Kjalar og Arion banki semja Magnús Halldórsson skrifar 10. október 2011 15:45 Ólafur Ólafsson. Samkomulag hefur tekist milli Kjalars, fjárfestingafélags í meirihlutaeigu Ólafs Ólafssonar, og lánardrottna félagsins um uppgjör á eignum og skuldum. Þetta staðfestu Hjörleifur Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Kjalars, og Iða Brá Benediktsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, stærsta lánardrottins félagsins. Kjalar hefur frá fyrri hluta árs 2009 unnið að sölu eigna sinna í samstarfi við lánardrottna og er því ferli nú lokið. Samhliða hefur verið rekið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem reyndi á uppgjör á gjaldmiðlaskiptasamningum sem Kjalar hafði gert við Kaupþing banka hf. Félagið á að auki sambærilegar kröfur, en lægri, á Glitni banka hf. Niðurstaða framangreindra málaferla hefði ráðið endanlegu umfangi eigna Kjalars og hvernig þær skiptast á milli lánardrottna, auk þess sem nokkur hagnaðarvon var fyrir eigendur Kjalars færu umrædd málaferli á besta veg fyrir Kjalar, þ.e. ef samningarnir hefðu verið gerðir upp miðað opinbert gengi Seðlabanka Evrópu á evru gagnvart krónu á haustmánuðum 2008. Samkomulag er nú um að falla frá umræddum málaferlum og jafnframt er samið um uppgjör á skuldum Kjalars með öðrum eignum félagsins. Sem hluti af þessu heildaruppgjöri er þriðjungshlutur Kjalars í HB Granda hf. framseldur til Arion banka en tilkynnt hefur verið um þá breytingu á eignarhaldi til Kauphallar Íslands. Sáttur við niðurstöðuna Hjörleifur Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Kjalars, segir að stjórn Kjalars og eigendur þess séu sáttir með þessa niðurstöðu enda hafi það aldrei verið markmið Kjalars að hagnast á umræddum málaferlum heldur einungis að tryggja sanngjarna og farsæla niðurstöðu fyrir lánardrottna félagsins. Hjörleifur segir að í október 2008, eftir fall Kaupþings banka, hafi eignir Kjalars einkum verið bundnar í hlutabréfum í rótgrónum fyrirtækjum. Auk þessarra eigna átti Kjalar síðan kröfu að fjárhæð 115 milljarða króna á Kaupþing banka vegna gjaldmiðlaskiptasamninga og sambærileg krafa á Glitni banka hafi numið rúmum 9 milljörðum króna. Heildarskuldir Kjalars á sama tíma hafi verið um 100 milljarðar króna og þar af hafi Kjalar skuldað Arion banka um 77 milljarða króna. Ágreiningur hafi hinsvegar verið um virði gjaldmiðlaskiptasamningana, þ.e. á hvaða gengi þeir skyldu gerðir upp. Bankarnir hafi viljað meta heildareignir Kjalars á tæpa 30 milljarða króna en Kjalar hafi metið eignir félagsins á um 5 til 10 milljarða króna umfram skuldir. Ekki hafi verið annað fyrirséð en að takast á um málið fyrir dómstólum en slíkt hefði getað tekið langan tíma, að sögn Hjörleifs. Ef Kjalar hefði unnið málið þá hefði Arion banki ekki fengið neinn hlut í eignum Kjalars, aðrir kröfuhafar hefðu fengið allt greitt og Kjalar hefði staðið eftir með nokkrar eignir. Ef Kjalar hefði tapað málinu hefði Arion banki fengið stærstan hluta af eignunum, aðrir kröfuhafar fengið það sem eftir stæði og Kjalar síðan orðið gjaldþrota. Eigendur Kjalars hafi snemmsumars rofið þessa kyrrstöðu með því að bjóðast til að gefa eftir hagnaðarvon félagsins, falla frá málaferlum vegna gjaldeyrisskiptasamninga og ganga til samninga við kröfuhafa félagsins. Slíkt samkomulag hefur nú náðst og sagðist Hjörleifur ekki vita annað en að allir væru þokkalega sáttir með sinn hlut.Besta niðurstaðan fyrir bankann Iða Brá Benediktsdóttir segir að sem hluti af samkomulaginu hafi verið framkvæmd skoðun á rekstri Kjalars frá ársbyrjun 2008 þar sem meðal annars var skoðað hvort forsendur hefur verið fyrir hendi til að rifta einhverjum gjörningum þess. Ekkert slíkt hefði komið í ljós. Staða Kjalars hafi verið flókin og vandmetin vegna málsóknar félagsins gegn Kaupþingi. Málarekstur hefði getað tekið nokkur ár og hugsanlega endað með því að Arion banki fengi ekkert í sinn hlut. Eftir uppgjörið sitji ekki neinar eignir inni í Kjalari nema hluthafar auki þar hlutafé. Iða Brá segir að með samkomulaginu nú sé Arion banki að vernda hagsmuni sína og tryggja verulegar endurheimtur. Hjörleifur Jakobsson segir að með þessu sé lokið heildarupgjöri á öllum eignum Kjalars og hluthafar félagsins orðnir einu lánardrottnar þess. Stærsta eign Kjalars hafi verið tæplega 10% hlutur í Kaupþingi banka sem varð verðlaus. Fall bankans hafi reynst mörgum erfitt og verulegir fjármunir tapast. "Það er hinsvegar ánægjulegt að vita til þess að öll þau félög þar sem Kjalar átti kjölfestuhlut í, hafa staðið af sér kreppu og óveður á mörkuðum og hafa lánardrottnar ekki tapað á lánum sínum til þeirra félaga. Þó félagið Kjalar sé áfram starfhæft þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um framtíð þess," sagði Hjörleifur í samtali við Vísi. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Samkomulag hefur tekist milli Kjalars, fjárfestingafélags í meirihlutaeigu Ólafs Ólafssonar, og lánardrottna félagsins um uppgjör á eignum og skuldum. Þetta staðfestu Hjörleifur Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Kjalars, og Iða Brá Benediktsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, stærsta lánardrottins félagsins. Kjalar hefur frá fyrri hluta árs 2009 unnið að sölu eigna sinna í samstarfi við lánardrottna og er því ferli nú lokið. Samhliða hefur verið rekið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem reyndi á uppgjör á gjaldmiðlaskiptasamningum sem Kjalar hafði gert við Kaupþing banka hf. Félagið á að auki sambærilegar kröfur, en lægri, á Glitni banka hf. Niðurstaða framangreindra málaferla hefði ráðið endanlegu umfangi eigna Kjalars og hvernig þær skiptast á milli lánardrottna, auk þess sem nokkur hagnaðarvon var fyrir eigendur Kjalars færu umrædd málaferli á besta veg fyrir Kjalar, þ.e. ef samningarnir hefðu verið gerðir upp miðað opinbert gengi Seðlabanka Evrópu á evru gagnvart krónu á haustmánuðum 2008. Samkomulag er nú um að falla frá umræddum málaferlum og jafnframt er samið um uppgjör á skuldum Kjalars með öðrum eignum félagsins. Sem hluti af þessu heildaruppgjöri er þriðjungshlutur Kjalars í HB Granda hf. framseldur til Arion banka en tilkynnt hefur verið um þá breytingu á eignarhaldi til Kauphallar Íslands. Sáttur við niðurstöðuna Hjörleifur Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Kjalars, segir að stjórn Kjalars og eigendur þess séu sáttir með þessa niðurstöðu enda hafi það aldrei verið markmið Kjalars að hagnast á umræddum málaferlum heldur einungis að tryggja sanngjarna og farsæla niðurstöðu fyrir lánardrottna félagsins. Hjörleifur segir að í október 2008, eftir fall Kaupþings banka, hafi eignir Kjalars einkum verið bundnar í hlutabréfum í rótgrónum fyrirtækjum. Auk þessarra eigna átti Kjalar síðan kröfu að fjárhæð 115 milljarða króna á Kaupþing banka vegna gjaldmiðlaskiptasamninga og sambærileg krafa á Glitni banka hafi numið rúmum 9 milljörðum króna. Heildarskuldir Kjalars á sama tíma hafi verið um 100 milljarðar króna og þar af hafi Kjalar skuldað Arion banka um 77 milljarða króna. Ágreiningur hafi hinsvegar verið um virði gjaldmiðlaskiptasamningana, þ.e. á hvaða gengi þeir skyldu gerðir upp. Bankarnir hafi viljað meta heildareignir Kjalars á tæpa 30 milljarða króna en Kjalar hafi metið eignir félagsins á um 5 til 10 milljarða króna umfram skuldir. Ekki hafi verið annað fyrirséð en að takast á um málið fyrir dómstólum en slíkt hefði getað tekið langan tíma, að sögn Hjörleifs. Ef Kjalar hefði unnið málið þá hefði Arion banki ekki fengið neinn hlut í eignum Kjalars, aðrir kröfuhafar hefðu fengið allt greitt og Kjalar hefði staðið eftir með nokkrar eignir. Ef Kjalar hefði tapað málinu hefði Arion banki fengið stærstan hluta af eignunum, aðrir kröfuhafar fengið það sem eftir stæði og Kjalar síðan orðið gjaldþrota. Eigendur Kjalars hafi snemmsumars rofið þessa kyrrstöðu með því að bjóðast til að gefa eftir hagnaðarvon félagsins, falla frá málaferlum vegna gjaldeyrisskiptasamninga og ganga til samninga við kröfuhafa félagsins. Slíkt samkomulag hefur nú náðst og sagðist Hjörleifur ekki vita annað en að allir væru þokkalega sáttir með sinn hlut.Besta niðurstaðan fyrir bankann Iða Brá Benediktsdóttir segir að sem hluti af samkomulaginu hafi verið framkvæmd skoðun á rekstri Kjalars frá ársbyrjun 2008 þar sem meðal annars var skoðað hvort forsendur hefur verið fyrir hendi til að rifta einhverjum gjörningum þess. Ekkert slíkt hefði komið í ljós. Staða Kjalars hafi verið flókin og vandmetin vegna málsóknar félagsins gegn Kaupþingi. Málarekstur hefði getað tekið nokkur ár og hugsanlega endað með því að Arion banki fengi ekkert í sinn hlut. Eftir uppgjörið sitji ekki neinar eignir inni í Kjalari nema hluthafar auki þar hlutafé. Iða Brá segir að með samkomulaginu nú sé Arion banki að vernda hagsmuni sína og tryggja verulegar endurheimtur. Hjörleifur Jakobsson segir að með þessu sé lokið heildarupgjöri á öllum eignum Kjalars og hluthafar félagsins orðnir einu lánardrottnar þess. Stærsta eign Kjalars hafi verið tæplega 10% hlutur í Kaupþingi banka sem varð verðlaus. Fall bankans hafi reynst mörgum erfitt og verulegir fjármunir tapast. "Það er hinsvegar ánægjulegt að vita til þess að öll þau félög þar sem Kjalar átti kjölfestuhlut í, hafa staðið af sér kreppu og óveður á mörkuðum og hafa lánardrottnar ekki tapað á lánum sínum til þeirra félaga. Þó félagið Kjalar sé áfram starfhæft þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um framtíð þess," sagði Hjörleifur í samtali við Vísi.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira