Viðskipti innlent

Nýherji sér um upplýsingakerfi Hörpu

Harpa.
Harpa.
Nýherji hefur tekið að sér rekstur og hýsingu á upplýsingakerfum í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Nýherji annast hýsingu allra miðlægra gagna í Hörpu, hýsingu fjárhagskerfis og veitir alla almenna tölvuþjónustu til starfsmanna. Þá rekur Nýherji einnig IP símstöðvaþjónustu fyrir Hörpu samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Auk þess hefur Harpa valið Rent a Prent prentþjónustu Nýherja sem felur í sér lækkun á prent- og ljósritunarkostnaði og hagkvæmni í rekstri prentbúnaðar, svo sem með aðgangsstýrðu prentkerfi. Þannig dregur lausnin úr pappírsnotkun og viðhaldi á búnaði.

"Með útvistun tölvukerfa er hægt að auka öryggi og tryggja aðgengi að sérfræðiþjónustu. Þá geta fyrirtæki, eins og Rekstrarfélag Hörpu, skapað sér mikinn fjárhagslegan ávinning með því að úthýsa tölvukerfum í stað þess að eiga og reka sitt eigið. Þeir fá því einungis fastan og fyrirsjáanlegan kostnað," segir Emil Einarsson framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Nýherja í tilkynningu sem var send á fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×