Viðskipti innlent

Heildaraflinn í kolmunna stóraukinn

Samningar hafa tekist um veiðar úr kolmunnastofninum fyrir næsta ár. Fundarhöld fóru fram um málið í London í gær og í fyrradag og komust menn að samkomulagi um að heildarafli verði 391.000 tonn. Um töluverða aukningu frá því í ár er að ræða en þá var heildaraflinn 40.100 tonn að því er fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Hlutdeild íslenskra skipa í aflanum verður 63.477 tonn að frádregnum flutningi aflamarks á milli ára.

„Ákvörðunin er samkvæmt ráðgjöf ICES og þeirri langtíma stjórnunaráætlun sem strandríkin samþykktu haustið 2008, en áætlunin er í samræmi við varúðarnálgun við stjórn fiskveiða að mati ICES. Þeirri langtíma stjórnunaráætlun er ætlað að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnsins til lengri tíma."  

Formaður íslensku sendinefndarinnar var Kristján Freyr Helgason frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu en auk hans var sendinefndin skipuð þeim Steinari Inga Matthíassyni frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, Ástu Guðmundsdóttur frá Hafrannsóknastofnuninni og Kristjáni Þórarinssyni frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×