Viðskipti innlent

50 ár á horninu á Skólavörðustíg

Tösku og hanskabúðin er í huga margra einn af föstum punktum miðborgarinnar á horninu á Skólavörðustíg og Bergstaðastræti.
Tösku og hanskabúðin er í huga margra einn af föstum punktum miðborgarinnar á horninu á Skólavörðustíg og Bergstaðastræti.
Ein af eldri búðum bæjarins, Tösku og hanskabúðin, fagnar 50 ára afmæli þessa dagana en öll fimmtíu árin hefur verslunin verið til húsa á horninu á Skólavörðustíg og Bergstaðastræti. Hún er því í huga margra einn af föstum punktum miðborgarinnar því þrátt fyrir að byggð hafi breyst í gegnum árin og verslun dreifst um höfuðborgarsvæðið, þá hefur verslunin ávallt haldið sínu.

Hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Þorgrímur Brynjólfsson stofnuðu Tösku- og hanskabúðina 3. október árið 1961 en þegar þau tóku við húsnæðinu á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis var þar mjólkurverslun.

Tösku og hanskabúðin er stærsta sérvöruverslun landsins með töskur og hanska. Hún hefur alla tíð flutt inn gæðavörur í miklu úrvali og hafa því myndast sterk viðskiptasambönd út um alla Evrópu sem viðskiptavinir verslunarinnar njóta góðs af. Enda hefur stór hópur viðskiptavina á öllum aldri haldið tryggð við verslunina í gegnum árin og fagnað því að eiga sér fastan punkt í annars síbreytilegum miðbænum.

Til að fagna þessum tímamótum er haldin afmælishátíð í versluninni þessa dagana og veittur 20% afsláttur af öllum vörum í versluninni. Hægt er að skoða úrvalið í versluninni á heimasíðu hennar, th.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×