Viðskipti innlent

Nýr fjármálastjóri Íslandsbanka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Guðni Ómarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Íslandsbanka og mun hann bera ábyrgð á fjármálastjórnun, samstæðuuppgjöri, fjárstýringu, stefnumótandi verkefnum og samskiptum við erlendar og innlendar lánastofnanir, lánshæfismatsfyrirtæki og fjárfesta. Jón Guðni tekur við af Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka. Hún hætti störfum 1. september síðastliðinn þegar hún hóf störf sem forstjóri VÍS og Lífís.

Jón Guðni er verkfræðingur að mennt með meistaragráðu í fjármálaverkfræði frá Georgia Institute of Technology í Atlanta í Bandaríkjunum. Þá er hann einnig með CFA próf, sem er alþjóðleg prófgráða í fjármálum. Að auki lærði Jón Guðni kínversku í eitt ár við háskóla í Peking í Kína. Jón Guðni hefur starfað hjá Íslandsbanka og fyrirrennurum í 9 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×