Viðskipti innlent

Ferðamönnum fjölgað um 100 þúsund

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti verkefnið í dag.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti verkefnið í dag. mynd/ anton.
Stefnt er að því að fjölga ferðamönnum utan háannatíma um 100 þúsund frá september í ár fram í september árið 2014, eða um 12% á ári, með nýju verkefni sem Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti í dag.

Með verkefninu á að jafna árstíðarsveiflu í komu ferðamanna, skapa ný störf og auka arðsemi af ferðamennsku. Verkefnið mun byggja á þeirri fjárfestingu sem lögð hefur verið í markaðsátakið Inspired by Iceland og áfram verður unnið með það vörumerki. Það beinist fyrst og fremst að því að auglýsa og kynna Ísland sem áfangastað allt árið.

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili verkefnisins, en samstarfsaðilar eru: iðnaðarráðuneyti, fjármálaráðuneyti, Icelandair, Reykjavíkurborg, Samtök ferðaþjónustunnar, Iceland Express, ISAVIA, Samtök verslunar og þjónustu og Landsbankinn. Þá hafa rúmlega 130 fyrirtæki skráð sig til þátttöku í verkefninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×