Fleiri fréttir

Dregur úr atvinnuleysi

Skráð atvinnuleysi í september var 6,6 prósent en að meðaltali voru 10.759 atvinnulausir þann mánuðinn og fækkaði atvinnulausum um 535 að meðaltali frá ágúst eða um 0,1 prósentustig. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem birtar hafa verið á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Harpa skapar yfir milljarð aukalega í gjaldeyristekjum

Ætla má að beinar og óbeinar viðbótargjaldeyristekjur vegna tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu geti numið 1,0-1,4 milljörðum kr. árlega. Sú tala gæti þó hækkað verulega ef fleiri koma til landsins sérstaklega vegna Hörpu.

Íslendingar kaupa fiskvinnslu í Víetnam

Íslenska fyrirtækið Portunas hefur fest kaup á fiskvinnslustöð í Víetnam. Fiskvinnslustöð þessi sérhæfir sig í vinnslu á afurðum úr pangasius fiski en hann er algengasti eldisfiskurinn í Víetnam.

Decode semur við Pfizer um rannsóknir

Decode hefur samið við bandaríska lyfjarisann Pfizer um rannsóknarsamvinnu á ofnæmissjúkdóminum lupus sem kallaður er rauðir úlfar á íslensku.

Guðbjörg Edda nýr forseti EGA

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, er nýr forseti Samtaka evrópskra samheitalyfjafyrirtækja, European Generic Medicines Association (EGA).

Heildaraflinn eykst um 1% milli ára

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 0,8% meiri en í september í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 1,0% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði.

Segja afkomu batna jafnt og þétt

Afkoma MP banka hefur batnað stórum frá því að nýir eigendur tóku við í aprílmánuði síðastliðnum og er stefnt að því að afkoman muni enn batna jafnt og þétt og verði jákvæð á síðasta ársfjórðungi.

Fjallað um tölvuárásir á íslensk fyrirtæki í Hörpu

Ráðstefna verður haldin í Í Hörpu á morgun þar sem fjallað er um tölvuárásir á fyrirtæki. Capacent, Deloitte og Promennt standa að ráðstefnunni sem hefst klukkan níu og stendur til hádegis. Fjallað verður um hvaða afleiðingar tækniógnir geti haft fyrir rekstur fyrirtækja og hvernig draga megi úr áhættunni. „Á ráðstefnunni verða tekin raunveruleg dæmi af íslenskum fyrirtækjum er hafa orðið fyrir tjóni af völdum tölvuglæpamanna,“ segir í tilkynningu.

Bankakerfið ekki of stórt í sögulegu samhengi

Bankastjóri Íslandsbanka segir stærð bankakerfisins ekki óeðlilega í sögulegu samhengi. Sterkara og stærra eftirlitskerfi verði til þess að fækkun starfsfólks í fjármálageiranum verði ekki eins mikil og margir vilja reikna með.

Heildaraflinn í kolmunna stóraukinn

Samningar hafa tekist um veiðar úr kolmunnastofninum fyrir næsta ár. Fundarhöld fóru fram um málið í London í gær og í fyrradag og komust menn að samkomulagi um að heildarafli verði 391.000 tonn. Um töluverða aukningu frá því í ár er að ræða en þá var heildaraflinn 40.100 tonn að því er fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Hlutdeild íslenskra skipa í aflanum verður 63.477 tonn að frádregnum flutningi aflamarks á milli ára.

Þjónusta bætt á Gatwick

Farþegar Iceland Express frá Lundúnum ættu að komast mun hraðar í gegnum öryggiseftirlit á Gatwick flugvelli, eftir að nítján ný öryggishlið voru tekin í notkun á flugvellinum í gær. Endurbæturnar kostuðu 8,1 milljarð króna og eru hluti af 218 milljarða króna heildarkostnaði við endurbætur á flugvellinum.

Eignir Kaupþings aukast um 97 milljarða að nafnverði

Andvirði eigna þrotabús Kaupþing jókst töluvert á fyrri helmingi ársins. Nam aukningin 97 milljörðum króna að nafnvirði en að teknu tilliti til þess að gengi krónunnar lækkaði um 5,5% á tímabilinu er raunverðshækkun eignanna um 48 milljarðar króna.

Leigusamningum fækkaði milli ára í september

Þinglýstir leigusamningar á landinu öllu voru tæplega 1.500 talsins í september s.l. Þeim fjölgaði um tæp 13% frá fyrra mánuði en miðað við september í fyrra hefur þeim fækkað um 5,4%.

Samskip stefnir Eimskip - vilja tæpa fjóra milljarða

Samskip hafa birt A1988 hf., sem áður hét Eimskipafélag Íslands, stefnu og krafist þess að félagið verði dæmt til að greiða skaðabætur vegna ólöglegrar atlögu að Samskipum á flutningamörkuðum á árunum 1999 til 2002. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Íslandsbanki stofnar sérstaka kortaeiningu

Íslandsbanki hefur ákveðið að stofna sérstaka kortaeiningu innan viðskiptasviðs bankans. Með þessu er ætlunin að efla greiðslukortastarfsemi bankans.

