Viðskipti innlent

Hagur fyrrum Baugsbúða vænkast

Macolm Walker, forstjóri Iceland-keðjunnar, kannast ekki við kreppu í samtali við RetailWeek í gær. Velta verslunarinnar jókst um sextán prósent í fyrra.
Macolm Walker, forstjóri Iceland-keðjunnar, kannast ekki við kreppu í samtali við RetailWeek í gær. Velta verslunarinnar jókst um sextán prósent í fyrra.

Rekstrarhagnaður bresku matvörukeðjunnar Iceland nam 112 milljónum punda, jafnvirði 23 milljarða króna, á síðasta ári. Breska leikfangaverslunin Hamleys tapaði hins vegar 2,7 milljónum punda, jafnvirði 570 milljóna króna, á sama tíma.

Afkomutölur verslananna voru birtar í gær. Þær voru að stærstum hluta í eigu BG Holding, dótturfyrirtækis Baugs í Bretlandi. Skilanefnd Landsbankans tók hlutina yfir

Velta jókst hjá báðum verslununum þrátt fyrir kreppu um nær allan heim. Iceland-keðjan, sem selur frysta matvöru á lágu verði, blómstrar í kreppu og hefur verið kölluð gullnámi eigenda sinna. Sala jókst um sextán prósent sem er fjórða árið í röð sem salan eykst, að sögn breska blaðsins RetailWeek.

Skilanefnd Landsbankans hefur stýrt hlutum Baugs í verslununum síðan hún tók þá yfir í byrjun febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×