Arion um kvótafrumvarpið: Óásættanleg óvissa 6. október 2011 12:09 Mynd/Pjetur Greiningardeild Arion Banka segir nýtt frumvarp um fiskveiðistjórnun fela í sér mikla óvissu sem ekki geti talist ásættanleg fyrir sjávarútveginn. Mjög varhugavert sé að ráðast í jafnmiklar uppstokkun á kerfinu og frumvarpið gerir ráð fyrir. Þetta er á meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion Banka um Íslenskan Sjávarútveg sem kynnt var í morgun. Í skýrslunni er annars vegar farið yfir þróun undirstöðuatvinnugreinar Íslands með tilliti til skuldasöfnunar og arðsemi síðastliðinna ára þar sem meðal annars kemur fram að arðsemi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja jókst til muna með tilkomu núverandi kvótakerfis. Hins vegar er farið yfir möguleg áhrif nýrrar fiskveiðilöggjafar sem tekið verður fyrir á nú á haustþingi. En þar er meðal annars talið að margar breytingar í frumvarpinu séu til þess fallnar að draga úr hagkvæmni fiskveiðistjórnunarkerfisins. Kristrún Mjöll Frostadóttir sérfræðingur hjá greiningardeild er höfundur skýrslunnar. ,,Að okkar mati þarf í raun að endurskrifa frumvarpið, við leggjumst ekki að öllu leyti gegn öllu því sem er lagt fram í frumvarpinu en við gerum athugasemdir við ýmislegt" Athugasemdir bankanna snúa meðal annars að því að veiðigjald sé lagt jafnt á allar útgerðir þar sem arðsemi sé mjög mismunandi milli fyrirtækja og minni útgerðir geti ekki staðið undir meiri gjaldtöku Þá er gerð athugasemd við lengd nýtingarsamninga í einungis 15 ár með möguleika á framlengingu til 8 ára og það að ráðherra áskilji sér þann rétt að breyta fyrirkomulagi veiðanna á samningstímanum það geti haft veruleg áhrif á framtíðaráform, fjárfestingar og rekstur fyrirtækja sem starfa í greininni. ,,Að okkar mati er í raun óásættanlegt fyrir jafn fjármagnsfreka grein og sjávarútveginn að þurfa að búa við svona mikla óvissu. Þetta hefur í raun fram að þessu haft lamandi áhrif á greinina sem er mjög hættulegt að okkar mati undir núverandi kringumstæðum þar sem þetta eru okkar sterkustu fyrirtæki og þetta eru þau fyrirtæki sem ættu að vera að fjárfesta í dag í landinu en hafa einfaldlega ekki séð sér það færst undir núverandi kringumstæðum" Að mati Kristrúnar hefur frumvarpið mjög misjöfn áhrif á mismunandi fyrirtæki og útgerðir en minni og meðalstórar útgerðir séu verr settar þegar kemur að aukinni gjaldtöku. Þá sé mörgum lífvænlegum fyrirtækjum settar skorður með því að banna varanlegt framsal aflahlutdeilda. ,,Þetta gerir það að verkum að lífvænlegar útgerðir sem eru kannski ekki orðnar okkar arðsömustu eru skorður settar þegar kemur að aukinni arðsemi," segir Kristrún. Skýrslu Greiningardeildar í heild sinni má nálgast í heild sinni hér. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Greiningardeild Arion Banka segir nýtt frumvarp um fiskveiðistjórnun fela í sér mikla óvissu sem ekki geti talist ásættanleg fyrir sjávarútveginn. Mjög varhugavert sé að ráðast í jafnmiklar uppstokkun á kerfinu og frumvarpið gerir ráð fyrir. Þetta er á meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion Banka um Íslenskan Sjávarútveg sem kynnt var í morgun. Í skýrslunni er annars vegar farið yfir þróun undirstöðuatvinnugreinar Íslands með tilliti til skuldasöfnunar og arðsemi síðastliðinna ára þar sem meðal annars kemur fram að arðsemi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja jókst til muna með tilkomu núverandi kvótakerfis. Hins vegar er farið yfir möguleg áhrif nýrrar fiskveiðilöggjafar sem tekið verður fyrir á nú á haustþingi. En þar er meðal annars talið að margar breytingar í frumvarpinu séu til þess fallnar að draga úr hagkvæmni fiskveiðistjórnunarkerfisins. Kristrún Mjöll Frostadóttir sérfræðingur hjá greiningardeild er höfundur skýrslunnar. ,,Að okkar mati þarf í raun að endurskrifa frumvarpið, við leggjumst ekki að öllu leyti gegn öllu því sem er lagt fram í frumvarpinu en við gerum athugasemdir við ýmislegt" Athugasemdir bankanna snúa meðal annars að því að veiðigjald sé lagt jafnt á allar útgerðir þar sem arðsemi sé mjög mismunandi milli fyrirtækja og minni útgerðir geti ekki staðið undir meiri gjaldtöku Þá er gerð athugasemd við lengd nýtingarsamninga í einungis 15 ár með möguleika á framlengingu til 8 ára og það að ráðherra áskilji sér þann rétt að breyta fyrirkomulagi veiðanna á samningstímanum það geti haft veruleg áhrif á framtíðaráform, fjárfestingar og rekstur fyrirtækja sem starfa í greininni. ,,Að okkar mati er í raun óásættanlegt fyrir jafn fjármagnsfreka grein og sjávarútveginn að þurfa að búa við svona mikla óvissu. Þetta hefur í raun fram að þessu haft lamandi áhrif á greinina sem er mjög hættulegt að okkar mati undir núverandi kringumstæðum þar sem þetta eru okkar sterkustu fyrirtæki og þetta eru þau fyrirtæki sem ættu að vera að fjárfesta í dag í landinu en hafa einfaldlega ekki séð sér það færst undir núverandi kringumstæðum" Að mati Kristrúnar hefur frumvarpið mjög misjöfn áhrif á mismunandi fyrirtæki og útgerðir en minni og meðalstórar útgerðir séu verr settar þegar kemur að aukinni gjaldtöku. Þá sé mörgum lífvænlegum fyrirtækjum settar skorður með því að banna varanlegt framsal aflahlutdeilda. ,,Þetta gerir það að verkum að lífvænlegar útgerðir sem eru kannski ekki orðnar okkar arðsömustu eru skorður settar þegar kemur að aukinni arðsemi," segir Kristrún. Skýrslu Greiningardeildar í heild sinni má nálgast í heild sinni hér.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira