Viðskipti innlent

Hagstofan leiðréttir tölur um vöruskiptin

Hagstofan hefur leiðrétt frétt sína um vöruskiptajöfnuðinn fyrir tímabilið janúar til ágúst í ár. Í leiðréttingunni kemur fram að vöruskiptajöfnuðurinn var 9,7 milljörðum kr. lakari en á sama tímabili í fyrra en ekki 8,3 milljörðum kr. eins og stóð í fyrstu fréttinni.

Á vefsíðu Hagstofunnar segir að í fyrri fréttinni var stuðst við rangar forsendur um gengisbreytingar þegar tölur fyrra árs voru umreiknaðar.

Í ágústmánuði voru fluttar út vörur fyrir 56,7 milljarða króna og inn fyrir 45,6 milljarða. Vöruskiptin í ágúst  voru því hagstæð um 11,1 milljarð króna. Í ágúst 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 7,5 milljarða króna á sama gengi.

Fyrstu átta mánuðina 2011 voru fluttar út vörur fyrir 397,5 milljarða króna en inn fyrir 331,5 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 65,9 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 75,6 milljarða á sama gengi.

Vöruskiptajöfnuðurinn var því 9,7 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður, að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×