Viðskipti innlent

Eignir Kaupþings aukast um 97 milljarða að nafnverði

Andvirði eigna þrotabús Kaupþing jókst töluvert á fyrri helmingi ársins. Nam aukningin 97 milljörðum króna að nafnvirði en að teknu tilliti til þess að gengi krónunnar lækkaði um 5,5% á tímabilinu er raunverðshækkun eignanna um 48 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í uppfærðri skýrslu skilanefndar Kaupþings til körfuhafa. Handbært fé þrotabúsins nam 319 milljörðum króna í lok júní s.l. og hafði aukist um 88 milljarða króna á fyrri helming ársins. Ástæða þeirrar aukningar er að vel hefur gengið að fá borgað af útistandandi lánum Kaupþings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×