Auðlindaskattur mismunar atvinnugreinum 11. október 2011 11:35 Upplýsingar sem greining Arion banka hefur tekið saman sýna að auðlindaskattur mismunar atvinnugreinum, það er stóriðju og sjávarútvegi. Svo virðist sem sjávarútvegurinn borgi tvöfalt meira í auðlindaskatt en stóriðjan ef miðað er við gjöld af tekjum. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að stærstu fyrirtækin í stóriðju séu í eigu erlendra félaga. Því er ljóst að minni hluti þeirra gjaldeyristekna sem stóriðjan skapar verður eftir í landinu,þar sem hagnaðurinn fer úr landi í formi arðgreiðslna, samanborið við sjávarútveginn. „Tekið skal fram að greiningardeild er ekki að leggja til aukna skattlagningu á stóriðju. Hins vegar má velta upp þeirri spurningu hvort verið sé að mismuna útflutningsgreinum á Íslandi þegar kemur að skattlagningu „auðlindar“. Sjávarútvegurinn skapar stærstan hluta af gjaldeyristekjum landsins en sér fram á aukna gjaldtöku um ókomna framtíð nái frumvarp um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi fram að ganga,“ segir í Markaðspunktunum. „Í lok árs 2009 samþykkti Alþingi lög um umhverfis- og auðlindaskatta. Í lögunum felst að skattur verður lagður á selda raforku og heitt vatn. Fjárhæð skatts af seldri raforku er 0,12 kr. á hverja kílóvattstund, en skattur á heitt vatn er 2% af smásöluverði. Skattskyldan nær eingöngu til þeirra aðila sem kaupa raforku og heitt vatn á síðasta stigi viðskipta. Skatturinn leggst þyngst á stóriðjuna sem notaði rúmlega 13 þúsund milljónir kílóvattstunda af raforku árið 2009.“ Þá segir að samkvæmt útreikningum greiningarinnar nam auðlindaskattur á stóriðju um 1,5 milljörðum kr. í fyrra. Að meðaltali greiddi sjávarútvegurinn rúmlega 1% af tekjum sínum í veiðigjald á síðasta áratug, en greinin greiddi um 2,5 milljarða kr. í veiðigjald við upphaf fiskveiðiársins 2010/2011. Í fyrra námu greiðslurnar því um 2% af tekjum greinarinnar. „Svo virðist sem stóriðjan hafi greitt tvöfalt lægra auðlindagjald samanborið við sjávarútveginn, ef miðað er við hlutfall gjaldsins af tekjum,“ segir í Markaðspunktunum. „Erfitt er þó að fá heildarmynd af því hvernig gjaldið leggst á greinina þar sem raforkuskatturinn var greiddur í fyrsta sinn í fyrra. Í því samhengi ber þó að vekja athygli á því að lög um umhverfis- og auðlindaskatta eiga að falla úr gildi í árslok 2012, en til stendur að hækka veiðigjald sjávarútvegsins enn meira á næstkomandi árum. Mat greiningardeildar bendir til þess að veiðigjaldið gæti orðið allt að 4,3% af tekjum sjávarútvegs ef núverandi frumvarp um fiskveiðistjórnunarkerfið verður að lögum.“ Mest lesið Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Upplýsingar sem greining Arion banka hefur tekið saman sýna að auðlindaskattur mismunar atvinnugreinum, það er stóriðju og sjávarútvegi. Svo virðist sem sjávarútvegurinn borgi tvöfalt meira í auðlindaskatt en stóriðjan ef miðað er við gjöld af tekjum. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að stærstu fyrirtækin í stóriðju séu í eigu erlendra félaga. Því er ljóst að minni hluti þeirra gjaldeyristekna sem stóriðjan skapar verður eftir í landinu,þar sem hagnaðurinn fer úr landi í formi arðgreiðslna, samanborið við sjávarútveginn. „Tekið skal fram að greiningardeild er ekki að leggja til aukna skattlagningu á stóriðju. Hins vegar má velta upp þeirri spurningu hvort verið sé að mismuna útflutningsgreinum á Íslandi þegar kemur að skattlagningu „auðlindar“. Sjávarútvegurinn skapar stærstan hluta af gjaldeyristekjum landsins en sér fram á aukna gjaldtöku um ókomna framtíð nái frumvarp um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi fram að ganga,“ segir í Markaðspunktunum. „Í lok árs 2009 samþykkti Alþingi lög um umhverfis- og auðlindaskatta. Í lögunum felst að skattur verður lagður á selda raforku og heitt vatn. Fjárhæð skatts af seldri raforku er 0,12 kr. á hverja kílóvattstund, en skattur á heitt vatn er 2% af smásöluverði. Skattskyldan nær eingöngu til þeirra aðila sem kaupa raforku og heitt vatn á síðasta stigi viðskipta. Skatturinn leggst þyngst á stóriðjuna sem notaði rúmlega 13 þúsund milljónir kílóvattstunda af raforku árið 2009.“ Þá segir að samkvæmt útreikningum greiningarinnar nam auðlindaskattur á stóriðju um 1,5 milljörðum kr. í fyrra. Að meðaltali greiddi sjávarútvegurinn rúmlega 1% af tekjum sínum í veiðigjald á síðasta áratug, en greinin greiddi um 2,5 milljarða kr. í veiðigjald við upphaf fiskveiðiársins 2010/2011. Í fyrra námu greiðslurnar því um 2% af tekjum greinarinnar. „Svo virðist sem stóriðjan hafi greitt tvöfalt lægra auðlindagjald samanborið við sjávarútveginn, ef miðað er við hlutfall gjaldsins af tekjum,“ segir í Markaðspunktunum. „Erfitt er þó að fá heildarmynd af því hvernig gjaldið leggst á greinina þar sem raforkuskatturinn var greiddur í fyrsta sinn í fyrra. Í því samhengi ber þó að vekja athygli á því að lög um umhverfis- og auðlindaskatta eiga að falla úr gildi í árslok 2012, en til stendur að hækka veiðigjald sjávarútvegsins enn meira á næstkomandi árum. Mat greiningardeildar bendir til þess að veiðigjaldið gæti orðið allt að 4,3% af tekjum sjávarútvegs ef núverandi frumvarp um fiskveiðistjórnunarkerfið verður að lögum.“
Mest lesið Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira