Norðurál íhugar að skila orku vegna nýrrar virkjunar 7. október 2011 08:00 Mynd/GVA Forsvarsmenn Norðuráls íhuga að nýta sér ákvæði í orkukaupasamningum og minnka kaup sín á rafmagni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ástæðan er sú að fyrirtækið er skuldbundið til að taka við orku úr fimmta áfanga Hellisheiðarvirkjunar, Sleggjunni, sem gangsettur var á laugardag. Þar eru framleidd 90 megawött af rafmagni. Ákvæðið sem um ræðir snýst um kaupskyldu og nefnist „take or pay“ upp á ensku. Samkvæmt því er fyrirtækið skuldbundið til að kaupa ákveðið magn af orku sem samningar kveða á um, til dæmis 85 prósent. Undir eðlilegum kringumstæðum kaupi fyrirtækið 100 prósent, en við sérstakar aðstæður megi lækka þá tölu niður í umsamda prósentu. Slíkt ákvæði er í samningum við öll þrjú orkufyrirtækin sem sjá Norðuráli fyrir orku: Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, allt að 85 prósentum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ákvörðun ekki verið tekin, en málið er til skoðunar hjá Norðuráli. Ekki mun þó ætlunin að nýta sér að fullu þá heimild til minni orkukaupa sem samningar gera ráð fyrir. Ljóst er þó að orkufyrirtækin munu sitja uppi með umframorku, verði af þessu. Málsaðilar eru ekki sammála um hvort Norðurál eigi rétt á að skila hluta orkunnar. Samkvæmt heimildum blaðsins líta orkufyrirtækin svo á að ákvæðið eigi aðeins við ef um meiri háttar breytingar eða áföll sé að ræða; það sé svokallað „force majeure“-ákvæði. Óljóst er hins vegar hvort ákvæðið er bundið skilyrðum í samningunum og Norðurál veltir því nú fyrir sér hvort það eigi við í þessu tilfelli. „Það hefur engin tilkynning borist, ekkert skriflegt. Þeir hafa talað um eitthvað, en ekkert formlegt,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku. „Það er bara verið að skoða það ef eitthvað slíkt kemur.“ Samkvæmt samningum ber Norðuráli að nýta orkuna úr fimmta áfanga Hellisheiðarvirkjunar í álverinu á Grundartanga, hafi það ekki not fyrir hana í Helguvík. Þar er ekkert álver risið og ákveðnar breytingar þarf að gera á starfseminni á Grundartanga, eigi að taka við orkunni. Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Sjá meira
Forsvarsmenn Norðuráls íhuga að nýta sér ákvæði í orkukaupasamningum og minnka kaup sín á rafmagni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ástæðan er sú að fyrirtækið er skuldbundið til að taka við orku úr fimmta áfanga Hellisheiðarvirkjunar, Sleggjunni, sem gangsettur var á laugardag. Þar eru framleidd 90 megawött af rafmagni. Ákvæðið sem um ræðir snýst um kaupskyldu og nefnist „take or pay“ upp á ensku. Samkvæmt því er fyrirtækið skuldbundið til að kaupa ákveðið magn af orku sem samningar kveða á um, til dæmis 85 prósent. Undir eðlilegum kringumstæðum kaupi fyrirtækið 100 prósent, en við sérstakar aðstæður megi lækka þá tölu niður í umsamda prósentu. Slíkt ákvæði er í samningum við öll þrjú orkufyrirtækin sem sjá Norðuráli fyrir orku: Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, allt að 85 prósentum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ákvörðun ekki verið tekin, en málið er til skoðunar hjá Norðuráli. Ekki mun þó ætlunin að nýta sér að fullu þá heimild til minni orkukaupa sem samningar gera ráð fyrir. Ljóst er þó að orkufyrirtækin munu sitja uppi með umframorku, verði af þessu. Málsaðilar eru ekki sammála um hvort Norðurál eigi rétt á að skila hluta orkunnar. Samkvæmt heimildum blaðsins líta orkufyrirtækin svo á að ákvæðið eigi aðeins við ef um meiri háttar breytingar eða áföll sé að ræða; það sé svokallað „force majeure“-ákvæði. Óljóst er hins vegar hvort ákvæðið er bundið skilyrðum í samningunum og Norðurál veltir því nú fyrir sér hvort það eigi við í þessu tilfelli. „Það hefur engin tilkynning borist, ekkert skriflegt. Þeir hafa talað um eitthvað, en ekkert formlegt,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku. „Það er bara verið að skoða það ef eitthvað slíkt kemur.“ Samkvæmt samningum ber Norðuráli að nýta orkuna úr fimmta áfanga Hellisheiðarvirkjunar í álverinu á Grundartanga, hafi það ekki not fyrir hana í Helguvík. Þar er ekkert álver risið og ákveðnar breytingar þarf að gera á starfseminni á Grundartanga, eigi að taka við orkunni.
Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Sjá meira