Fleiri fréttir

Royal Unibrew býr sig undir það versta í Lettlandi

Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew sem og önnur dönsk fyrirtæki undirbúa sig nú fyrir það versta mögulega í efnahagsmálum Lettlands, mikið fall á gengi latsins, gjaldmiðils landsins. Og slíkt gengisfall gæti breiðst eins og bylgjur á vatni til hinna Eystrasaltsríkjanna.

Sigurjón lánaði sjálfum sér 40 milljónir

40 milljón króna lán Sigurjóns Árnasonar til Sigurjóns Árnasonar hefur fengið marga til að klóra sér í kollinum. Veðskuldabréf Sigurjóns hefur farið sem eldur í sinu um netið í dag.

Mandelson veldur taugatitringi með evru-ummælum

Mandelson lávarður, viðskiptaráðherra Bretlands hefur valdið miklum taugatitringi innan ríkisstjórnar sinnar og Verkamannaflokksins eftir að hann lýsti því yfir í Berlín í gærdag að Bretar ættu að taka upp evruna.

Bagger í sjö ára fangelsi

Danski fjárglæframaðurinn Stein Bagger var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa dregið til sín jafnvirði nærri þrjátíu milljarða íslenskra króna þegar hann var stjórnandi upplýsingatæknifyrirtækisins IT Factory.

Segir að örlög 14% hlutar í Iceland ráðist strax

Malcolm Walker forstjóri verslunarkeðjunnar Iceland segir að örlög tæplega 14% hlutar í Iceland, sem nú er í eigu Landsbankans, muni ráðast strax. Hann vildi síðan ekki tjá sig nánar um málið að því er segir í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni.

Spáir því að verðbólgan aukist í þessum mánuði

Gangi spá hagfræðideildar Landsbankans eftir verður 12 mánaða verðbólga 12% í júní og eykst milli mánaða eftir að hafa minnkað fjóra mánuði í röð þar á undan. Verðbólgan í síðasta mánuði mældist 11,6%.

Fimm félög til viðbótar áminnt og sektuð

Kauphöllin hefur áminnt og sektað fimm félög til viðbótar fyrir að hafa ekki birt ársreikninga sína fyrir árið 2008 innan réttra tímatakmarkana. Hafa því alls 10 félög fengið slíkar áminningar og sektir það sem af er árinu.

Hagur fyrrum Baugsbúða vænkast

Rekstrarhagnaður bresku matvörukeðjunnar Iceland nam 112 milljónum punda, jafnvirði 23 milljarða króna, á síðasta ári. Breska leikfangaverslunin Hamleys tapaði hins vegar 2,7 milljónum punda, jafnvirði 570 milljóna króna, á sama tíma.

Varði krónuna falli

Gengi krónunnar styrktist um 1,07 prósent á millibankamarkaði í gær og endaði gengisvísitalan í 231,7 stigum. Vísitalan var í gær á svipuðum slóðum og á mánudag eftir snarpan kúf um miðja vikuna.

Hálfur milljarður í tap í fyrra: Nordic Partners tapar á hótelum

Eignarhaldsfélagið NP Hotels tapaði 22 milljónum danskra króna, jafnvirði hálfs milljarðs króna, á síðasta ári. Eiginfjárstaða félagsins er neikvæð um þrjá milljónir danskra króna og hefur verið gefið út að lánardrottnar muni breyta hluta lána í hlutafé.

Höftin duga ekki ein og sér

Gengislækkun krónunnar undanfarið má að hluta rekja til vaxtalækkana Seðlabankans, en stór áhrifavaldur er skortur á skýrum áætlunum nýrrar ríkistjórnar, meðal annars í fjármálum hins opinbera. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Viðskiptaráðs Íslands.

Unnið að slitum tveggja sjóða Landsbankans

Hagsjá Landsbankans greinir frá því í dag að unnið sé að slitum tveggja sjóða, Fyrirtækjabréfa og Vísitölubréfa Landsbankans. Samkvæmt tilmælum frá Fjármálaeftirlitinu ber rekstrarfélögum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða að slíta sjóðum sem líkt hafa eftir OMXI 15 vísitölunni.

