Viðskipti innlent

Íslendingar kaupa fiskvinnslu í Víetnam

Íslenska fyrirtækið Portunas hefur fest kaup á fiskvinnslustöð í Víetnam. Fiskvinnslustöð þessi sérhæfir sig í vinnslu á afurðum úr pangasius fiski en hann er algengasti eldisfiskurinn í Víetnam.

Rætt er við Pálma S. Pálmason eigenda Portunas um málið á vefsíðunni SeafoodSource.com. Þar segir Pálmi að sem stendur framleiði Víetnamar yfir 4 milljónir tonna af fiski á hverju ári. Með því að nota íslenskar aðferðir og íslenska tækni sé hægt að auka þetta magn töluvert.

Pálmi hefur rekið Portunas um nokkurt skeið í Víetnam en hann kom til Íslands í síðasta mánuði og kynnti þá möguleika á fjárfestingum Íslendinga í Víetnam á fundi hjá Íslandssofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×