Norðurál íhugar að skila orku vegna nýrrar virkjunar 7. október 2011 08:00 Mynd/GVA Forsvarsmenn Norðuráls íhuga að nýta sér ákvæði í orkukaupasamningum og minnka kaup sín á rafmagni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ástæðan er sú að fyrirtækið er skuldbundið til að taka við orku úr fimmta áfanga Hellisheiðarvirkjunar, Sleggjunni, sem gangsettur var á laugardag. Þar eru framleidd 90 megawött af rafmagni. Ákvæðið sem um ræðir snýst um kaupskyldu og nefnist „take or pay“ upp á ensku. Samkvæmt því er fyrirtækið skuldbundið til að kaupa ákveðið magn af orku sem samningar kveða á um, til dæmis 85 prósent. Undir eðlilegum kringumstæðum kaupi fyrirtækið 100 prósent, en við sérstakar aðstæður megi lækka þá tölu niður í umsamda prósentu. Slíkt ákvæði er í samningum við öll þrjú orkufyrirtækin sem sjá Norðuráli fyrir orku: Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, allt að 85 prósentum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ákvörðun ekki verið tekin, en málið er til skoðunar hjá Norðuráli. Ekki mun þó ætlunin að nýta sér að fullu þá heimild til minni orkukaupa sem samningar gera ráð fyrir. Ljóst er þó að orkufyrirtækin munu sitja uppi með umframorku, verði af þessu. Málsaðilar eru ekki sammála um hvort Norðurál eigi rétt á að skila hluta orkunnar. Samkvæmt heimildum blaðsins líta orkufyrirtækin svo á að ákvæðið eigi aðeins við ef um meiri háttar breytingar eða áföll sé að ræða; það sé svokallað „force majeure“-ákvæði. Óljóst er hins vegar hvort ákvæðið er bundið skilyrðum í samningunum og Norðurál veltir því nú fyrir sér hvort það eigi við í þessu tilfelli. „Það hefur engin tilkynning borist, ekkert skriflegt. Þeir hafa talað um eitthvað, en ekkert formlegt,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku. „Það er bara verið að skoða það ef eitthvað slíkt kemur.“ Samkvæmt samningum ber Norðuráli að nýta orkuna úr fimmta áfanga Hellisheiðarvirkjunar í álverinu á Grundartanga, hafi það ekki not fyrir hana í Helguvík. Þar er ekkert álver risið og ákveðnar breytingar þarf að gera á starfseminni á Grundartanga, eigi að taka við orkunni. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Forsvarsmenn Norðuráls íhuga að nýta sér ákvæði í orkukaupasamningum og minnka kaup sín á rafmagni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ástæðan er sú að fyrirtækið er skuldbundið til að taka við orku úr fimmta áfanga Hellisheiðarvirkjunar, Sleggjunni, sem gangsettur var á laugardag. Þar eru framleidd 90 megawött af rafmagni. Ákvæðið sem um ræðir snýst um kaupskyldu og nefnist „take or pay“ upp á ensku. Samkvæmt því er fyrirtækið skuldbundið til að kaupa ákveðið magn af orku sem samningar kveða á um, til dæmis 85 prósent. Undir eðlilegum kringumstæðum kaupi fyrirtækið 100 prósent, en við sérstakar aðstæður megi lækka þá tölu niður í umsamda prósentu. Slíkt ákvæði er í samningum við öll þrjú orkufyrirtækin sem sjá Norðuráli fyrir orku: Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku, allt að 85 prósentum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ákvörðun ekki verið tekin, en málið er til skoðunar hjá Norðuráli. Ekki mun þó ætlunin að nýta sér að fullu þá heimild til minni orkukaupa sem samningar gera ráð fyrir. Ljóst er þó að orkufyrirtækin munu sitja uppi með umframorku, verði af þessu. Málsaðilar eru ekki sammála um hvort Norðurál eigi rétt á að skila hluta orkunnar. Samkvæmt heimildum blaðsins líta orkufyrirtækin svo á að ákvæðið eigi aðeins við ef um meiri háttar breytingar eða áföll sé að ræða; það sé svokallað „force majeure“-ákvæði. Óljóst er hins vegar hvort ákvæðið er bundið skilyrðum í samningunum og Norðurál veltir því nú fyrir sér hvort það eigi við í þessu tilfelli. „Það hefur engin tilkynning borist, ekkert skriflegt. Þeir hafa talað um eitthvað, en ekkert formlegt,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku. „Það er bara verið að skoða það ef eitthvað slíkt kemur.“ Samkvæmt samningum ber Norðuráli að nýta orkuna úr fimmta áfanga Hellisheiðarvirkjunar í álverinu á Grundartanga, hafi það ekki not fyrir hana í Helguvík. Þar er ekkert álver risið og ákveðnar breytingar þarf að gera á starfseminni á Grundartanga, eigi að taka við orkunni.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira