Viðskipti innlent

Decode semur við Pfizer um rannsóknir

Decode hefur samið við bandaríska lyfjarisann Pfizer um rannsóknarsamvinnu á ofnæmissjúkdóminum lupus sem kallaður er rauðir úlfar á íslensku.

Um er að ræða fyrsta samning Decode við lyfjafyrirtæki síðan að Decode gekk í gegnum endurskipulagningu á rekstri sínum í fyrra með aðkomu nýrra fjárfesta að félaginu.

Í frétt um málið á Reuters segir að ætlunin sé að nota sérfræðiþekkingu Decode í erfðafræðirannsóknum í samstarfinu við Pfizer. Vonast er til að þetta samstarf muni skila nýjum leiðum til að greina sjúkdóminn og nýrri lyfjameðferð gegn honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×