Gengi bréfa Eimskips féll um 30 prósent

Gengi hlutabréfa Eimskipafélagsins féll um 30 prósent í dag í afar litlum viðskiptum. Þá féll gengi bréfa Bakkavara um 5,56 prósent og Atlantic Petroleum um 2,91 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Marel Food Systems um 1,85 prósent, færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 1,8 prósent og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,89 prósent.

Ríkissjóður þarf að reiða út 37 milljarða

Niðurstaða útboða vikunnar er sú að ríkissjóður þarf samtals að reiða fram 37 milljarða kr. í reiðufé til fjárfesta í dag og á mánudag. Eru þar erlendir aðilar fyrirferðarmestir.

Grænland eignast nyrsta lúxushótel heimsins

Besta hótel Grænlands, Hotel Arctic, fékk nýlega sína fimmtu stjörnu og er þar með orðið að nyrsta hóteli heimsins en það liggur við Ilulissat eða Ísfjörðinn á vesturströnd Grænlands.

Eigendur D´Angleterre hafa tapað öllu eiginfé

Íslenska félagið NP Hotels Holding, sem á m.a. hótelin D´Angleterre og Kong Fredrik, hefur tapað öllu eigin fé sínu og er eiginfjárstaðan orðin neikvæð um 3 milljónir danskra kr. eða 72 milljónir kr. Tapið af rekstri NP Hotels Holding á síðasta ári nam 22 milljónum dkr. eða rúmlega hálfum milljarði kr.

Hamleys tapaði 570 milljónum á síðasta ári

Leikfangaverslanakeðjan Hamleys skilaði tapi upp á 2,7 milljónir punda eða 570 milljónum kr. á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars s.l. Skilanefnd Landsbankans fer nú með 63,7% hlut í Hamleys en hann var áður í eigu Baugs.

Mikill hagnaður af rekstri Iceland-keðjunnar

Mikill hagnaður var af rekstri Iceland verslunarkeðjunnar í Bretlandi á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars s.l. Skilanefnd Landsbankans fer nú með stjórn á 14% hlut í keðjunni en hluturinn var áður í eigu Baugs.

Sumarhugur virðist vera kominn í bílainnflytjendur

Sumarhugur virðist vera kominn í bílainnflytjendur, en samkvæmt tölum frá Umferðarstofu voru nýskráðar 177 bifreiðar í fyrstu vikunni í júní, samanborið við að nýskráðar voru 220 bifreiðar nettó í öllum maímánuði, en þá hefur verið tekið tillit til nýrra bifreiða sem bæði voru nýskráðar og afskráðar í mánuðinum.

Greiðslubyrði lána viðráðanleg fyrir flest heimili

Skuldsetning íslenskra heimila er mikil í alþjóðlegum samanburði þegar hún er mæld í hlutfalli við ráðstöfunartekjur en greiðslubyrði lána virðist engu að síður vera viðráðanleg fyrir flesta en um 77% heimila þarf að verja innan við 40% ráðstöfunartekna í greiðslubyrði íbúða-, bíla- og yfirdráttarlána.

Nýr pallbíll frá VW

Volkswagen kynnir nýjan pallbíl sem hefur fengið nafnið Amarok. Hann er væntanlegur á markað á Íslandi um mitt næsta ár.

Geta samið um lægri greiðslur

Byr hefur ákveðið að gera fyrirtækjum sem hafa tekið lán í erlendri mynt í gegnum sparisjóðinn kleift að leita eftir lækkun á greiðslubyrði að undangengnum skilyrðum.

Rannsaka meint gjaldeyrissvindl

Fjármálaeftirlitið rannsakar nú átta mál sem lúta að meintu gjaldeyrissvindli. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Málin snúast um tekjur af útflutningi sem ekki er skilað til Íslands líkt og kveðið er á um í lögum um gjaldeyrisskil.

Yfir 220 milljónir punda teknar útaf Edge reikningum í október

Yfir 220 milljónir punda, eða fjörutíu og fimm milljarðar króna, voru teknir út af Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi dagana örlagaríku, sjötta og sjöunda október. Þetta skýrir meðal annars aðgerðir Breta, segir höfundur nýrrar bókar um íslenska efnahagsundrið.

