Vandræði Dexia hafa ekki áhrif á íslenska lántaka 10. október 2011 12:09 Starfsemi fransk-belgíska bankans Dexia verður þjóðnýtt að hluta til, en ríkisstjórnir þriggja ríkja hafa samþykkt að veita bankanum afar umfangsmikla fjárhagsaðstoð. Fall bankans hefur ekki áhrif á íslenska lántaka bankans. Í apríl 2008 lánaði Dexia Orkuveitu Reykjavíkur 100 milljónir evra á 48 punkta álagi á millibankavexti. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, er ekkert í lánasamningnum sem gerir það að verkum að breyting á eignarhaldi bankans hafi áhrif á samninginn. Lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf bankans á fimmtudag eftir að verð bréfanna féll um meira en 17 prósent. Þá hafði ótti fjárfesta um að bankinn væri á leið í þrot magnast upp, en bankinn á mikið undir skuldabréfum ofurskuldsettra Evrópuríkja. Vegna þessa hafði aðgangur bankans að lánsfé dregist mjög saman, en hann treysti á skammtímafjármögnun og því lék vafi á hvort bankinn gæti endurfjármagnað lán sín. Stjórnendur bankans hafa þannig reynt að leggja áherslu á að bankinn eigi í lausafjárvanda, en ekki eiginfjárvanda. Í dag var svo tilkynnt um ríkisaðstoð til handa bankanum, en það verða ríkissjóðir Belgíu, Frakklands og Lúxemborgar sem bera hitann og þungann af henni. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem fé skattgreiðenda er veitt í bankann, en árið 2008 héldu sömu ríkisstjórnir Dexía á floti með innspýtingu upp á 6,4 milljarða evra, andvirði rúmlega þúsund milljarða króna. Ríkisaðstoðin felur í sér að starfsemi Dexia í Belgíu verður þjóðnýtt, búist er við að alþjóðlegir fjárfestar komi til með að kaupa Lúxemborgararm bankans, og hluti starfseminnar í Frakklandi verði jafnframt á hendi ríkisins. Þá munu ríkissjóðir þessara ríkja ábyrgjast skuldir bankans upp að 90 milljörðum Evra á næstu tíu árum, andvirði um 14 þúsund milljarða króna, til að tryggja aðgang hans að lánsfé. Þannig vilja ríkin tryggja að vandi bankans dreifi sér ekki um Evrópska fjármálamarkaði. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Starfsemi fransk-belgíska bankans Dexia verður þjóðnýtt að hluta til, en ríkisstjórnir þriggja ríkja hafa samþykkt að veita bankanum afar umfangsmikla fjárhagsaðstoð. Fall bankans hefur ekki áhrif á íslenska lántaka bankans. Í apríl 2008 lánaði Dexia Orkuveitu Reykjavíkur 100 milljónir evra á 48 punkta álagi á millibankavexti. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, er ekkert í lánasamningnum sem gerir það að verkum að breyting á eignarhaldi bankans hafi áhrif á samninginn. Lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf bankans á fimmtudag eftir að verð bréfanna féll um meira en 17 prósent. Þá hafði ótti fjárfesta um að bankinn væri á leið í þrot magnast upp, en bankinn á mikið undir skuldabréfum ofurskuldsettra Evrópuríkja. Vegna þessa hafði aðgangur bankans að lánsfé dregist mjög saman, en hann treysti á skammtímafjármögnun og því lék vafi á hvort bankinn gæti endurfjármagnað lán sín. Stjórnendur bankans hafa þannig reynt að leggja áherslu á að bankinn eigi í lausafjárvanda, en ekki eiginfjárvanda. Í dag var svo tilkynnt um ríkisaðstoð til handa bankanum, en það verða ríkissjóðir Belgíu, Frakklands og Lúxemborgar sem bera hitann og þungann af henni. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem fé skattgreiðenda er veitt í bankann, en árið 2008 héldu sömu ríkisstjórnir Dexía á floti með innspýtingu upp á 6,4 milljarða evra, andvirði rúmlega þúsund milljarða króna. Ríkisaðstoðin felur í sér að starfsemi Dexia í Belgíu verður þjóðnýtt, búist er við að alþjóðlegir fjárfestar komi til með að kaupa Lúxemborgararm bankans, og hluti starfseminnar í Frakklandi verði jafnframt á hendi ríkisins. Þá munu ríkissjóðir þessara ríkja ábyrgjast skuldir bankans upp að 90 milljörðum Evra á næstu tíu árum, andvirði um 14 þúsund milljarða króna, til að tryggja aðgang hans að lánsfé. Þannig vilja ríkin tryggja að vandi bankans dreifi sér ekki um Evrópska fjármálamarkaði.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira