Viðskipti innlent

Ráðstöfunartekjur drógust saman um 7,9%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ráðstöfunartekjur á hvern mann, það er að segja tekjur að frádregnum sköttum og vaxtakostnaði vegna íbúðarkaupa, drógust saman um 7,9% í fyrra. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann dróst saman um 12,6%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.

Samkvæmt skilgreiningu á kaupmætti ráðstöfunartekna tekur hann breytingum eftir því hvernig launin breytast, hvort skattarnir hækka eða lækka, hvort vextir breytast og síðast en ekki síst eftir því hvort verðbólgan rýrir það hversu mikið fæst fyrir hverja krónu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×