Viðskipti innlent

Eignir lífeyrissjóðanna lækkað um 24 milljarða síðan í júlí

Hrein eign lífeyrissjóða var 2.019 ma.kr. í lok ágúst sl. samkvæmt tilkynningu sem finna má á vef Seðlabanka Íslands.

Þar segir að eign lífeyrissjóðanna hafi lækkaði um 24 ma.kr. frá júlí sl. en lækkunina má að mestu leyti rekja til lækkunar á erlendri verðbréfaeign sjóðanna í kjölfar umróts á erlendum fjármálamörkuðum.

Erlend verðbréfaeign sjóðanna var 454 ma.kr. í lok ágúst en þá hafði hún lækkað um 35 ma.kr. eða 7% frá lok júlí. Erlendar eignir sjóðanna eru gerðar upp í íslenskum krónum og því hefur ekki verið tekið tillit til gengisáhrifa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×