Viðskipti innlent

Bjóða upp á tryggingavakt fyrir neytendur

Tryggingar og ráðgjöf bjóða á Tryggingavaktina, sem er nýjung á Íslandi samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.  Hlutverk Tryggingavaktarinnar er að meta vátryggingarþörf viðskiptavina, hvort sem um ræðir eigna- eða persónutryggingar og tryggja þeim ódýrustu og jafnframt bestu tryggingarnar hverju sinni.

Með reglubundnu millibili setur Tryggingavaktin sig í samband við viðskiptavini til að endurmeta tryggingaþörf þeirra og iðgjöld.

,,Við höfum brugðist við óskum fjölmargra viðskiptavina fyrirtækisins að bjóða upp á slíka þjónustu og sníða tryggingar að þörfum hvers og eins. Tryggingar eru breytilegar og það þarf að skoða þær með reglubundnum hætti. Þetta ferst fyrir hjá mörgum og oft er tryggingaumhverfið hálfgerður frumskógur í huga fólks. Tryggingavaktin fer yfir vátryggingar hjá viðskiptavinum sínum og sér til þess að þeir séu rétt tryggðir borgi lægstu iðgjöldin sem bjóðast hverju sinni,“ segir Þorsteinn Pétursson, markaðsstjóri Tryggingavaktarinnar í tilkynningu frá fyrirtækinu.

,,Ef viðskiptavinir verða fyrir tjóni gætir Tryggingavaktin réttar þeirra gagnvart vátryggingafélaginu. Viðskiptavinir eru því hvattir til að leita alltaf fyrst til Tryggingavaktarinnar ef tjón verður.

Tryggingavaktin aðstoðar þannig viðskiptavini að fá greiddar bætur. Tryggingavaktin er í samstarfi við reynda lögfræðinga hjá lögmannsstofunni Lagarök sem veita viðskiptavinum álit þeim að kostnaðarlausu,“ segir Þorsteinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×