Viðskipti innlent

Samskip stefnir Eimskip - vilja tæpa fjóra milljarða

Samskip hefur stefnt Eimskip.
Samskip hefur stefnt Eimskip.
Samskip hafa birt A1988 hf., sem áður hét Eimskipafélag Íslands, stefnu og krafist þess að félagið verði dæmt til að greiða skaðabætur vegna ólöglegrar atlögu að Samskipum á flutningamörkuðum á árunum 1999 til 2002. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Þar segir að málið sé höfðað með vísan til úrskurðar samkeppnisyfirvalda frá árinu 2008 um brot Eimskips á samkeppnislögum, sem miðuðu að því að veikja stöðu Samskipa verulega.

Þá vitnar RÚV í fréttatilkynningu frá Samskipum þar sem segir að brotin hafi verið svo umfangsmikil og alvarleg að ekki hafi annað komið til greina en að láta reyna á rétt Samskipa til skaðabóta fyrir dómstólum.

Samkvæmt ýtrustu kröfu í stefnunni er tjón Samskipa metið á tæplega 3,7 milljarða króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×