Veltan eykst hjá flestum tegundum verslana

Velta flestra tegunda verslana jókst í maí miðað við mánuðinn þar á undan. Þetta á þó ekki við um dagvöruverslun sem líklega skýrist af því að í apríl voru páskar og því eðlilegt að salan hafi minnkað aftur í maí. Verslun á þó langt í land með að ná sömu raunveltu og fyrir ári síðan.

Veruleg svartsýni meðal stjórnenda fyrirtækja

Niðurstöður ársfjórðungslegrar könnunar Capacent Gallup meðal stærstu fyrirtækja landsins liggja nú fyrir. Telja stjórnendur 97% þeirra fyrirtækja sem svara könnuninni að aðstæður séu nú mjög slæmar (62%) eða frekar slæmar (35%), en ekkert fyrirtæki telur þær góðar.

Segir tvo banka nú stjórna Atlantic Petroleum

Færeysku bankarnir Eik Banki og Föroya Banki hafa í raun tekið yfir stjórnina á olíufélaginu Atlantic Petroleum að því er segir í frétt um málið í Berlingske Tidende. Allir þessir þrír aðilar eru skráðir í kauphöllinni hér á landi sem og í Kaupmannahöfn.

Gengi hlutabréfa Bakkavarar lækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um 6,09 prósent á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Marel Food System sum 0,92 prósent og Færeyjabanka um 0,41 prósent.

Straumur óskar eftir áframhaldandi greiðslustöðvun

Fjárfestingarbankinn Straumar-Burðarás hefur óskað eftir áframhaldandi greiðslustöðvun. Þetta segir Georg Andersen, forstöðumaður samskiptasviðs bankans. 19. mars veitti Héraðsdómur Reykjavíkur bankanum heimild til greiðslustöðvunar sem rennur út í dag.

Fastir vextir á Icesave láni ásættanlegir

Í vefriti Fjármálaráðuneytisins í dag staðfestir ráðuneytið meðal annars þær lánsupphæðir sem þegar hafa komið fram á Vísi auk vaxtakjara lánanna. Vextir reiknast af láninu frá 1. janúar 2009.

Mikil fækkun á utanlandsferðum Íslendinga

Í maí síðastliðnum ferðuðust 22.500 Íslendingar til útlanda samkvæmt tölum um brottfarir úr Leifsstöð. Er þetta fækkun um 42% frá sama mánuði fyrir ári síðan þegar 38.500 Íslendingar lögðu land undir fót.

Atvinnuleysi minnkar, var 8,7% í maí

Skráð atvinnuleysi í maí 2009 var 8,7% eða að meðaltali 14.595 manns og minnkar atvinnuleysi um 1,5% að meðaltali frá apríl eða um 219 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.739 manns.

Er niðursveiflunni lokið í Bretlandi?

Vöxtur landsframleiðslu í Bretlandi hefur aukist undanfarna tvo mánuði og telur rannsóknarstofnun efnahags- og félagsmála þar í landi, að margt bendi til þess að mestu niðursveiflunni sé nú lokið.

FÍS vill aðildarviðræður við ESB án tafar

Stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) sendi í gær bréf til allra alþingismanna, þar sem fjallað er um aðildarviðræður við ESB. Þar kemur fram að FÍS vill að stjórnvöld fari í aðildarviðræður við ESB án tafar.

Sparisjóðirnir lækka vexti

Sparisjóðirnir hafa ákveðið að lækka óverðtryggða vexti inn- og útlána um allt að 1%. Jafnframt lækka sparisjóðirnir verðtryggða vexti inn-og útlána um allt að 1%.

Dýrasta fasteign Evrópu er til sölu

Á einum besta stað í London, Belgrave Square nr. 10, er nú dýrasta fasteign Evrópu til sölu. Um er að ræða 1.950 fm lúxusíbúð og er verðmiðinn 100 milljónir punda eða um 21 milljarður kr.

Gengi Bakkavarar fellur í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur fallið um 6,09 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði hér í morgun. Á sama tíma hefur gengi bréfa Marel Food Systems lækkað um 1,1 prósent.

40 milljarða hækkun Icesave lána

Vísir greindi frá því í gær að upphæð þeirra lána sem ríkisstjórn Íslands hyggst ábyrgjast vegna Icesave skuldbindinganna, næmi 2,2 milljörðum Sterlingspunda og 1,2 milljörðum Evra.

Sjá næstu 50 fréttir