Viðskipti innlent

Straumur óskar eftir áframhaldandi greiðslustöðvun

Fjárfestingarbankinn Straumar-Burðarás hefur óskað eftir áframhaldandi greiðslustöðvun. Þetta segir Georg Andersen, forstöðumaður samskiptasviðs bankans. 19. mars veitti Héraðsdómur Reykjavíkur bankanum heimild til greiðslustöðvunar sem rennur út í dag.

Tilgangur greiðslustöðvunarinnar var að koma nýrri skipan á fjármál félagsins og gera félagið rekstrarhæft á ný í samvinnu við lánadrottna.

Georg segir að Straumur óski eftir sex mánaða heimild til áframhaldandi greiðslustöðvunar. Hann á von á að héraðsdómur úrskurði um beiðnina fljótlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×