Margt hægt að læra af reynslu Íslands Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 7. október 2011 11:00 Lexíurnar augljósar Kozack segir að eftir á að hyggja sé augljóst að íslenska bankakerfið hafi verið allt of stórt. Fréttablaðið/óká Þau tímamót urðu í síðasta mánuði að samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var farsællega leidd til lykta, tæpum þremur árum eftir að Ísland falaðist eftir aðstoð sjóðsins. Af hálfu AGS hefur Julie nokkur Kozack haft yfirumsjón með áætluninni. Kozack er hæglátur hagfræðingur með doktorsgráðu frá Columbia-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur starfað hjá AGS frá árinu 1999. Blaðamaður hitti Kozack nýverið í höfuðstöðvum sjóðsins í Washington og ræddi við hana um þann árangur sem hefur náðst með samstarfsáætluninni og þau verkefni sem eru framundan. Íslendingar glíma enn við eftirskjálfta bankahrunsins en flestir eru þó sammála um að nokkur árangur hafi náðst við að koma hér á sjálfbærum efnahagsbata. Blaðamanni lék hins vegar fyrst forvitni á að vita hvað starfsmenn sjóðsins hefðu eiginlega hugsað um Ísland þegar ósköpin gengu hér yfir haustið 2008. „Flestir virtust sammála um að þarna væri að eiga sér stað gríðarlegfjármálakreppa. Viðhorfið var því að kreppan myndi valda íslenska hagkerfinu miklum hörmungum,“ segir Kozack og heldur áfram: „Ein helsta reynsla mín af fjármálakreppum áður en ég hóf að starfa við íslensku endurreisnaráætlunina var í tengslum við Úrúgvæ, sem varð illa úti árið 2002. Í Úrúgvæ var hins vegar einungis einn mjög stór banki meðal þeirra sem lentu í vandræðum og hann var þó ekki jafn stór og íslensku bankarnir. Þegar ég horfi til baka á þær sársaukafullu aðgerðir sem úrúgvæsk stjórnvöld þurftu að grípa til get ég ekki annað en furðað mig á því að kreppan á Íslandi hafi ekki orðið meiri.“ Kozack er fljót að bæta því við að vitaskuld hafi niðursveiflan á Íslandi verið mjög djúp. „Þetta hefur klárlega verið erfitt tímabil fyrir Íslendinga og margir hafa því miður þjáðst mikið. En frá okkar sjónarhóli í það minnsta hefði þetta getað orðið svo miklu verra ef ekki hefði verið gripið til aðgerða,“ segir Kozack. Vinnunni ekki lokiðSpurð um það hvað starfsfólk AGS hugsi um Ísland núna, þremur árum síðar, svarar Kozack: „Ég hitti gamlan kollega nýlega sem sagði við mig: heyrðu Julie, Íslandi gengur svona líka vel. Og ég held að það lýsi kannski svolítið hugarfari fólks hérna. Auðvitað eru enn mjög erfið verkefni fyrir höndum á Íslandi en ég held að í hlutfalli við stærð og dýpt fjármálakreppunnar og þegar haft er í huga hver staðan er í mörgum öðrum iðnríkjum, þá telji fólk að Íslandi hafi bara gengið nokkuð vel.“ Kozack segir enda margt hafa gengið vel í samstarfsáætluninni. „Sé horft á þau markmið sem lagt var upp með er ljóst að margt hefur áunnist. Markmiðin voru að ná gengisstöðugleika, að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæran grunn og endurskipuleggja bankakerfið. Mikill árangur hefur náðst við öll þessi þrjú markmið.