Viðskipti innlent

BYR tapaði næstum milljarði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Byr tapaði næstum milljarði.
Byr tapaði næstum milljarði.
Byr hf. tapaði 941 milljón króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri. Að teknu tilliti til 10 milljarða króna hlutafé Íslandsbanka í Byr reiknast eiginfjárhlutfall Byrs hf. 13,5% miðað við fjárhæðir í júnílok 2011. Þann 30. júní síðastliðinn námu heildareignir 133 milljörðum króna og heildarskuldir námu rúmum 125 milljörðum króna. Heildarútlán námu 95 milljörðum króna og heildarinnlán námu 124 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×