Gary Busey játar kynferðisbrot Leikarinn Gary Busey hefur játað að framið kynferðisbrot. Upprunalega neitaði hann alfarið ásökunum um að hafa káfað á konum á hryllingsmyndaráðstefnu fyrir þremur árum en játaði fyrir dómara í gær að hafa brotið af sér. Lífið 1. ágúst 2025 15:52
Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Breski stórleikarinn Anthony Hopkins hefur líkt nýrri andlitsgrímu Kim Kardashian við grímu sem hann bar þegar hann lék hinn ógleymanlega Hannibal Lecter. Lífið 1. ágúst 2025 10:39
Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Bandaríski leikarinn Neal McDonough telur að regla sem hann hefur sett sjálfum sér hafi orðið til þess að hann eigi erfiðara með að fá verkefni í Hollywood. Reglan er sú að hann heimtar að hann sé ekki látinn kyssa mótleikara sína. Hann vill einungis kyssa eiginkonu sína. Lífið 31. júlí 2025 16:44
Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Zakk Wylde, gítarleikari og náinn samstarfsmaður Ozzy Osbourne sem lést á dögunum, hefur greint frá síðustu skilaboðunum sem hann fékk frá honum. Þar mun Osbourne hafa lýst yfir þakklæti sínu. Lífið 31. júlí 2025 10:30
Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Tugþúsundir komu saman á götum Birmingham í Bretlandi í dag til að votta myrkraprinsinum og rokkgoðsögninni Ozzy Osbourne virðingu sína og fylgja honum síðasta spölinn. Lífið 30. júlí 2025 20:43
Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, snæddi kvöldverð með stórleikaranum Michael Douglas í vikunni en leikarinn margverðlaunaði er aðalræðumaður á heimsráðstefnu þingforseta sem nú er haldin í Genf í Sviss. Lífið 30. júlí 2025 13:49
Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Ofurbomban og stjarnan Pamela Anderson hefur fundið ástina í faðmi leikarans ástsæla Liam Neeson. Hjúin leika á móti hvort öðru í nýju Naked Gun kvikmyndinni þar sem ástarblossi kviknaði sem logar enn. Lífið 30. júlí 2025 10:38
Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen. Lífið 29. júlí 2025 19:14
Sögulegur klæðnaður á dreglinum Það hefur vart farið fram hjá neinum aðdáanda skvísukvikmynda eða chick flicks að Lindsay Lohan og Jaime Lee Curtis eiga nú sögulega endurkomu á stóra skjánum. Tvíeykið hefur vakið mikla athygli á dreglum víða um heim og sömuleiðis hjartaknúsarinn Chad Michael Murray. Lífið 29. júlí 2025 17:03
Destiny's Child með óvænta endurkomu Popptríóið Destiny's Child var með óvænta endurkomu á lokatónleikum Beyoncé í tónleikaröðinni Cowboy Carter Tour í Las Vegas í gærkvöldi. Lífið 27. júlí 2025 23:54
Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Johnny Depp birtist óvænt uppi á sviði á tónleikum rokkarans Alice Cooper í Lundúnum og saman heiðruðu þeir minningu Ozzy Osbourne með flutningi á „Paranoid“ eftir Black Sabbath. Lífið 27. júlí 2025 10:23
Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Poppstjarnan Harry Styles hefur gefið út titrara og sleipiefni gegnum lífstílsmerki sitt Pleasing. Aðdáendur Styles virðast ánægðir með gjörninginn þó þeir hefðu frekar viljað að hann gæfi út nýja tónlist. Lífið 26. júlí 2025 14:02
Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Gregg Wallace, fyrrverandi kynnir sjónvarpsþáttanna MasterChef, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl. Wallace var sakaður um óviðeigandi talsmáta og hegðun við tökur MasterChef í fyrra. Erlent 26. júlí 2025 10:05
Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Kvikmyndagerðarmaðurinn Davíð Goði Þorvarðarson opnaði Instagram á miðvikudag og sá óvænt skilaboð frá Hollywood-stjörnunni Will Smith. Leikarinn hafði hrifist af myndatöku Davíðs, hrósaði honum í hástert og hvatti hann til að halda áfram að skapa. Lífið 25. júlí 2025 17:07
Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Höfundar South Park, Trey Parker og Matt Stone, fögnuðu nýjum 1,5 milljarðs dala samningi við Paramount+ með því að gefa út nýjan þátt þar sem þeir sýna Donald Trump á typpinu og uppi í rúmi með Satan. Lífið 25. júlí 2025 15:35