“ Kozack segir það að sjálfsögðu ekki þýða að vinnunni sé lokið, fjöldi brýnna og flókinna verkefna bíði. „Hagkerfið er byrjað að vaxa á ný en sá vöxtur er enn viðkvæmur og atvinnuleysi er enn mikið. Það má segja að efnahagsbatinn hafi ekki náð fullri fótfestu. Það myndum við auðvitað vilja sjá gerast til að atvinnuleysi fari að minnka. Auk þess má nefna fjölda annarra verkefna. Það þarf að losa gjaldeyrishöftin, sem er mjög ögrandi viðfangsefni. Það er enn verk fyrir höndum í bankakerfinu, þar sem þarf að klára endurskipulagningu á skuldum fyrirtækja. Þá þarf að ljúka við ríkisfjármálaverkefnið. Í þessum verkefnum er mikilvægt að halda áfram vinnunni sem staðið hefur yfir, stjórnvöld mega ekki tapa niður ákafanum.“ Kozack bætir því við að hagvöxtur á næstu misserum sé nauðsynlegur til að draga úr atvinnuleysi. Til að ýta undir vöxt þurfi síðan að auka fjárfestingu. „Við lítum á fjárfestingu sem helsta aflvaka hagvaxtar og leggjum því mikla áherslu á að umhverfi fjárfestinga verði bætt og að ráðist verði í fyrirhuguð fjárfestingarverkefni,“ segir Kozack. Spurð hvað helst beri að varast svarar Kozack: „Verði frekari töf á ráðgerðum fjárfestingarverkefnum er það klárlega áhyggjuefni. Ef endurskipulagning skulda fyrirtækja og heimila gengur verr á næstu misserum en verið hefur hefði það einnig slæm áhrif á efnahagsbatann. Ég held hins vegar að stærsti áhættuþátturinn núna sé titringurinn á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ef önnur heimsniðursveifla á sér stað verður Ísland ekki ósnortið af henni.“ Spurð hvort samanburður við aðrar samstarfsáætlanir sjóðsins sé Íslandi hagstæður segist Kozack vart treysta sér til þess að svara því. Hún segir þó að í þessu tilfelli hafi meginmarkmiðin náðst, sem hafi því miður ekki alltaf tekist. Rétt ákvörðun að láta bankana fallaJulie Kozack og franek rozwadowski Kozack og Rozwadowski voru helstu tengiliðir AGS við íslensk stjórnvöld. Bæði segjast hafa notið þess að kynnast landi og þjóð meðan á samstarfsáætluninni stóð. Fréttablaðið/VilhelmMikið hefur verið rætt um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að leyfa bönkunum að falla í stað þess að ábyrgjast allar skuldir þeirra í kjölfar bankahrunsins. Hefur því verið haldið fram að AGS hafi eindregið ráðlagt þáverandi stjórnvöldum frá þessum ráðahag. Lýsti Jón Steinsson hagfræðingur því til að mynda nýverið í grein í Fréttablaðinu hvernig yfirmenn sendinefndar AGS á Íslandi „misstu andlitið“ og „supu hveljur“ þegar þeim var tilkynnt um þessa ákvörðun. Kozack segir reynsluna hafa leitt í ljós að ákvörðun stjórnvalda á þeim tíma hafi verið rétt. „Það er alveg ljóst að þáverandi ríkisstjórn tók rétta ákvörðun. Ábyrgðir bankanna voru einfaldlega of miklar til að ríkið gæti fært þær yfir á eigin efnahagsreikning,“ segir Kozack, sem tekur þó ekki undir lýsingar Jóns og segist telja að starfsfólk sjóðsins hafi áttað sig á því að þetta væri skynsamlegasti kosturinn fyrir Ísland á þessum tíma. Kozack segir að margt sé hægt að læra af reynslu Íslands, bæði fyrir og eftir hrun. „Lexíurnar frá því fyrir hrun eru auðvitað eftir á að hyggja nokkuð augljósar. Bankakerfið var auðvitað alltof stórt. Lánsfé í boði jókst á ótrúlegum hraða, mikið var tekið að láni í erlendum gjaldmiðlum og svo framvegis. Þetta eru allt þekkt merki um að bóla sé að blása út. Málið er bara að fólk sannfærir sjálft sig alltaf um að hlutirnir séu öðruvísi í þetta skiptið, hinar vanalegu reglur eigi ekki við,“ segir Kozack og heldur áfram: „Sé horft á tímabilið frá hruni liggur kannski beinast við að horfa á samstarfsáætlunina við sjóðinn. Það eru held ég nokkrir þættir sem hafa gert það að verkum að áætlunin gekk vel. Fyrir það fyrsta var hún óvenjuleg að ákveðnu leyti. Til að mynda var gert ráð fyrir gjaldeyrishöftum í tilfelli Íslands, sem AGS hefur sjaldnast notast við. Þá fékk Ísland meira svigrúm en flest önnur lönd þegar kemur að ríkisfjármálum. Þessi atriði og fleiri höfðu mikið að segja.