Viðskipti innlent

MP banki gerir breytingar á starfsemi í Litháen

MP banki.
MP banki.
MP banki hefur gert samkomulag við Finasta AB um að taka við starfsemi bankans í Litháen sem lýtur að markaðsviðskiptum og eignastýringu samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Þar segir að aukin áhersla verði hins vegar lögð á uppbyggingu MP Pension Funds Baltic.

Forstjóri MP banka, Sigurður Atli Jónsson, segir að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að snúa sér alfarið að uppbyggingu lífeyrissjóðarekstursins í Litháen og draga sig út úr annarri starfsemi.

MP Pension Funds Baltic er eina sérhæfða lífeyrissjóðafyrirtækið í Litháen. Viðskiptavinir sjóðsins eru yfir 36.000 og eru eignir í stýringu á sjötta milljarð íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×