Skuldaaðlögun eykur einkaneyslu og fjárfestingar

Greining Íslandsbanka segir að aðgerðir í skuldaaðlögun skýri að hluta þann vöxt sem greina má í einkaneyslu og fjárfestingu heimilanna á þessu ári. Jókst einkaneyslan um 3,1% á fyrri hluta þessa árs og benda korta- og innflutningstölur til þess að vöxturinn hafi haldið áfram á þriðja árfjórðungi.

Auðlindaskattur mismunar atvinnugreinum

Upplýsingar sem greining Arion banka hefur tekið saman sýna að auðlindaskattur mismunar atvinnugreinum, það er stóriðju og sjávarútvegi. Svo virðist sem sjávarútvegurinn borgi tvöfalt meira í auðlindaskatt en stóriðjan ef miðað er við gjöld af tekjum.

Aukning farþega og flugvéla eykur tekjur Isavia

Aukin farþegaumferð um Keflavíkurflugvöll og flugumferð yfir Norður Atlantshafið hefur komið Isavia verulega til góða í ár. Þessi aukna umferð farþega og flugvéla skilaði hátt í 800 milljónum króna í auknar tekjur hjá Isavia á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra.

Gengi krónunnar hefur styrkst stöðugt frá því í sumar

Gengi krónunnar hefur styrkst nær stöðugt frá því um miðjan júlí s.l. Í augnablikinu er gengisvísitalan rétt undir 213 stigum en um miðjan júlí stóð hún í rúmum 220 stigum. Þetta er styrking á genginu upp á um 3,5% á þessu tímabili.

Hagstofan leiðréttir tölur um vöruskiptin

Hagstofan hefur leiðrétt frétt sína um vöruskiptajöfnuðinn fyrir tímabilið janúar til ágúst í ár. Í leiðréttingunni kemur fram að vöruskiptajöfnuðurinn var 9,7 milljörðum kr. lakari en á sama tímabili í fyrra en ekki 8,3 milljörðum kr. eins og stóð í fyrstu fréttinni.

Raunávöxtun lífeyrissjóðanna batnar verulega milli ára

Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna þ.e. ávöxtun umfram verðbólgu batnaði verulega milli áranna 2009 og 2010. Í fyrra var raunávöxtunin var 2,65% samanborið við 0,34% á árinu 2009. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár var neikvætt um 1,6% en meðaltal sl. 10 ára er hinsvegar 2,2% í plús.

Kaupmáttur lækkar um 13 prósent

Ráðstöfunartekjur á mann drógust saman um 7,9 prósent milli áranna 2009 og 2010 og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 12,6 prósent. Heildartekjur heimilanna drógust saman um 3,6 prósent á sama tíma. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Ráðstöfunartekjur heimilanna lækkuðu um 8,2 prósent á milli ára.

Kjalar og Arion banki semja

Samkomulag hefur tekist milli Kjalars, fjárfestingafélags í meirihlutaeigu Ólafs Ólafssonar, og lánardrottna félagsins um uppgjör á eignum og skuldum. Þetta staðfestu Hjörleifur Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Kjalars, og Iða Brá Benediktsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, stærsta lánardrottins félagsins, við Vísi í dag.

Nýr fjármálastjóri Íslandsbanka

Jón Guðni Ómarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Íslandsbanka og mun hann bera ábyrgð á fjármálastjórnun, samstæðuuppgjöri, fjárstýringu, stefnumótandi verkefnum og samskiptum við erlendar og innlendar lánastofnanir, lánshæfismatsfyrirtæki og fjárfesta. Jón Guðni tekur við af Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka. Hún hætti störfum 1. september síðastliðinn þegar hún hóf störf sem forstjóri VÍS og Lífís.

Ferðamönnum fjölgað um 100 þúsund

Stefnt er að því að fjölga ferðamönnum utan háannatíma um 100 þúsund frá september í ár fram í september árið 2014, eða um 12% á ári, með nýju verkefni sem Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti í dag.

Vandræði Dexia hafa ekki áhrif á íslenska lántaka

Starfsemi fransk-belgíska bankans Dexia verður þjóðnýtt að hluta til, en ríkisstjórnir þriggja ríkja hafa samþykkt að veita bankanum afar umfangsmikla fjárhagsaðstoð. Fall bankans hefur ekki áhrif á íslenska lántaka bankans.

Ráðstöfunartekjur drógust saman um 7,9%

Ráðstöfunartekjur á hvern mann, það er að segja tekjur að frádregnum sköttum og vaxtakostnaði vegna íbúðarkaupa, drógust saman um 7,9% í fyrra. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann dróst saman um 12,6%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.

Tæplega 16 milljarða afgangur af vöruskiptum

Um 15,5 milljarða afgangur varð á vöruskiptum við útlönd í septembermánuði, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Útflutningur nam 62,5 milljörðum króna og innflutningur nam 47 milljörðum króna, samkvæmt bráðabirgðatölum. Þetta er öllu meiri afgangur af vöruskiptum en í ágúst. Þá nam hann ellefu milljörðum króna.