“ Þá segir Kozack það hafa skipt miklu máli að ríkisstjórnin hafi gert áætlunina að sinni á mjög afgerandi hátt. Hún segir AGS ekki geta neytt lönd til að gera eitt eða neitt sem þau vilji ekki sjálf gera, ólíkt því sem margir mögulega haldi. „Þegar allt kemur til alls er það undir ríkisstjórninni komið að framfylgja þeirri stefnu sem mótuð er í samstarfi við AGS. Þessi ríkisstjórn gerði það af miklum dug,“ segir Kozack. Vegferðin langt kominSitjandi ríkisstjórn hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að hún hafi staðið í vegi fyrir fjárfestingu og glutrað niður tækifærum til að treysta efnahagsbatann enn frekar í sessi. Kozack segist ekki geta tjáð sig um þessa gagnrýni en segir þó afstöðu sjóðsins til fjárfestingarumhverfis skýra. „Fjárfestar þurfa skýrt umhverfi. Það skiptir ekki öllu máli hverjar reglurnar eru en þær þurfa að vera skýrar og fyrirsjáanlegar. Og það er það sem við köllum eftir; skýru fjárfestingarumhverfi þar sem fjárfestar vita að hverju þeir ganga,“ segir Kozack. Að lokum segir Kozack að hún hafi notið þess að kynnast landinu og íslenskri þjóð. Þá segist hún gera sér grein fyrir því að síðustu ár hafi verið þjóðinni erfið en bætir því við að þjóðin hafi virkilega sýnt hvað í henni býr á þessu tímabili og eigi mikið hrós skilið. „Ég trúi því eindregið að það sé ljós í enda ganganna. Þið eruð langt komin og þið munuð klára þessa vegferð,“ segir Kozack. Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Þau tímamót urðu í síðasta mánuði að samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var farsællega leidd til lykta, tæpum þremur árum eftir að Ísland falaðist eftir aðstoð sjóðsins. Af hálfu AGS hefur Julie nokkur Kozack haft yfirumsjón með áætluninni. Kozack er hæglátur hagfræðingur með doktorsgráðu frá Columbia-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur starfað hjá AGS frá árinu 1999. Blaðamaður hitti Kozack nýverið í höfuðstöðvum sjóðsins í Washington og ræddi við hana um þann árangur sem hefur náðst með samstarfsáætluninni og þau verkefni sem eru framundan. Íslendingar glíma enn við eftirskjálfta bankahrunsins en flestir eru þó sammála um að nokkur árangur hafi náðst við að koma hér á sjálfbærum efnahagsbata. Blaðamanni lék hins vegar fyrst forvitni á að vita hvað starfsmenn sjóðsins hefðu eiginlega hugsað um Ísland þegar ósköpin gengu hér yfir haustið 2008. „Flestir virtust sammála um að þarna væri að eiga sér stað gríðarlegfjármálakreppa. Viðhorfið var því að kreppan myndi valda íslenska hagkerfinu miklum hörmungum,“ segir Kozack og heldur áfram: „Ein helsta reynsla mín af fjármálakreppum áður en ég hóf að starfa við íslensku endurreisnaráætlunina var í tengslum við Úrúgvæ, sem varð illa úti árið 2002. Í Úrúgvæ var hins vegar einungis einn mjög stór banki meðal þeirra sem lentu í vandræðum og hann var þó ekki jafn stór og íslensku bankarnir. Þegar ég horfi til baka á þær sársaukafullu aðgerðir sem úrúgvæsk stjórnvöld þurftu að grípa til get ég ekki annað en furðað mig á því að kreppan á Íslandi hafi ekki orðið meiri.