Mannauðsstjórinn segir einnig upp Kristin Cabot, mannauðsstjórinn sem gripin var glóðvolg við framhjáhald með forstjóra sama fyrirtækis á Coldplay tónleikum fyrr í mánuðinum, hefur einnig sagt upp störfum. Lífið 25. júlí 2025 12:06
Vók Ofurmenni slaufað Ofurmennið Kal-El er snúinn aftur og hefur sjaldan verið jafn teiknimyndasögulegur og skrípó. Samt þarf hann að glíma við slaufun, auðjöfur sem kaupir sér umræðuna og þjóð sem hernemur nágrannaríki. Myndin er út um allt en samt með hjartað á réttum stað. Gagnrýni 25. júlí 2025 07:01
Hulk Hogan er látinn Hulk Hogan, glímugoðsögn og leikari, er látinn 71 árs að aldri. Hogan var ein skærasta stjarna fjölbragðaglímuheimsins, átti þátt í að stórauka vinsældir hennar á heimsvísu með leikrænum tilburðum sínum og átti farsælan leiklistarferil. Lífið 24. júlí 2025 16:04
Rene Kirby er látinn Leikarinn Rene Kirby, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í grínmyndinni Shallow Hal, er látinn, sjötíu ára að aldri. Kirby fæddist með klofinn hrygg en lét það ekki há sér, keppti í fimleikum, starfaði hjá IBM og vann sem smiður. Lífið 24. júlí 2025 14:22
Pamela smellti kossi á Neeson Leikararnir Pamela Anderson og Liam Neeson gengu saman rauða dregilinn þar sem Anderson smellti kossi á Neeson. Lífið 24. júlí 2025 12:43
Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Hlutabréfin í fatamerkinu American Eagle Outfitters hafa rokið upp í kjölfar nýrrar auglýsingarherferðar þess með Hollywood-stjörnunni Sydney Sweeney. Lífið 24. júlí 2025 10:34
„Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Breski þungarokkarinn Ozzy Osbourne sem féll frá í gær 76 ára að aldri var einn áhrifamesti tónlistarmaður okkar tíma. Þetta segir félags- og tónlistarfræðingur sem segir rokkarann hafa verið frumkvöðul sem hafi mótað þungarokk í þeirri mynd sem það er í dag. Lífið 23. júlí 2025 22:31
Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. Bíó og sjónvarp 23. júlí 2025 15:26
Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Hunter Biden, sonur Joe Bidens fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er ómyrkur í máli í nýju viðtali þar sem hann hraunar yfir stórleikarann George Clooney og aðra áhrifamenn í Demókrataflokknum sem kröfðust þess að Biden drægi sig úr forsetaframboði í fyrra. Erlent 23. júlí 2025 13:13
Ozzy Osbourne allur Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne er látinn 76 ára að aldri. Fjölskylda hans greinir frá þessu. Áhrif hans á rokksöguna voru mikil, og hlaut hann viðurnefnið myrkraprinsinn. Erlent 22. júlí 2025 18:25
Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Ástralska tónlistarkonan Sia virðist vera komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Harry Jowsey og er 28 ára gamall en hann er hvað þekktastur fyrir þátttöku í raunveruleikaseríunni Too Hot Too Handle. Lífið 22. júlí 2025 17:02
Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ástralska leikkonan Margot Robbie mun leika fimmtíu feta konuna í endurgerð leikstjórans Tims Burton á sígildu B-myndinni frá 1958. Lífið 22. júlí 2025 15:32
Gaf eistum kærastans gælunafn Stjörnuparið Jojo Siwa og Chris Hughes hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Parið kynntist í byrjun árs þegar þau voru bæði í raunveruleikaseríunni Celebrity Big Brother UK, urðu strax nánir vinir og síðar þróaðist vináttan í ástarsamband. Lífið 22. júlí 2025 13:00
Cosby Show-stjarna látin Bandaríski leikarinn Malcolm-Jamal Warner er látinn 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að leika í The Cosby Show. Lífið 21. júlí 2025 18:19
Heimsfræg lesbía á leið til landsins Leikkonan Fortune Feimster er á leið til landsins með uppistandssýningu í tengslum við Hinsegin hátíðina í ágúst. Feimster, sem er nýskilin, er full tilhlökkunar að kynnast landinu og drekka í sig íslenska menningu. Lífið 21. júlí 2025 14:00