Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Innlent 15.8.2025 18:45
Líkamsárás á borði lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í miðborginni þar sem árásarþoli rotaðist. Málið er í rannsókn. Innlent 15.8.2025 17:44
Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Hjólhýsi hafa, að sögn lögreglu, sprungið á Holtavörðuheiðinni vegna vonskuveðurs sem gengur þar yfir. Innlent 15.8.2025 17:08
Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vopnaðir sérsveitarmenn voru kallaðir út í aðgerð í Gnoðarvogi í Reykjavík í kvöld og voru fjórir leiddir út úr húsnæði þar, þar af þrír í handjárnum að sögn sjónarvotts. Heimildir fréttastofu herma að ráðist hafi verið í svipaðar aðgerðir á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Innlent 13. ágúst 2025 22:16
Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Samtök verslunar og þjónustu kalla eftir hertum viðurlögum vegna sífellt stærri og alvarlegri rána í verslunum. Framkvæmdastjórinn segir of algengt að þjófagengi komist undan með varning upp á milljónir króna. Tvöfalt fleiri þjófnaðarmál og hnupl voru skráð í fyrra en árið á undan. Innlent 13. ágúst 2025 20:00
Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Hið minnsta einn er slasaður eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi. Bílarnir urðu fyrir miklu tjóni að sögn lögreglu, sem segir slys algeng á gatnamótunum. Innlent 13. ágúst 2025 16:54
Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Héraðsdómur Reykjaness vísaði á dögunum frá máli þar sem fjórmenningar voru ákærðir fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Málinu var vísað frá vegna tengsla lögreglumanns, sem var aðalrannsakandi málsins, við einstakling sem varð fyrir annarri þessara tveggja meintu árása. Innlent 13. ágúst 2025 15:18
Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þjófnað úr versluninni Ljósmyndavörum síðdegis í gær til rannsóknar. Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi. Innlent 13. ágúst 2025 12:07
Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna nágrannaerja, þar sem íbúi hafði teiknað hakakross á hurð annars íbúa. Innlent 13. ágúst 2025 06:27
Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Tveir karlmenn gengu galvaskir inn í verslunina Ljósmyndavörur í Skipholti, brutu glerskáp og stálu myndavélabúnaði fyrir þrjár milljónir síðdegis í dag. Eigandi segir ljóst að verknaðurinn hafi verið vel skipulagður. Innlent 12. ágúst 2025 21:30
Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum í Hafnarfirði í dag. Innlent 12. ágúst 2025 19:44
Barinn við barinn en gerandinn farinn Lögregla leitar enn að manni sem veitti öðrum manni höfuðhögg á bar við Engihjalla í nótt og flúði svo vettvang. Innlent 12. ágúst 2025 16:28
Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkveikju á Akranesi. Innlent 12. ágúst 2025 11:57
Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt og handtók meðal annars mann í miðbænum sem hafði slegið dyravörð hnefahöggi. Innlent 12. ágúst 2025 06:10
„Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Matthías Björn Erlingsson, nítján ára karlmaður sem sætir ákæru í Gufunesmálinu fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og fjárkúgun, segist hafa fengið símtal frá Stefáni Blackburn um aðstoð við að hlaða Teslu hans. Þegar hann hafi mætt á svæðið hafi verið þar maður með poka yfir hausnum. Innlent 11. ágúst 2025 15:36
„Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. Innlent 11. ágúst 2025 12:12
Engin byssa reyndist vera í bílnum Lögregla naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við að taka ökumann fastan vegna gruns um að hann væri með skotvopn í bílnum. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn æki um vopnaður og var stöðvaður í kjölfarið í Mjóddinni. Hann reyndist ekkert skotvopn hafa. Innlent 11. ágúst 2025 11:20
Svara til saka eftir tvær vikur Sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða þar sem eldri karlmanni var misþyrmt áður en hann var skilinn eftir á víðavangi munu svara spurningum saksóknara og verjenda eftir tvær vikur. Þá mun komast skýrari mynd á atburðarásina nóttina örlagaríku 11. mars síðastliðinn. Innlent 11. ágúst 2025 10:30
Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra segir sæta furðu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki enn lokið rannsókn á fólki sem selur áfengi á netinu í trássi við lög. Áfengissala á Íslandi þurfi að vera á samfélagslegum forsendum. Innlent 11. ágúst 2025 10:14
Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Tveir voru fluttir á slysadeild eftir fall á rafmagnshlaupahjóli í nótt. Báðir eru grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis eða fíknefna við aksturinn. Innlent 10. ágúst 2025 18:31
Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Lögreglan á Vesturlandi hefur handtekið mann á Akranesi vegna gruns um íkveikju. Eldur kviknaði í gömlu timburhúsi nálægt miðbæ Akraness fyrir hádegi í dag, búið er að ráða niðurlögum eldsins en miklar skemmdir urðu á húsinu. Innlent 10. ágúst 2025 16:36
Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Settur yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki vera í neinu sérstöku átaki varðandi leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar sé reglulegu eftirliti sinnt, og eiga leigubílstjórar það til að brjóta af sér. Tveir misstu prófið við flugstöðina í gær. Innlent 10. ágúst 2025 13:24
Níu gistu fangageymslur í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda verkefna í nótt. Í dagbók lögreglu segir að 125 mál hafi verið bókuð í kerfi lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Níu gistu fangageymslur. Innlent 10. ágúst 2025 07:29
Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Lögreglan á Suðurnesjum hyggst taka leigubílamálin við Keflavíkurflugvöll fastari tökum og fór í rassíu í dag. Mikið hefur gustað um leigubílamarkaðinn undanfarna mánuði, í mars lýsti innviðaráðherra honum sem villta vestrinu og í apríl vísaði Isavia hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum. Innlent 9. ágúst 2025 20:24