“ Kozack er fljót að bæta því við að vitaskuld hafi niðursveiflan á Íslandi verið mjög djúp. „Þetta hefur klárlega verið erfitt tímabil fyrir Íslendinga og margir hafa því miður þjáðst mikið. En frá okkar sjónarhóli í það minnsta hefði þetta getað orðið svo miklu verra ef ekki hefði verið gripið til aðgerða,“ segir Kozack. Vinnunni ekki lokiðSpurð um það hvað starfsfólk AGS hugsi um Ísland núna, þremur árum síðar, svarar Kozack: „Ég hitti gamlan kollega nýlega sem sagði við mig: heyrðu Julie, Íslandi gengur svona líka vel. Og ég held að það lýsi kannski svolítið hugarfari fólks hérna. Auðvitað eru enn mjög erfið verkefni fyrir höndum á Íslandi en ég held að í hlutfalli við stærð og dýpt fjármálakreppunnar og þegar haft er í huga hver staðan er í mörgum öðrum iðnríkjum, þá telji fólk að Íslandi hafi bara gengið nokkuð vel.“ Kozack segir enda margt hafa gengið vel í samstarfsáætluninni. „Sé horft á þau markmið sem lagt var upp með er ljóst að margt hefur áunnist. Markmiðin voru að ná gengisstöðugleika, að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæran grunn og endurskipuleggja bankakerfið. Mikill árangur hefur náðst við öll þessi þrjú markmið.“ Kozack segir það að sjálfsögðu ekki þýða að vinnunni sé lokið, fjöldi brýnna og flókinna verkefna bíði. „Hagkerfið er byrjað að vaxa á ný en sá vöxtur er enn viðkvæmur og atvinnuleysi er enn mikið. Það má segja að efnahagsbatinn hafi ekki náð fullri fótfestu. Það myndum við auðvitað vilja sjá gerast til að atvinnuleysi fari að minnka. Auk þess má nefna fjölda annarra verkefna. Það þarf að losa gjaldeyrishöftin, sem er mjög ögrandi viðfangsefni. Það er enn verk fyrir höndum í bankakerfinu, þar sem þarf að klára endurskipulagningu á skuldum fyrirtækja. Þá þarf að ljúka við ríkisfjármálaverkefnið. Í þessum verkefnum er mikilvægt að halda áfram vinnunni sem staðið hefur yfir, stjórnvöld mega ekki tapa niður ákafanum.“ Kozack bætir því við að hagvöxtur á næstu misserum sé nauðsynlegur til að draga úr atvinnuleysi. Til að ýta undir vöxt þurfi síðan að auka fjárfestingu. „Við lítum á fjárfestingu sem helsta aflvaka hagvaxtar og leggjum því mikla áherslu á að umhverfi fjárfestinga verði bætt og að ráðist verði í fyrirhuguð fjárfestingarverkefni,“ segir Kozack. Spurð hvað helst beri að varast svarar Kozack: „Verði frekari töf á ráðgerðum fjárfestingarverkefnum er það klárlega áhyggjuefni. Ef endurskipulagning skulda fyrirtækja og heimila gengur verr á næstu misserum en verið hefur hefði það einnig slæm áhrif á efnahagsbatann. Ég held hins vegar að stærsti áhættuþátturinn núna sé titringurinn á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ef önnur heimsniðursveifla á sér stað verður Ísland ekki ósnortið af henni.“ Spurð hvort samanburður við aðrar samstarfsáætlanir sjóðsins sé Íslandi hagstæður segist Kozack vart treysta sér til þess að svara því. Hún segir þó að í þessu tilfelli hafi meginmarkmiðin náðst, sem hafi því miður ekki alltaf tekist. Rétt ákvörðun að láta bankana fallaJulie Kozack og franek rozwadowski Kozack og Rozwadowski voru helstu tengiliðir AGS við íslensk stjórnvöld. Bæði segjast hafa notið þess að kynnast landi og þjóð meðan á samstarfsáætluninni stóð. Fréttablaðið/VilhelmMikið hefur verið rætt um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að