Viðskipti innlent

Bónus oftast með lægsta verðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni.
Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni. mynd/ vilhelm.
Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á ýmsum matvörum í ellefu matvöruverslunum á höfuðborgasvæðinu og nágrenni á þriðjudaginn. Kostur Dalvegi neitaði að taka þátt í könnuninni.

Hæsta verðið var oftast að finna í verslun 10/11 Borgartúni og næst oftast í verslun 11/11 Laugavegi.  Mjög mikill munur var á hæsta og lægsta verði nær allra vörutegunda. Af þeim 157 vörum sem kannaðar voru, var yfir 100% munur á 27 vörutegundum, en í þriðjungi tilvika var á milli 25-50% munur á hæsta og lægsta verði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×