Skuldaaðlögun eykur einkaneyslu og fjárfestingar 11. október 2011 12:19 Greining Íslandsbanka segir að aðgerðir í skuldaaðlögun skýri að hluta þann vöxt sem greina má í einkaneyslu og fjárfestingu heimilanna á þessu ári. Jókst einkaneyslan um 3,1% á fyrri hluta þessa árs og benda korta- og innflutningstölur til þess að vöxturinn hafi haldið áfram á þriðja árfjórðungi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um niðurfærslur á skuldum heimilanna. Í lok ágúst síðastliðinn var búin að færa niður lán heimilanna um 164 milljarða kr., þar af 131 milljarða kr. vegna endurútreiknings gengistryggðra lána sem skiptist á milli íbúðalána, samtals 92 milljarða kr., og bifreiðaviðskipta samtals 38 milljarða kr. Í lok ágúst höfðu 15.592 umsóknir borist fjármálafyrirtækjum og Íbúðalánasjóði um að fá eftirstöðvar fasteignaskulda færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar með hinni svokölluðu 110% leið. Af þessum umsóknum var búið að samþykkja 8.551 umsókn í lok ágúst og nam heildarfjárhæð niðurfærslu lánanna ríflega 27 milljörðum kr., þar af 24 milljarðar kr. hjá fjármálafyrirtækjum. „Aðgerðir í skuldaaðlögun skýra að hluta þann vöxt sem greina má í einkaneyslu og fjárfestingu heimilanna á þessu ári. Jókst einkaneyslan um 3,1% á fyrri hluta þessa árs og benda korta- og innflutningstölur til þess að vöxturinn hafi haldið áfram á þriðja árfjórðungi. Ljóst er að margir samverkandi þættir eru að skila þessum vexti,“ segir í Morgunkorninu. „Ofangreind niðurfærsla skulda hefur áhrif ásamt fyrirframgreiðslu séreignarsparnaðar, frystingu lána og vaxtabótum. Fyrirfram útgreiðslur séreignarsparnaðar voru 15 milljarðar kr. í fyrra sem jafngildir um 1% af landsframleiðslu. Reikna má með að útgreiðslan verði lítið minni í ár. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla var greidd út á yfirstandandi ári og verður svo einnig á árinu 2012 og hefur hún eflaust haft áhrif. Kostnaður við þá niðurgreiðslu er 12 milljarðar kr. Þessu til viðbótar voru kjarasamningar ríflegir og munu þeir skila 6% hækkun launa á þessu ári og nokkuð umfram verðbólguna þannig að kaupmáttur launa hefur verið vaxandi.“Miklar skuldir í alþjóðlegum samanburði Þá segir að þrátt fyrir niðurfærslu skulda heimilanna eru skuldir íslenskra heimila miklar í alþjóðlegum samanburði. Mestar urðu skuldirnar 127% af landsframleiðslu árið 2008. Síðan þá hafa þær lækkað og í lok mars 2011 voru þær komnar niður í 110% af landsframleiðslu sem er svipað og árið 2007 samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum hefur einnig verið að lækka eftir að hafa náð sögulegum hæðum árið 2009. Fór það í 237% af ráðstöfunartekjum árið 2009 en er nú 213%. Þess má geta að hlutfallið var 166% í upphafi síðasta áratugar. Ljóst er að þessar miklu skuldir íslenskra heimila setja framtíðarhorfum um vöxt einkaneyslu og fjárfestingar heimilanna miklar skorður og í leiðinni munu þær hefta hagvöxt hér á landi á næstu árum, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Greining Íslandsbanka segir að aðgerðir í skuldaaðlögun skýri að hluta þann vöxt sem greina má í einkaneyslu og fjárfestingu heimilanna á þessu ári. Jókst einkaneyslan um 3,1% á fyrri hluta þessa árs og benda korta- og innflutningstölur til þess að vöxturinn hafi haldið áfram á þriðja árfjórðungi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um niðurfærslur á skuldum heimilanna. Í lok ágúst síðastliðinn var búin að færa niður lán heimilanna um 164 milljarða kr., þar af 131 milljarða kr. vegna endurútreiknings gengistryggðra lána sem skiptist á milli íbúðalána, samtals 92 milljarða kr., og bifreiðaviðskipta samtals 38 milljarða kr. Í lok ágúst höfðu 15.592 umsóknir borist fjármálafyrirtækjum og Íbúðalánasjóði um að fá eftirstöðvar fasteignaskulda færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar með hinni svokölluðu 110% leið. Af þessum umsóknum var búið að samþykkja 8.551 umsókn í lok ágúst og nam heildarfjárhæð niðurfærslu lánanna ríflega 27 milljörðum kr., þar af 24 milljarðar kr. hjá fjármálafyrirtækjum. „Aðgerðir í skuldaaðlögun skýra að hluta þann vöxt sem greina má í einkaneyslu og fjárfestingu heimilanna á þessu ári. Jókst einkaneyslan um 3,1% á fyrri hluta þessa árs og benda korta- og innflutningstölur til þess að vöxturinn hafi haldið áfram á þriðja árfjórðungi. Ljóst er að margir samverkandi þættir eru að skila þessum vexti,“ segir í Morgunkorninu. „Ofangreind niðurfærsla skulda hefur áhrif ásamt fyrirframgreiðslu séreignarsparnaðar, frystingu lána og vaxtabótum. Fyrirfram útgreiðslur séreignarsparnaðar voru 15 milljarðar kr. í fyrra sem jafngildir um 1% af landsframleiðslu. Reikna má með að útgreiðslan verði lítið minni í ár. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla var greidd út á yfirstandandi ári og verður svo einnig á árinu 2012 og hefur hún eflaust haft áhrif. Kostnaður við þá niðurgreiðslu er 12 milljarðar kr. Þessu til viðbótar voru kjarasamningar ríflegir og munu þeir skila 6% hækkun launa á þessu ári og nokkuð umfram verðbólguna þannig að kaupmáttur launa hefur verið vaxandi.“Miklar skuldir í alþjóðlegum samanburði Þá segir að þrátt fyrir niðurfærslu skulda heimilanna eru skuldir íslenskra heimila miklar í alþjóðlegum samanburði. Mestar urðu skuldirnar 127% af landsframleiðslu árið 2008. Síðan þá hafa þær lækkað og í lok mars 2011 voru þær komnar niður í 110% af landsframleiðslu sem er svipað og árið 2007 samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum hefur einnig verið að lækka eftir að hafa náð sögulegum hæðum árið 2009. Fór það í 237% af ráðstöfunartekjum árið 2009 en er nú 213%. Þess má geta að hlutfallið var 166% í upphafi síðasta áratugar. Ljóst er að þessar miklu skuldir íslenskra heimila setja framtíðarhorfum um vöxt einkaneyslu og fjárfestingar heimilanna miklar skorður og í leiðinni munu þær hefta hagvöxt hér á landi á næstu árum, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira