Auðlindaskattur mismunar atvinnugreinum 11. október 2011 11:35 Upplýsingar sem greining Arion banka hefur tekið saman sýna að auðlindaskattur mismunar atvinnugreinum, það er stóriðju og sjávarútvegi. Svo virðist sem sjávarútvegurinn borgi tvöfalt meira í auðlindaskatt en stóriðjan ef miðað er við gjöld af tekjum. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að stærstu fyrirtækin í stóriðju séu í eigu erlendra félaga. Því er ljóst að minni hluti þeirra gjaldeyristekna sem stóriðjan skapar verður eftir í landinu,þar sem hagnaðurinn fer úr landi í formi arðgreiðslna, samanborið við sjávarútveginn. „Tekið skal fram að greiningardeild er ekki að leggja til aukna skattlagningu á stóriðju. Hins vegar má velta upp þeirri spurningu hvort verið sé að mismuna útflutningsgreinum á Íslandi þegar kemur að skattlagningu „auðlindar“. Sjávarútvegurinn skapar stærstan hluta af gjaldeyristekjum landsins en sér fram á aukna gjaldtöku um ókomna framtíð nái frumvarp um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi fram að ganga,“ segir í Markaðspunktunum. „Í lok árs 2009 samþykkti Alþingi lög um umhverfis- og auðlindaskatta. Í lögunum felst að skattur verður lagður á selda raforku og heitt vatn. Fjárhæð skatts af seldri raforku er 0,12 kr. á hverja kílóvattstund, en skattur á heitt vatn er 2% af smásöluverði. Skattskyldan nær eingöngu til þeirra aðila sem kaupa raforku og heitt vatn á síðasta stigi viðskipta. Skatturinn leggst þyngst á stóriðjuna sem notaði rúmlega 13 þúsund milljónir kílóvattstunda af raforku árið 2009.“ Þá segir að samkvæmt útreikningum greiningarinnar nam auðlindaskattur á stóriðju um 1,5 milljörðum kr. í fyrra. Að meðaltali greiddi sjávarútvegurinn rúmlega 1% af tekjum sínum í veiðigjald á síðasta áratug, en greinin greiddi um 2,5 milljarða kr. í veiðigjald við upphaf fiskveiðiársins 2010/2011. Í fyrra námu greiðslurnar því um 2% af tekjum greinarinnar. „Svo virðist sem stóriðjan hafi greitt tvöfalt lægra auðlindagjald samanborið við sjávarútveginn, ef miðað er við hlutfall gjaldsins af tekjum,“ segir í Markaðspunktunum. „Erfitt er þó að fá heildarmynd af því hvernig gjaldið leggst á greinina þar sem raforkuskatturinn var greiddur í fyrsta sinn í fyrra. Í því samhengi ber þó að vekja athygli á því að lög um umhverfis- og auðlindaskatta eiga að falla úr gildi í árslok 2012, en til stendur að hækka veiðigjald sjávarútvegsins enn meira á næstkomandi árum. Mat greiningardeildar bendir til þess að veiðigjaldið gæti orðið allt að 4,3% af tekjum sjávarútvegs ef núverandi frumvarp um fiskveiðistjórnunarkerfið verður að lögum.“ Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Upplýsingar sem greining Arion banka hefur tekið saman sýna að auðlindaskattur mismunar atvinnugreinum, það er stóriðju og sjávarútvegi. Svo virðist sem sjávarútvegurinn borgi tvöfalt meira í auðlindaskatt en stóriðjan ef miðað er við gjöld af tekjum. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að stærstu fyrirtækin í stóriðju séu í eigu erlendra félaga. Því er ljóst að minni hluti þeirra gjaldeyristekna sem stóriðjan skapar verður eftir í landinu,þar sem hagnaðurinn fer úr landi í formi arðgreiðslna, samanborið við sjávarútveginn. „Tekið skal fram að greiningardeild er ekki að leggja til aukna skattlagningu á stóriðju. Hins vegar má velta upp þeirri spurningu hvort verið sé að mismuna útflutningsgreinum á Íslandi þegar kemur að skattlagningu „auðlindar“. Sjávarútvegurinn skapar stærstan hluta af gjaldeyristekjum landsins en sér fram á aukna gjaldtöku um ókomna framtíð nái frumvarp um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi fram að ganga,“ segir í Markaðspunktunum. „Í lok árs 2009 samþykkti Alþingi lög um umhverfis- og auðlindaskatta. Í lögunum felst að skattur verður lagður á selda raforku og heitt vatn. Fjárhæð skatts af seldri raforku er 0,12 kr. á hverja kílóvattstund, en skattur á heitt vatn er 2% af smásöluverði. Skattskyldan nær eingöngu til þeirra aðila sem kaupa raforku og heitt vatn á síðasta stigi viðskipta. Skatturinn leggst þyngst á stóriðjuna sem notaði rúmlega 13 þúsund milljónir kílóvattstunda af raforku árið 2009.“ Þá segir að samkvæmt útreikningum greiningarinnar nam auðlindaskattur á stóriðju um 1,5 milljörðum kr. í fyrra. Að meðaltali greiddi sjávarútvegurinn rúmlega 1% af tekjum sínum í veiðigjald á síðasta áratug, en greinin greiddi um 2,5 milljarða kr. í veiðigjald við upphaf fiskveiðiársins 2010/2011. Í fyrra námu greiðslurnar því um 2% af tekjum greinarinnar. „Svo virðist sem stóriðjan hafi greitt tvöfalt lægra auðlindagjald samanborið við sjávarútveginn, ef miðað er við hlutfall gjaldsins af tekjum,“ segir í Markaðspunktunum. „Erfitt er þó að fá heildarmynd af því hvernig gjaldið leggst á greinina þar sem raforkuskatturinn var greiddur í fyrsta sinn í fyrra. Í því samhengi ber þó að vekja athygli á því að lög um umhverfis- og auðlindaskatta eiga að falla úr gildi í árslok 2012, en til stendur að hækka veiðigjald sjávarútvegsins enn meira á næstkomandi árum. Mat greiningardeildar bendir til þess að veiðigjaldið gæti orðið allt að 4,3% af tekjum sjávarútvegs ef núverandi frumvarp um fiskveiðistjórnunarkerfið verður að lögum.“
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira