Viðskipti innlent

Leigusamningum fækkaði milli ára í september

Þinglýstir leigusamningar á landinu öllu voru tæplega 1.500 talsins í september s.l. Þeim fjölgaði um tæp 13% frá fyrra mánuði en miðað við september í fyrra hefur þeim fækkað um 5,4%.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár íslands. Þar kemur fram að mesta fækkun leigusamninga milli ára hafi verið á Suðurnesjum eða rúmlega 15%. Í höfuðborginni fækkaði þeim um 10%.

Mesta fjölgun milli ára var hinsvegar á Austurlandi eða rúm 38% en ekki liggja margir samningar að baki þeirri hækkun. Þá fjölgaði samningum á Vesturlandi um 27%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×