leyfa bönkunum að falla í stað þess að ábyrgjast allar skuldir þeirra í kjölfar bankahrunsins. Hefur því verið haldið fram að AGS hafi eindregið ráðlagt þáverandi stjórnvöldum frá þessum ráðahag. Lýsti Jón Steinsson hagfræðingur því til að mynda nýverið í grein í Fréttablaðinu hvernig yfirmenn sendinefndar AGS á Íslandi „misstu andlitið“ og „supu hveljur“ þegar þeim var tilkynnt um þessa ákvörðun. Kozack segir reynsluna hafa leitt í ljós að ákvörðun stjórnvalda á þeim tíma hafi verið rétt. „Það er alveg ljóst að þáverandi ríkisstjórn tók rétta ákvörðun. Ábyrgðir bankanna voru einfaldlega of miklar til að ríkið gæti fært þær yfir á eigin efnahagsreikning,“ segir Kozack, sem tekur þó ekki undir lýsingar Jóns og segist telja að starfsfólk sjóðsins hafi áttað sig á því að þetta væri skynsamlegasti kosturinn fyrir Ísland á þessum tíma. Kozack segir að margt sé hægt að læra af reynslu Íslands, bæði fyrir og eftir hrun. „Lexíurnar frá því fyrir hrun eru auðvitað eftir á að hyggja nokkuð augljósar. Bankakerfið var auðvitað alltof stórt. Lánsfé í boði jókst á ótrúlegum hraða, mikið var tekið að láni í erlendum gjaldmiðlum og svo framvegis. Þetta eru allt þekkt merki um að bóla sé að blása út. Málið er bara að fólk sannfærir sjálft sig alltaf um að hlutirnir séu öðruvísi í þetta skiptið, hinar vanalegu reglur eigi ekki við,“ segir Kozack og heldur áfram: „Sé horft á tímabilið frá hruni liggur kannski beinast við að horfa á samstarfsáætlunina við sjóðinn. Það eru held ég nokkrir þættir sem hafa gert það að verkum að áætlunin gekk vel. Fyrir það fyrsta var hún óvenjuleg að ákveðnu leyti. Til að mynda var gert ráð fyrir gjaldeyrishöftum í tilfelli Íslands, sem AGS hefur sjaldnast notast við. Þá fékk Ísland meira svigrúm en flest önnur lönd þegar kemur að ríkisfjármálum. Þessi atriði og fleiri höfðu mikið að segja.“ Þá segir Kozack það hafa skipt miklu máli að ríkisstjórnin hafi gert áætlunina að sinni á mjög afgerandi hátt. Hún segir AGS ekki geta neytt lönd til að gera eitt eða neitt sem þau vilji ekki sjálf gera, ólíkt því sem margir mögulega haldi. „Þegar allt kemur til alls er það undir ríkisstjórninni komið að framfylgja þeirri stefnu sem mótuð er í samstarfi við AGS. Þessi ríkisstjórn gerði það af miklum dug,“ segir Kozack. Vegferðin langt kominSitjandi ríkisstjórn hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að hún hafi staðið í vegi fyrir fjárfestingu og glutrað niður tækifærum til að treysta efnahagsbatann enn frekar í sessi. Kozack segist ekki geta tjáð sig um þessa gagnrýni en segir þó afstöðu sjóðsins til fjárfestingarumhverfis skýra. „Fjárfestar þurfa skýrt umhverfi. Það skiptir ekki öllu máli hverjar reglurnar eru en þær þurfa að vera skýrar og fyrirsjáanlegar. Og það er það sem við köllum eftir; skýru fjárfestingarumhverfi þar sem fjárfestar vita að hverju þeir ganga,“ segir Kozack. Að lokum segir Kozack að hún hafi notið þess að kynnast landinu og íslenskri þjóð. Þá segist hún gera sér grein fyrir því að síðustu ár hafi verið þjóðinni erfið en bætir því við að þjóðin hafi virkilega sýnt hvað í henni býr á þessu tímabili og eigi mikið hrós skilið. „Ég trúi því eindregið að það sé ljós í enda ganganna. Þið eruð langt komin og þið munuð klára þessa vegferð,“ segir Kozack.
Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira