Viðskipti innlent

Guðbjörg Edda nýr forseti EGA

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, er nýr forseti Samtaka evrópskra samheitalyfjafyrirtækja, European Generic Medicines Association (EGA).

Þetta var tilkynnt formlega á stjórnarfundi samtakanna sem haldinn er í gær í Varsjá í Póllandi. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að Guðbjörg Edda hafi starfað við samheitalyfjaiðnaðinn í yfir 30 ár og fengist við fjölmörg verkefni sem samheitalyfjaiðnaðurinn hefur þurft að kljást við á leið sinni að verða mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfinu um allan heim.

Einnig kemur fram að ferill Guðbjargar Eddu innan geirans sé einstæður en hann byggist á starfi hennar hjá Actavis og forverum þess. Edda tekur við keflinu af Didier Barret frá Mylan. Hún hefur verið í stjórn samtakanna frá 2006 og í framkvæmdastjórn í tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×