Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Haldlögðu metmagn af fíkni­efnum á árinu

Árið 2025 var metár í haldlagningu fíkniefna samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu. Lögregla og tollgæsla lögðu hald á samtals 468 kíló af marijúana, 106 kíló af kókaíni og 66 kíló af hassi.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vanhelgunin ýmist skemmdar­verk eða per­sónu­leg á­rás

„Þetta er mikið áfall, alveg klárlega. Ég er búin að leggja mikið hjarta í að vera með sánurnar og þetta er svona svolítið heilagt rými fyrir mig og fólkið sem kemur. Það er búið að myndast mjög fallegt og skemmtilegt samfélag í kringum þetta. Eins og er oft með sánurnar þá er þetta oft griðastaður fyrir fólk. Þannig að þetta var bara mjög sárt. Það er leiðinlegt að enda árið svona.“

Innlent
Fréttamynd

Til­hæfu­laus líkams­á­rás í annað sinn og enginn kom til að­stoðar

Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. 

Innlent
Fréttamynd

Frumkvæðisvinna lög­reglu að loka fjórum af­hendingar­stöðum

Það var að eigin frumkvæði lögreglu sem ráðist var í lokanir fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um ólöglega sölu áfengis á hátíðardögum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu átt sekt yfir höfði sér fyrir brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, að sögn Árna Friðleifssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla lokaði Smá­ríkinu og Nýju vínbúðinni

Lögregla gerði rassíu á starfsstöðvar Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar síðdegis í dag og var þeim gert að loka afhendingarstöðum sínum. Fyrirtækin verða sektuð en lögregla sagði heimsendingar í lagi þó hátíðardagur sé.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvuðu menn í of­beldis­hug við landa­mærin

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði menn á Keflavíkurflugvelli í vor sem voru komnir hingað til lands til að fremja ofbeldisverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk gegn almenningi, heldur ákveðinn ofbeldisverknað tengdan skipulagðri brotastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Klæðning fauk af Stjórnsýslu­húsinu og skemmdi bíla

Foktjón varð á Ísafirði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, aðfangadag. Lögreglumenn á Ísafirði urðu varir við að nokkrir lausir munir höfðu fokið og að í tveimur tilvikum að minnsta kosti hafi orðið skemmdir á mannlausum bílum sem stóðu á bílastæði við Hafnarstræti á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Maður í um­ferðar­slysi reyndist fíkniefnasali

Aðfaranótt aðfangadags jóla virðist hafa farið rólega fram ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtíu og tvö mál voru skráð í kerfi embættisins í gærkvöldi og í nótt og þrír gistu fangageymslur. 

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn fundinn

Maðurinn sem lögreglan lýsti eftir fyrr í dag hefur verið fundinn heill á húfi.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á konu á Lang­holts­vegi

Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Álfheima og Langholtsvegar í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun. Sjúkrabíll var sendur á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á pilt á heim­leið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú atvik þar sem menn eru sagðir hafa ráðist að ungum dreng þegar hann var á leið heim. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar en engar frekari upplýsingar er þar að finna um málið.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst kæra dyra­verði Auto til lög­reglu

Karlmaður á þrítugsaldri sem sótti skemmtistaðinn Auto í miðborg Reykjavíkur var fluttur á sjúkrahús á laugardagsnótt. Hann sakar hóp dyravarða sem störfuðu á næturklúbbunum um líkamsárás.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar þægi­leg fórnar­lömb fyrir vasaþjófa

Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir Íslendinga sérstaklega berskjaldaða fyrir vasaþjófnaði. Hann biðlar til fólks að hafa varann á í asanum sem fylgir jólainnkaupum og jólastressi. Þrír vasaþjófar sem voru handteknir í vikunni verða sendir úr landi og þrír hafa þegar verið sendir úr landi.

Innlent