyrir utan borgarmörkin í morgun. Töluverður fjöldi lögreglumanna er á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar því al­farið að hafa lekið gögnunum

Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara og eigandi PPP njósnafyrirtækisins er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi og hafi því komið gömlum kynningum PPP til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. Ólafur Þór hafnar því alfarið.

Innlent