Íslensk dagskrárgerð er styrkur Stöðvar 2

"Íslandsbanki og Íþróttabandalag Reykjavíkur hafa átt í samstarfi um Reykjavíkurmaraþonið undanfarin átta ár. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem bankinn er hvað stoltastur af að tengjast og hefur alltaf lagt mikinn metnað í. Eitt af því var að bjóða upp á vefinn www.hlaupastyrkur.is síðastliðið ár. Þar gefst fólki tækifæri á að hvetja hlaupara og leggja um leið sitt að mörkum við að leggja góðum málefnum lið.

50 ár á horninu á Skólavörðustíg

Ein af eldri búðum bæjarins, Tösku og hanskabúðin, fagnar 50 ára afmæli þessa dagana en öll fimmtíu árin hefur verslunin verið til húsa á horninu á Skólavörðustíg og Bergstaðastræti.

BYR tapaði næstum milljarði

Byr hf. tapaði 941 milljón króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri. Að teknu tilliti til 10 milljarða króna hlutafé Íslandsbanka í Byr reiknast eiginfjárhlutfall Byrs hf. 13,5% miðað við fjárhæðir í júnílok 2011. Þann 30. júní síðastliðinn námu heildareignir 133 milljörðum króna og heildarskuldir námu rúmum 125 milljörðum króna. Heildarútlán námu 95 milljörðum króna og heildarinnlán námu 124 milljörðum króna.

Metfjöldi með Icelandair í september

Icelandair flutti 168 þúsund farþega í september. Það er mesti farþegafjöldi í septembermánuði í sögu félagsins og jafngildir 15% aukningu frá síðasta ári. Sætaframboð Icelandair var aukið um 23% á tímabilinu og sætanýting nam 78,3% sem er yfir meðallagi í september.

Saksóknari hættir rannsókn á EFÍA - flugmenn íhuga að stefna ríkinu

Sérstakur saksóknari hefur til­kynnt að hann hafi hætt rannsókn á meintum brotum á fjárfestingar­heimildum Eftirlaunasjóði félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA) og fjögurra annarra lífeyrissjóða sem voru í umsjá gamla Landsbankans fyrir hrun. Staðfesting þess efnis barst sjóðnum 2. október síðastliðinn samkvæmt fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA).

Nýherji sér um upplýsingakerfi Hörpu

Nýherji hefur tekið að sér rekstur og hýsingu á upplýsingakerfum í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Nýherji annast hýsingu allra miðlægra gagna í Hörpu, hýsingu fjárhagskerfis og veitir alla almenna tölvuþjónustu til starfsmanna. Þá rekur Nýherji einnig IP símstöðvaþjónustu fyrir Hörpu samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Bónus oftast með lægsta verðið

Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á ýmsum matvörum í ellefu matvöruverslunum á höfuðborgasvæðinu og nágrenni á þriðjudaginn. Kostur Dalvegi neitaði að taka þátt í könnuninni.

Norðurál íhugar að skila orku vegna nýrrar virkjunar

Forsvarsmenn Norðuráls íhuga að nýta sér ákvæði í orkukaupasamningum og minnka kaup sín á rafmagni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ástæðan er sú að fyrirtækið er skuldbundið til að taka við orku úr fimmta áfanga Hellisheiðarvirkjunar, Sleggjunni, sem gangsettur var á laugardag. Þar eru framleidd 90 megawött af rafmagni.

Orkuveitan selur eignir fyrir 465 milljónir

Orkuveita Reykjavíkur hefur selt þrjár eignir fyrir samtals 465 milljónir króna. Eignirnar voru auglýstar til sölu í vor og í sumar en þær eru samliggjandi jarðir Hvammur og Hvammsvík í Kjós, Hótel Hengill á Nesjavöllum og húsnæði í Elliðaárdal, sem hýsti minnjasafn Orkuveitunnar.

MP banki gerir breytingar á starfsemi í Litháen

MP banki hefur gert samkomulag við Finasta AB um að taka við starfsemi bankans í Litháen sem lýtur að markaðsviðskiptum og eignastýringu samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Þar segir að aukin áhersla verði hins vegar lögð á uppbyggingu MP Pension Funds Baltic.

Bjóða upp á tryggingavakt fyrir neytendur

Tryggingar og ráðgjöf bjóða á Tryggingavaktina, sem er nýjung á Íslandi samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Hlutverk Tryggingavaktarinnar er að meta vátryggingarþörf viðskiptavina, hvort sem um ræðir eigna- eða persónutryggingar og tryggja þeim ódýrustu og jafnframt bestu tryggingarnar hverju sinni.

Arion um kvótafrumvarpið: Óásættanleg óvissa

Greiningardeild Arion Banka segir nýtt frumvarp um fiskveiðistjórnun fela í sér mikla óvissu sem ekki geti talist ásættanleg fyrir sjávarútveginn. Mjög varhugavert sé að ráðast í jafnmiklar uppstokkun á kerfinu og frumvarpið gerir ráð fyrir.

Sjá næstu 50 fréttir